Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.01.2018, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 25.01.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 25. janúar 2018 // 4. tbl. // 39. árg. FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri, ábm. og auglýsingamál: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Útlit & um- brot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið asta@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM Leikur ekki fyrir Íslands hönd á meðan dæmdir nauðgarar gera það „Svo lengi sem KKÍ styður ekki 100% við þolendur kynferðisbrota hef ég ekki áhuga á að spila fyrir Íslands hönd,“ segir körfuknattleikskonan Embla Kristínardóttir í samtali við Víkurfréttir, en hún kom fram í við- tali hjá RÚV sem vakið hefur gríðar- lega athygli. Embla, sem leikur með meistara- flokki Keflavíkur í körfuknattleik, segir í viðtalinu frá því að sér hafi verið nauðgað, aðeins þrettán ára gömul af íþróttamanni sem í kjölfarið, eftir að hafa verið fundinn sekur en fengið skilorðsbundinn dóm, hafi haldið áfram að spila fyrir Íslands hönd í sinni íþrótt. Embla þurfti þar af leiðandi að mæta gerandanum, sem búsettur var á höfuðborgar- svæðinu og æfði með íþróttafélagi þar, til dæmis í Laugardalshöllinni þar sem hann æfði og hún keppti í úrslitaleikjum. Embla segir það ólíðandi að dæmdir kynferðisbrotamenn fái að keppa fyrir Íslands hönd þar sem þeir eru í sviðsljósinu sem fyrirmyndir ungs fólks. Þar nefnir hún Sigurð Þorvalds- son, sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010, en hann hefur keppt með landsliðinu eftir brot sitt. „Þegar ég var sextán ára gömul í minni fyrstu landsliðsferð var hann í karlaliðinu og gisti í næsta herbergi við mig á hótelinu. Engum fannst það athugavert að senda dæmdan mann út fyrir hönd Íslands.“ Embla ræddi afskiptaleysi grunn- skóla síns, sem hún var í á þeim tíma, einnig í viðtalinu, en hún segist ekki hafa fengið neinn stuðning frá skóla- stjórnendum vegna málsins. Hún hafi verið kölluð ljótum nöfnum af bekkjarsystkinum sínum, yfirhafn- irnar hennar verið teknar og faldar og ljót skilaboð skilin eftir í skápnum hennar. „Skólinn hefði átt að grípa inn í þetta. Ég mætti bara stundum í skólann, fór ekki í próf né skólaferðalög. Mér þótti gott að nálgast einn tiltekinn kennara, en umsjónarkennarinn minn og fleiri sáu mig oft gráta og kvarta en ekkert var gert,“ segir Embla, en hún stundaði nám við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Viðbrögðin við viðtalinu segir Embla hafa verið frábær, en hún vilji sjá íþróttafélög landsins taka skýrari af- stöðu með þolendum kynferðisbrota. Svo lengi sem KKÍ styður ekki 100% við þolendur kynferðisbrota hef ég ekki áhuga á að spila fyrir Íslands hönd „Viðbrögð Reykjanesbæjar eru lítil til að byrja með. Við bíðum eftir að skiptastjóri verði settur yfir þrota- búið og síðan að heyra hvað hann hyggst gera,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, þegar hann var spurður viðbragða við gjaldþroti kísil- verksmiðju United Silicon [USi] í Helguvík. Stjórn USi óskaði á mánudag eftir því að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta, eins og greint hefur verið frá á vef Víkurfrétta. „Þetta mun þýða að tekjur Reykjaneshafnar verða lægri en gert var ráð fyrir en á móti ætti að vera hægt að draga úr kostnaði við höfnina“. - Mun Reykjanesbær tapa fjármunum vegna þrots United Silicon? „Tapið liggur ekki fyrir fyrr en uppgjör þrotabúsins liggur fyrir,“ sagði Kjartan Már. „Þegar að fyrirtækið fékk greiðslustöðvun í ágústlok var nokkuð ljóst að þetta gæti farið á þennan veg. Það hafa verið vandamál með þetta fyrirtæki á mörgum sviðum allt frá byrjun og virðingarvert að Umhverfisstofnun skuli standa með íbúum í þessu,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. „Ég hef ekki áhyggjur af stöðu bæjarfélagsins þó að þetta hafi gerst. Íbúar sýna því fullan skilning að við séum ekki að fá þær tekjur sem reikna mátti með. Okkur leggst eitt- hvað til og stefnum ótrauð áfram. Framtíðin er björt,“ sagði Guðbrandur í samtali við Víkurfréttir. Komið hefur fram að United Silicon skuldaði Reykjanesbæ gatnagerðargjöld upp á um 160 milljónir króna og með vöxtum lætur nærri að sú fjárhæð sé um 200 milljónir króna í dag. Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrir- tækisins. Bankinn ætlar að koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í gær. Arion er eini kröfuhafinn á fyrsta veðrétti. Stofnað verður nýtt félag um eignirnar sem bankinn gengur út frá að eignast við gjaldþrotaskipti United Silicons. Um átta kaupendur hafa sýnt verksmiðjunni áhuga en allt söluferli er á frumstigi. Ef bankanum berst ekki viðunandi tilboð í eignirnar verður reynt að koma verksmiðjunni í gang áður en sala fer fram, segir í frétt Morgunblaðsins. Framtíðin björt þrátt fyrir gjaldþrot United Silicon RITSTJÓRNARPISTILL PÁLL KETILSSON Framúrskarandi fyrirmynd Verkefnin hjá okkur á Víkurfréttum eru mörg mjög skemmti- legt og eitt þeirra hefur síðustu 28 árin verið að kjósa „Mann ársins“ á Suðurnesjum. Við teljum okkur hafa hitt naglann á höfuðið núna sem og oft áður en hin 17 ára Elenora Ósk Georgesdóttir fékk nafnbótina að þessu sinni. Hún er bakara- nemi, fyrirmyndar ung kona og frumkvöðull. Hún gerði sér lítið fyrir og bakaði í heilt ár glæsilegar tertur og seldi til styrktar Barnaspítala Hringsins og hljóp í maraþoni, einnig til styrktar spítalanum. Við brugðum á leik og pöntuðum tertu hjá ungu konunni áður en við greindum henni frá tíðindunum, mættum svo og báðum hana um að skrifa nafn „Manns ársins á Suðurnesjum 2017“ á tertuna. Þetta kom Elenoru skemmtilega á óvart og við sýnum viðbrögð hennar í sjónvarpsþætti vikunnar. Við höfum útnefnt „Mann ársins“ á Suðurnesjum frá árinu 1990 en sá fyrsti sem var valinn var Grindvíkingurinn og útgerðarmaðurinn Dagbjartur Einarsson. Árið eftir varð presturinn Hjörtur Magni Jóhannsson fyrir valinu en fyrsta konan sem fékk nafnbótina var kaffikonan Aðalheiður Héðinsdóttir árið 1998. Flestir vita hvað hún hefur áorkað síðan en það eru fleiri slík dæmi hjá okkar fólki. Listi með nöfnum allra sem hafa verið valdir eru í blaði vikunnar. Við höfum komið víða við í valinu en allt eru þetta ein- staklingar sem hafa látið til sín taka á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins á Suðurnesjum og jafnvel víðar. Hin unga Elenora er sérlega vel að þessu komin og það skín af henni gleði og kraftur þrátt fyrir að hafa átt við veikindi að stríða sem hún hefur ekki látið stoppa sig. Hún ætti að vera mörgu fólki mikil hvatning fyrir framgöngu sína og dugnað. Við greinum einnig frá því í blaði vikunnar að 32 fyrirtæki á Suðurnesjum hafi komist í hóp „Framúrskarandi fyrirtækja árið 2017“ hér á landi. Fyrirtækjum á Suðurnesjum hefur fjölgað í þessum hópi á undanförnum árum og er eflaust í takti við uppgang sem verið hefur á svæðinu á síðustu árum. Fyrirtækin eru úr mörgum greinum atvinnulífsins og er það mjög ánægjulegt. Það sýnir að forráðamenn margra fyrirtækja hafa staðið sig mjög vel, vandað sig í rekstrinum og sýnt það með ábyrgð og flottri niðurstöðu til að komast í hóp þeirra bestu á Íslandi en 2,2% fyrirtækja á landinu eru í þessum hópi, „Fyrirmyndarfyrirtæki 2017“. Ótíðindi vikunnar koma þó úr Helguvík. Ekki óvænt en gjald- þrot United Silicon er ekki gott fyrir fjárhagshlið Reykjanes- hafnar og bæjarins en margir bæjarbúar fagna þó að slökkt hafi verið á verksmiðjunni. Nýr eigandi hennar, Arion banki, mun þó ætla sér að koma henni til nýs eiganda sem fyrst. Ef það gerist þarf sá aðili að gera mun betur en sá sem reisti USi verksmiðjuna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.