Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.01.2018, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 25.01.2018, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 25. janúar 2018 // 4. tbl. // 39. árg. Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Sigríður Árnadóttir - minning f. 28.6. 1943 - d. 7.1. 2018 Elskuleg móðir mín kvaddi okkur eins og hún hafði óskað sér á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja eftir stutt veikindi, þar sem allir hugsuðu ein- staklega fallega og faglega um hana. Henni þótti líka mjög gott að það var hægt að tölta yfir Mangatún, beint heim í Veghúsin. Mamma var, að ég tel, ein af þessum sterku, stoltu og sjálfstæðu konum. Hún var hjúkrunarfræðingur af lífi og sál, aðhlynning hvers konar átti hug hennar allan. Eftir skilnaðinn var oft þröngt í búi, en hún notaði sumarfríin til að vinna, til dæmis á sjúkrahúsinu á Blönduósi og hjúkrunarheimilinu Skjóli, kallaði það að stoppa í fjárlagagötin. Verandi þessi stolti og sjálfstæði einstaklingur náði hún smám saman sæmilegu jafnvægi á þau mál. Ég spurði hana einhvern tímann að því hvort hún ætlaði ekki að finna sér mann til að deila lífinu með, hún sagðist ekki nenna að standa í því að tína upp óhrein nærföt og sokka eftir einhvern kall, eða elda á ákveðnum tímum. Heldur vildi hún njóta frelsisins, ferðast og ráða sér sjálf, ekki láta segja sér fyrir verkum. Hún var dugleg að skreppa í heimsóknir á Hornafjörð og til Þýskalands, skellti sér á vélsleða eða línuskauta, hún var alltaf til í að prufa og njóta lífsins. Henni fannst gaman að ferðast erlendis í sólina og fóru Siggurnar oftast saman, hún og Sigga Ey. Það er misjafnt hvað við sinnum því að fylgjast með fólkinu okkar en mamma var ein af þeim sem var að skreppa í heimsóknir og reyndi að fylgjast vel með öllu fólkinu sínu. Samheldni hollsystra hennar og hjálp- semi er aðdáunarverð. Hún átti margar góðar vinkonur. Í lífi allra skiptast á skin og skúrir, oft var glatt á hjalla hjá öllum hópnum hennar, mikið líf og fjör. Að eðlisfari var mamma lífsglöð og félagslynd, en það reyndi verulega á að halda í gleðina síðustu árin. Hún missti Árna Jakob son sinn og svo seinna Örnu Björk dóttur sína. Á þessum tíma kom styrkur hennar vel í ljós og yfirvegun en eins og allir vita sem misst hafa börnin sín þá verður breyting innra með þeim. Smám saman púslaði hún sér saman, ákveðin í að halda áfram, en þegar Kristófer Örn, sonur Árna Jakobs, féll einnig fyrir eigin hendi, þá brast eitt- hvað innra með henni sem hún réði ekki við, tárin bara komu. En þrátt fyrir allt þá langaði hana að lifa og njóta þess að sjá fólkið sitt vaxa og dafna. Það er stutt síðan ég kom að henni við eldhúsborðið og tárin streymdu niður. Ég spurði hana hvort hún væri að gráta vegna þess að hún væri að deyja. Já, sagði hún, yfir eðli- legasta hlut í heimi. Hann er bara óvel- kominn núna, svaraði ég, hún játti því. Það er alltaf eitthvað að lifa fyrir, þrátt fyrir allt missti hún aldrei löngunina til að fylgjast með fólkinu sínu í leik og starfi. Á sjúkrahúsinu tók hún alltaf á móti mér með bros á vör og heilsaði: Hæ elskan. Ég sagði eitt sinn við hana að hún væri alltaf brosandi, hún svaraði því til að það væri svo miklu léttara. Eitt sinn, þegar við vorum guttar, vorum við á leið norður til Helgu og Helga, ég, Addi og mamma. Á undan okkur var bíll sem keyrði allt of hægt fyrir okkur bræðurna. Mamma tók fram úr og þegar við fórum framhjá bílnum sögðum við báðir: Vissum það, það er kelling að keyra (þetta var reyndar ung kona, líklega 25 ára), en mamma var töffari, aldrei kelling. Brosum, það er svo miklu léttara. Ég þakka móður minni allt. Ingvi Þór Sigríðarson, Veghúsum. Landsnet vinnur að undirbúningi umhverfismats fyrir Suðurnesjalínu 2. Tillaga að matsáætlun er nú á vinnslustigi og er birt á heimasíðunni www.landsnet.is sem Drög að tillögu matsáætlunar. