Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.01.2018, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 25.01.2018, Blaðsíða 10
10 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 25. janúar 2018 // 4. tbl. // 39. árg. ÁLAGNINGARSEÐLAR FYRIR ÁRIÐ 2018 Tilkynning til eigenda fasteigna um álagningu ársins 2018 Álagningarseðlar fyrir árið 2018 hafa verið gefnir út og munu berast í pósti næstu daga. Jafnframt má nálgast þá á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is. Reykjanesbær mun þó áfram senda einstaklingum 68 ára og eldri greiðsluseðla í pósti. Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu. Fyrsti gjalddagi er 25. janúar 2018 til og með 25. október 2018. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og falla öll gjöld ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Reynist heildarálögð gjöld 20.000 krónur eða lægri er gjalddagi heildargjaldanna 25. janúar 2018. Athygli er vakin á því að kröfur vegna fasteignagjalda birtast í heimabönkum. Þeim sem vilja fá senda greiðsluseðla er bent á að senda tölvupóst á thjonustuver@reykjanesbaer.is ORLANDO – SPÁNN ALLT FASTEIGNIR & SÓLAREIGNIR halda kynningafundi í Reykjanesbæ og Grindavík á erlendum eignum til sölu og leigu. Sölustjórar Sólareigna munu kynna eignir og kaupferlið. Öllum áhugasömum er velkomið að koma og kynna sér fjárfestingakosti Sólareigna. Sunnudaginn 28. janúar kl 14:00 hjá Fasteignasölu okkar ALLT fasteignir Hafnargötu 91 (við hlið Íslandsbanka) Þriðjudaginn 30. janúar kl 20:00 á Sjómannastofunni Vör Grindavík facebook.com/solareignir.is - Íslenskir löggiltir fasteignasalar með ykkur alla leið! www.alltfasteignir.is – www.solareignir.is Reykjanesbær – Hafnarfjörður – Grindavík - Vestmannaeyjar HÖN NU N: VÍ KU RF RÉ TT IR Súrt og sjóðheitt blót í Garðinum Þorrablót Suðurnesjamanna var haldið í Garðinum um nýliðna helgi. Þetta er í níunda sinn sem þorrablótið er haldið en það eru Björgunarsveitin Ægir og Knattspyrnu- félagið Víðir sem standa saman að blótinu. Axel Jónsson í Skólamat sér um matinn og fjölbreytt skemmtiatriði og söngur eru í boði. Hörðustu gestirnir dansa svo fram undir morgun. Hér eru nokkrar myndir frá þorrablótinu en á vf.is eru næstum 200 myndir af gestum að koma til veislunnar. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Söngsveitin Víkingar kom og söng fyrir þorrablótsgesti í Garðinum eins og mörg undanfarin ár. Viltu setja undir þessa mynd „þrjár sætar“ voru skilaboðin til ljósmyndarans. Ingó veðurguð var með „brekkusöng“. Stórfjölskyldur sameinast á þorrablótinu. Söngur og gleði á þorrablóti Suðurnesjamanna. Fjölmenni var á þorrablótinu. Sala happdrættismiða gekk vel og margir glæsilegir vinningar. Mummi Hermanns hefur leikið undir borðhaldi á þorrablótinu í Garði frá upphafi. Axel Jónsson sér um matinn. NÝ BÓNSTÖÐ OPNAR að Iðavöllum 9 fimmtudaginn 25. janúar. Alþrif og bón fyrir alla bíla. Opnunartilboð: Alþrif og bón frá kr. 9.900. Góð þjónusta. Splunkuný og fullkomnustu tæki til bílaþrifa. Opið frá kl. 8 til 18, mánudaga til föstudaga. Laugardaga kl. 10 til 18. Iðavellir 9 - Keflavík - Sími 552 9442 HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.