Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.01.2018, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 25.01.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 25. janúar 2018 // 4. tbl. // 39. árg. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 8 24 87 11 /1 6 Icelandair leitar að öflugum liðsmönnum í áhafnavakt á Keflavíkur flugvelli sem hafa áhuga á krefjandi störfum í hröðu og síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi. STARFSSVIÐ: I Dagleg áhafnavakt I Tengiliður milli áhafna og flugdeildar I Fylgjast með og uppfæra vinnuskrá áhafna I Samskipti við áhafna hótel I Halda utan um áætlunar- og leiguflugsskrá áhafna og áhafnir á erlendri grundu I Samskipti við viðskiptavini flugdeildar auk annarra verkefna. HÆFNISKRÖFUR: I Góð menntun/reynsla sem nýtist í starfi I Mjög góð enskukunnátta er nauðsynleg þar sem hluti af starfinu fer fram á ensku I Góð tölvufærni I Jákvætt hugarfar, frumkvæði og rík þjónustulund I Færni í almennum samskiptum og samvinnu I Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á dag- og næturvöktum. Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli. Hér er um framtíðar- og sumarstörf að ræða. STARFSMENN Í ÁHAFNAVAKT Nánari upplýsingar veita: Álfheiður Sívertsen, netfang I alfheidur@icelandair.is Kristín Björnsdóttir, netfang I starf@icelandair.is Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 31. janúar 2018. Umhverfisstofnun gerir ýmsar at- hugasemdir við lóð og umhverfi kísilvers United Silicon í Helguvík. Í bréfi til stjórnar United Silicon segir að Umhverfisstofnun sam- þykki úrbótaáætlanir vegna frávika er varða afgirðingu lóðar, leka- og árekstrarvarnir við glussa- og olíu- tanka, malbikun lóðar fyrir gjall sem stenst ekki útskolunarpróf og lagfæringar á hráefnisgeymslum fyrir endurræsingu ofns. Ofninn má hins vegar ekki endurræsa fyrr en byggður hefur verið viðurkenndur skorsteinn við hann. Umhverfisstofnun telur hins vegar að úrbætur í samræmi við kröfur frá 1. september í fyrra um snyrtilegan frá- gang lóðar ekki vera lokið. Lóðin var skoðuð 14. desember 2017 og þá kom í ljós að sekkir voru geymdir utan- dyra en ekki liggja fyrir upplýsingar um innihald þeirra frá rekstraraðila. Umhverfisstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um magn og efnisinni- hald sekkja á lóð kísilversins. Víkurfréttir sendu fyrirspurn á United Silicon sl. sumar um sekkina. Krist- leifur Andrésson, þáverandi upplýs- ingarfulltrúi United Silicon, svaraði fyrirspurninni á þann veg að „inni- hald stórsekkjanna er kísilryk sem er aukaafurð við kísilframleiðslu. Efnið er notað meðal annars í steypu erlendis og þá til að gera hana sterk- ari. Kísilrykið er skaðlaust efni, efna- greiningar liggja fyrir varðandi það“. - Gengur illa að losna við þetta? „Markaðir fyrir kísilrykið hafa verið að opnast og nú er samningur í höfn með sölu á þessari aukaafurð okkar. Við förum því að sjá þessum sekkjum fækka á næstunni. En fram til þessa hefur gengið hægt að losna við kísil- rykið,“ sagði Kristleifur við fyrirspurn Víkurfrétta sl. sumar. Hvað geyma sekkirnir? Rúm 42 kíló af hörðum fíkni- efnum haldlögð Í 46 fíkniefnamálum sem upp komu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á árinu 2017 lagði rannsóknardeild lögregl- unnar á Suðurnesjum hald á rúm- lega 42 kíló af hörðum fíkniefnum. Þar af voru rúm 35.000 grömm af kókaíni, tæp 7.000 grömm af amfeta- míni, 196 grömm af metamfetamíni og 61 gramm af Ecstasy (MDMA). Auk þessa voru haldlögð rúmlega 240 grömm af hassi. Rannsóknir allra þessara mála voru á borði rann- sóknardeildar LSS. Undirstrikað er að um bráðabirgðatölur er að ræða, sem kunna að taka smávægi- legum breytingum þegar endanlegt heildaruppgjör ársins liggur fyrir. Sá einstaklingur er reyndist hafa mesta magn fíkniefna innvortis var belgískur fatlaður karlmaður sem var með rúmlega eitt kíló af kókaíni í 106 pakkningum. Er það mesta magn sem fundist hefur í einum einstaklingi í innvortis fíkniefnamálum hingað til. Styrkur haldlagðra efna í innvortis málum er yfirleitt mjög mikill eða um 90%. Styrkur í haldlögðum neyslu- skömmtum á götunni er á bilinu 7 til 15%. Því má ætla að margfalda megi ofangreind 42 kíló með 7 eða 8 sem gerir þá rúmlega 300 kíló af hörðum fíkniefnum á götum úti. Langflest þessara mála eiga upptök sín hjá tollvörðum sem hafa með höndum mjög virkt og skipulegt eftir- lit í flugstöðinni. Sú leið að reyna að smygla fíkniefnum þá leiðina verður því að teljast mjög áhættusöm fyrir þá sem það reyna. Að auki má minna á afdrif rúmlega tvítugs íslensks karl- manns sem kom með 42 pakkningar innvortis til landsins í október. Ein pakkningin tók að leka og var hann fluttur lífshættulega veikur með hraði á Landspítalann þar sem hann undir- gekkst rúmlega þriggja klukkustunda skurðaðgerð.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.