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum sem geta nýst við komandi matsvinnu og geta allir gert athugasemdir við drögin. Athugasemdir má senda til Smára Jóhannssonar á netfangið smari@landsnet.is til og með 12. febrúar. Einnig má senda athugasemdir til Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík og merkja „Suðurnesjalína 2. Drög að tillögu matsáætlunar“. HAFNARFJÖRÐUR – SUÐURNES Suðurnesjalína 2 – Mat á umhverfisáhrifum Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Tvöföldum Reykjanesbraut og hvað svo? Baráttan um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut eiga sér langa sögu, margir hafa legið í valnum á þessum vegarkafla milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Barátta bæjarbúa á sínum tíma fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar, þar sem Rúnar Júl og fleiri hetjur úr okkar bæjarfélagi komu við sögu, er okkur bæjarbúum í fersku í minni og þarf ekki að rifja það upp hér. En hvar erum við stödd í dag? Jú, brautin hefur verið tvöfölduð en því verki er ekki lokið, sem er frekar slæmt, en verra er að viðhaldi er ekki sinnt sem skyldi og umferðaröryggi er ekki tryggt eins og staðan er í dag. Vegurinn er að grotna niður með mjög djúpum hjólförum sem safnast vatn í og er orðin mikil slysahætta. Einnig er lýsingin ekki fullnægjandi og glit-stikur sem eiga að vera til staðar sitthvoru megin á veginum ekki endurnýjaðar þannig að erfitt getur verið að staðsetja sig í miklum skafrenningi. Það ekki hægt að horfa fram hjá því að þessir þættir eru slysagildrur og að þeir sem keyra brautina dags daglega séu að spila rússneska rúllettu með því að aka hana í þessu ástandi. En sagan segir okkur og sýnir að þetta virðist ætla að vera enda- laus barátta og eru það við bæjarbúar sem höfum ýtt á eftir úrbótum því það virðist enginn ætla að gera neitt fyrir okkur Suðurnesjamenn. Ég veit ekki um ykkur kæru íbúar en ég er búin að fá mig fullsaddan af aðgerðar- leysi í okkar garð hér í Reykjanesbæ frá stjórnvöldum. Það er svo margt hér sem þarf að laga en við erum hunsuð hvað varðar aðstoð eða eðlilegt fjármagn til þess að hlutirnir fari á réttan veg. Það virðist vera að við þurfum að sýna sterka samstöðu og fara í aðgerðir til þess að knýja fram þær sjálfsögðu breytingar sem þurfa til að öryggi okkar sé tryggt um Reykjanesbraut. Það öryggi sem upprunalega var lagt upp með, sem tvöföldun Reykjanesbrautar var, er nú orðið falskt öryggi vegna skorts á við- haldi. Berjumst fyrir því að brautinni sé haldið við og að hún verði kláruð sóma- samlega. Hvernig væri að við boðum til aðgerða í gengum okkar frábæra Stopp hóp og vinnum öll saman að betra öryggi á Reykjanesbraut? Þórólfur Júlían Dagsson SUNNUDAGURINN 28. JANÚAR KL. 11 Hefðbundin messa með söng frá félögum úr Kór Keflavíkurkirkju undir stjórn Arnórs organista. Systa leiðir sunnudagaskólann á sama tíma. Hjónin Stefán og Guðrún eru messuþjónar. Að lokinn messu verður borin fram súpa og Sigurjónsbrauð af Ragnheiði Ástu formanni sóknarnefndar og fermingar- mæðrum. Sr. Erla þjónar. MIÐVIKUDAGURINN 31. JANÚAR KL. 12 Sr. Fritz Már og Arnór organisti leiða kyrrðar- stund í kapellunni. Gæðakonur bera fram heimagerða súpu og brauð. Verið öll velkomin í góða andlega- og líkamlega næringu. MIÐVIKUDAGURINN 31. JANÚAR KL. 13 Seekers bænastund í umsjón sr. Thosiki Toma. MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR Í KIRKJULUNDI Kl. 15:15 - Strákar í fermingarfræðslu Kl. 16:05 - Stelpur í fermingarfræðslu Skapandi starf Skapandi starf er hafið. Skráning er rafræn og finna má linkinn á heimasíðu kirkjunnar eða hafa samaband við kirkjuna. Helgihald og viðburðir í Njarðvíkurprestakalli Ytri-Njarðvíkurkirkja Fjölskylduguðsþjónusta 28. janúar kl. 11:00 í Njarðvíkurkirkju (Innri). Sunnudagaskóli kl. 11:00 í Njarð- víkurkirkju (Innri) í umsjá Heiðars og Péturs. Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 25. janúar kl.20:00. Umsjón hefur starfsfólk kirkjunnar og Lionsklúbbur Njarðvíkur. Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 30. janúar kl.19:30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 31. janúar kl.10:30-13:30. Fermingarfræðsla miðvikudaginn 31. janúar kl.14:00 og kl. 16:00. Njarðvíkurkirkja (Innri) Fjölskylduguðsþjónusta 28. janúar kl. 11:00 í Njarðvíkurkirkju (Innri). Sunnudagaskóli kl. 11:00 í Njarð- víkurkirkju (Innri) í umsjá Heiðars og Péturs. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Njarðvíkurkirkju (Innri) 25. janúar kl. 19:30-20:30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson. Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 30. janúar kl.10.30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.