Víkurfréttir - 25.01.2018, Blaðsíða 32
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
facebook.com/vikurfrettirehf
twitter.com/vikurfrettir
instagram.com/vikurfrettir
MUNDI
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
Er enginn feisbúkkhópur:
„Björgum kísilverinu“?
Hundaeigendur athugið!
Skylt er að skrá alla hunda hjá Heilbrigðiseftirliti
Suðurnesja. Hægt er að skrá hundana rafrænt
á heimasíðunni www.hes.is, eða á skrifstofu
embættisins á Skógarbraut 945, Ásbrú.
Við skráningu fá allir hundaeigendur einkennis-
plötu til að festa á hálsól hundsins. Árgjald fyrir
að halda hund er kr. 16.302 og er ábyrgðar-
trygging innifalin í því.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Attention dog owners!
All dogs must be registered at the Suðurnes
Public Health Authority. They can be regist-
ered online at www.hes.is or at the office at
Skógarbraut 945, Ásbrú. Following registration,
dog owners receive a license plate to put on
the dogs collar. The annual fee is 16.302 kr and
the liability insurance is included.
Suðurnes Public Health Authority
Uwaga wlasiciele psow!
Obowiązkowe jest zarejestrowanie wszystkich
psów w Administracji Zdrowia Suðurnesja
(Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja). Możliwe jest
zarejestrowanie psa elektronicznie na naszej
stronie internetowej www.hes.is albo w biurze
Urzędu Skogabraut 945 Asbru. Przy rejestracji
wszyscy właściciele psów otrzymają tabliczkę
do przymocowania na szyji psa. Roczna opłata
za utrzymanie psa to 16.302 kr. i zawarte w
nim jest ubezpieczenie od odpowiedzialności
cywilnej.
Administracja Zdrowia Suðurnesja
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
Skógarbraut 945 // 235 Reykjanesbæ // Sími: 420 3288 // Netfang: hes@hes.is
Þrjátíu og tvö fyrirtæki á
Suðurnesjum eru meðal
„Framúrskarandi fyrir-
tækja árið 2017“. Credit-
info tilkynnti í vikunni
hvaða fyrirtæki á landinu
væru í þessum hópi. Alls
fengu á áttundahundrað
fyrirtæki á landinu þessa
viðurkenningu eða um 2%
af öllum skráðum fyrir-
tækjum á landinu.
Fyrirtæki sem fá viður-
kenningu Creditinfo sem
framúrskarandi þurfa að
uppfylla viss skilyrði er
varða rekstur og stöðu
þeirra. Þau þurfa m.a. að
hafa sýnt rekstrarhagnað
síðustu þrjú árin, vera
með 20% eiginfjárhlutfall
á sama tíma og eignir séu
80 milljónir eða meira þrjú
ár í röð.
Fyrirtæki á Suðurnesjum
sem komast á listann 2017
eru:
Bláa Lónið hf.
HS Veitur hf.
BLUE Car Rental ehf.
Samkaup hf.
K&G ehf.
Fríhöfnin ehf.
Nesbúegg ehf.
Fiskmarkaður Suðurnesja ehf.
Eldneytisafgreiðslan á Kefla-
víkurflugvelli EAK ehf.
Happy Campers ehf.
Verkfræðistofa Suðurnesja
SI raflagnir
H.H. Smíði ehf.
Veiðafæraþjónustan ehf.
Skólamatur ehf.
Royal Iceland hf.
Bergraf ehf.
Ice Fish ehf.
Fitjar-vörumiðlun ehf.
Eignarhaldsfélagið Áfangar
Bragi Guðmundsson ehf.
Víkurás ehf.
Skinnfiskur ehf.
Jón og Margeir ehf.
Express ehf.
TSA ehf.
A. Óskarsson
Afa fiskur ehf.
Flatfiskur ehf.
Marver ehf.
Fiskverkun Ásbergs ehf.
Þorbjörn hf.
Síðastliðin átta ár hefur
Creditinfo greint rekstur
íslenskra fyrirtækja ár-
lega og birt lista yfir þau
fyrirtæki sem hafa sýnt
fram á framúrskarandi og
stöðugan árangur í rekstri.
