Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.08.2017, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 03.08.2017, Blaðsíða 21
21fimmtudagur 3. ágúst 2017 VÍKURFRÉTTIR Eltir sólina til Póllands ALEKSANDRA KLARA WASILEWSKA Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmanna- helgina? „Ég að fara til Póllands í tvær vikur og verð þar akkúrat yfir Verslunarmannahelgina. Ég fer með fjölskyldunni og kærastanum mínum, að hitta ættingjana, komast í smá sól og njóta.“ Ertu vanföst um Verslunarmannahelgina eða breytirðu reglulega til? „Ég er alls ekki vanföst um Verslunarmanna- helgina. Ég ákveð aldrei fyrir fram hvað ég ætla að gera eða hvert ég ætla að fara. Það hefur eiginlega alltaf verið skyndiákvörðun að fara eitthvað ef ég er ekki að vinna þessa helgi. En oftast eru það bara einhverjar útilegur úti á landi með vinum eða kósý í sumarbústað. Ég hef reyndar ekki ennþá farið til Eyja á þjóðhátíð, en ég á það bara eftir.“ Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa og af hverju? „Það er engin ein sem stendur eitthvað upp úr, ekki ennþá allavega.“ Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina? „Útilegustemning, tónlist, að njóta og skemmta sér með vinum og sínum nánustu.“ Hvað ertu búin að gera í sumar? „Ég er að vinna í farþegaþjónustunni hjá Airport Associates. Á frídögunum hef ég verið dugleg að fara í road trip og skoða landið okkar. Ég fór í smá frí til Möltu með fjölskyldunni en það er ótrúlega fallegt þar. Helgarferðir upp í bústað og svo á ég tvær útlandaferðir eftir núna í ágúst.“ Hvað er planið eftir sumarið? „Ég ætla halda áfram að vinna, safna pening og undirbúa mig svo fyrir nám í arkítektúr sem ég ætla að sækja um á næsta ári.“ Gott að eiga góða vini GUÐMUNDUR ELVAR ORRI PÁLSSON Hvað ætlarðu að gera um Verslunar- mannahelgina? „Ég verð að vinna.“ Ertu vanafastur um Verslunarmanna- helgina eða breytirðu reglulega til? „Ég er alls ekki vanaföst manneskja yfir höfuð. Ég er rosalega hvatvís og finn mér alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. En þjóðhátíð er alltaf efst á lista yfir Verslunarmannahelgina.“ Hver er eftirminnilegasta Verslunarmanna- helgin til þessa og af hverju? „Verslunarmannahelgin árið 2015. Þá fór ég á fyrstu þjóðhátíðina með yndislega vinahópnum mínum. Hún stendur ofarlega í huga mér.“ Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Versl- unarmannahelgina? „Að eiga góða vini sem veita þér góðan félags- skap.“ Hvað ertu búinn að vera að gera í sumar? „Ég er búinn að vinna mikið í sumar en tók sumarfrí í tveimur pörtum. Fríinu eyddi ég á Kanaríeyjum, í Amsterdam og London, sem var yndislegt og mjög nauðsynlegt.“ Hvað er planið eftir sumarið? „Eftir sumarið er stefnan að setjast aftur á skólabekk.“ Sendu kvittun á solveiga@straeto.is og fáðu Nemakortið sent heim. Nemakort á Suðurnesjum — komin í sölu Nemendur með lögheimili á Suðurnesjum geta nú keypt sér Nemakort hjá Strætó. Kortið gildir eina önn innan svæðis á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Nemakortið kostar 84.000 kr. sem leggja þarf inn á reikning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Reikningsnúmer: 0142-26-11546 á kennitölu: 640479-0279. Svona gerir þú: - Fyrst leggur þú inn á reikning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. - Því næst sendir þú kvittun á netfangið solveiga@straeto.is, ásamt nafni, kennitölu, ljósmynd og nafni skólans. - Innan 7 til 10 virkra daga færðu Nemakortið sent í ábyrgðarpósti á lögheimili þitt. Nánari upplýsingar um Nemakort á Suðurnesjum veitir Þjónustuver Strætó í síma 540 2700. Verslunarmannahelgin ATVINNA Vegna aukinna umsvifa auglýsir Bílaleigan Geysir eftir starfsfólki í afgreiðslu okkar á Keflavíkurflugvelli. Unnið er í vaktavinnu. Möguleiki á framtíðarstarfi. Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Góð enskukunnátta skilyrði. Ökuréttindi og hreint sakavottorð skilyrði. Reynsla á þjónustustörfum og önnur tungumálakunnátta er góður kostur. Vinsamlegast sendið umsóknir á atvinna@geysir.is Framkvæmdum við tvö hringtorg á Reykjanesbraut ofan Reykjanes- bæjar miðar vel. Verklok eru áætluð um miðjan september. Hringtorgin eru annars vegar á mótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar og hins vegar á mótum Þjóðbrautar og Reykjanes- brautar. Útboð fór fram fyrr í sumar og var verktakafyrirtækið Ístak lægs- tbjóðandi. Útboð Ístaks hljóðaði upp á rúmar tvö hundruð og fimmtán milljónir króna fyrir bæði hringtorgin. Framkvæmdir hefjast í næstu viku og eru áætluð verk- lok þann 15. september næstkomandi. Ökuhraði á framkvæmdasvæðinu var færður niður í 50 km á klukkustund á meðan á framkvæmdum stendur og þá hefur vinstri beygja af Þjóðbraut og Aðalgötu verið bönnuð inn á Reykja- nesbraut. Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið á framkvæmdasvæðinu en engin alvarleg slys. Hringtorgin eru hönnuð sem tvö- föld hringtorg og verður ytri hringur fyrst tekinn í notkun og er þá hægt að stækka hringtorgið með innri hring þegar farið verður í tvöföldun Reykja- nesbrautar. Ný hringtorg í mótun ofan Reykjanesbæjar Séð yfir framkvæmdasvæðið á mótum Aðalgötu og Reykjanes- brautar. VF-mynd: Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.