Þessi fyrirtæki eiga það
sammerkt að vera ábyrg
í rekstri og skapa þannig
sjálfbær verðmæti fyrir
hluthafa og fjárfesta. Fyrir-
tæki á listanum sýna góða
viðskiptahætti með sterka
innviði og eru ekki líkleg til
að skapa kostnað fyrir sam-
félagið. Það felast því mikil
verðmæti í þessum fyrir-
tækjum fyrir samfélagið í
heild sinni. Í ár hljóta fyrir-
tæki sem þykja skara fram
úr í samfélagsábyrgð og
nýsköpun sérstök verðlaun.
Þrjátíu og tvö fyrirtæki á Suðurnesjum
í hópi „Framúrskarandi fyrirtækja“
Sundlaugar-
þráhyggja
Ég hef verið spurð að því á síðustu
dögum og vikum hvort ég sé haldin
þráhyggju, sundlaugarþráhyggju? Og
já…ég ætla að gangast við því.
Það hefur kannski ekki farið framhjá
bæjarbúum að mér er umhugað um að
gamla Sundhöllin okkar, sem teiknuð
er af meistara Guðjóni Samúelssyni,
fái að standa, hún verði gerð upp og
fundið verðugt framtíðarhlutverk.
Bæjaryfirvöld hafa nú til umfjöllunar
tillögu að breyttu deiliskipulagi þar
sem lagt er til að Sundhöllin verði rifin
og að á lóðinni verði byggð fjölbýlishús.
Ég má ekki til þess hugsa og tel að það
yrði óafturkræft stórslys. Þrátt fyrir
að húsið hafi verið selt einkaaðilum
fyrir mörgum árum hefur aldrei verið
samþykkt tillaga að niðurrifi – og það
má ekki gerast núna.
Sundlaugin sem vígð var 1939, og
Sundhöllin sem byggð var yfir laugina
eftir teikningu Guðjóns og vígð 1951, er
órjúfanlegur hluti af sögu Keflavíkur
og Suðurnesjanna allra, hvort heldur
sem litið er til menningarsögu, bygg-
ingarsögu eða íþróttasögu. Bæjarbúar
byggðu laugina, börn og fullorðnir.
Ungmannafélagið hafði um það for-
göngu og allir tóku þátt. Þvílík lyfti-
stöng fyrir samfélagið á þeim tíma.
Síðar tók bærinn við og ákveðið var að
byggja yfir laugina þannig að Suður-
nesjamenn gætu stundað sund allt
árið um kring.
Byggingarsögulega er þetta einnig
merk bygging. Sundhöllin er hluti
af „sundhallarseríu“ Guðjóns Samú-
elssonar þar sem einnig eru Sund-
höllin á Seyðisfirði, í Hafnarfirði og
að ógleymdri drottningunni, Sundhöll
LOKAORÐ
RAGNHEIÐAR ELÍNAR
Reykjavíkur. Unnið er að heildaryfirliti
yfir verk Guðjóns og við íbúar Reykja-
nesbæjar megum vera stolt af því að
hér í bæ eigum við þrjú glæsileg verk
eftir Guðjón, Sundhöllina, Myllubakka-
skóla og Sjúkrahúsið.
Byggingin má sannarlega muna sinn
fífil fegurri, og já, það mun væntan-
lega kosta talsverða fjármuni að koma
henni í upprunalegt horf. „Hvað á að
gera við hana“ spyr fólk og „hver á að
gera það?“ Mitt svar við því er: Við
gerum ekkert við hana þegar búið er
að rífa hana, þannig að fyrsta verk-
efnið hlýtur að vera að hafna deili-
skipulaginu og forða Sundhöllinni frá
niðurrifi. Þegar það er tryggt hef ég
engar áhyggjur af framhaldinu, þegar
eru fjölmargar tillögur og hugmyndir
komnar fram og heill her af áhuga-
sömu fólki sem er til í að vera með.
Og þá komum við að þráhyggjunni.
Sigga Kling vinkona mín sagði mér
í vikunni að orðið þráhyggja væri
rangtúlkað. Þráhyggja þýðir í raun
„að hyggja að einhverju sem þú þráir“.
Og það er fallegt, og við því gengst ég
fúslega. Og ég er ekki ein í því, heldur
betur ekki. Hópurinn okkar stækkar
dag frá degi og telur þegar þetta er
skrifað tæplega 1500 manns. Og þegar
slíkur fjöldi leggur sig saman um að
„hyggja að einhverju sem það þráir“
þá fara hlutirnir að gerast!