Fréttablaðið - 03.03.2018, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 03.03.2018, Qupperneq 32
Það besta og flottasta af stærstu snjallsímaráðstefnu heimsins Risarnir á snjallsímamarkaði komu saman í Barcelona í vikunni til að kynna nýjustu vörur sínar og hugmyndir um framtíðina á ráðstefnunni Mobile World Congress. Ódýrir símar, ný flaggskip og loforð um innleiðingu 5G farsíma- nets voru áberandi á ráðstefnunni. Nokia var áberandi á flestum sviðum og kynnti til leiks annan nostalgíusíma. Frá því 4G farsíma­ net var innleitt víðast hvar hefur snjallsímanotkun breyst. Hægt er að streyma háskerpu­ myndböndum og spila tölvuleiki án þess að vera á heimilisnetinu enda er hraði 4G farsíma­ nets umtalsverður. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig notkunin breytist enn frekar þegar 5G farsímanet verður loks innleitt. Líkt og á flestum tækni­ ráðstefnum undanfarinna missera var mikið rætt um 5G tæknina. Intel tilkynnti að fyrirtækið ynni með Spreadtrum að því að þróa 5G farsímanet og á þeirri vinnu að vera lokið í lok 2019. Þá er Intel jafnframt að vinna með Dell, HP, Lenovo og Microsoft að því að undirbúa næstu kynslóðir snjallsíma og fartölva undir 5G farsímanet. Huawei varð fyrsta fyrirtækið til þess að kynna 5G beini. Sagði fyrirtækið a beinirinn myndi virka bæði með 4G og 5G neti þegar það yrði loks innleitt og hélt því fram að prufur fyrirtækisins sýndu fram á að niðurhalshraði 5G netsins væri tví­ tugfaldur á við 4G netið. Þá tilkynnti ástralska fjarskipta­ fyrirtækið Telstra um að 5G far­ símanet þess færi í loftið á næsta ári. Kínverski framleiðandinn ZTE sagðist vonast til þess að geta boðið upp á 5G síma fyrir árslok 2018 og hið bandaríska Spring sagðist ætla að innleika 5G farsímanet í sex banda­ rískum borgum í apríl næstkomandi. Búið ykkur undir 5G farsímanet Google tilkynnti í maí síðastliðnum um að stýrikerfið Android Go væri væntanlegt. Go er einfaldað af­ brigði af Android, sérstaklega gert til þess að hámarka afköst ódýrari síma. Þessi tilkynning fór vel í framleiðendur og voru allnokkrir ódýrir Android Go símar tilkynntir í vikunni. Með því að bjóða upp á ódýra snjallsíma, sem keyra vel á Go­stýri­ kerfinu, vilja framleiðendur höfða til fátækari neytenda til þess að há­ marka útbreiðslu snjallsíma. Flestir þeirra síma sem kynntir voru munu því kosta um eða undir 10.000 krónum. Alcatel 1X er innlegg franska framleiðandans Alcatel í þetta kapphlaup. Frakkarnir kynntu reyndar allnokkra ódýrari síma á ráðstefnunni en 1X er sá ódýrasti og mun hann kosta um 100 evrur. ZTE Tempo Go er annar og Nokia 1 þriðji. Þeir munu kosta um 80 evrur hvor. Enginn þessara síma er útbúinn fingrafaraskanna, vinnsluminni þeirra er lítið og örgjörvarnir kraft­ litlir miðað við flaggskipin. Hins vegar mun stýri­ kerfið sjá til þess að símarnir verði ákjósanlegur valkostur fyrir þá efnaminni. Höfðað til fátækari ríkja heims með Go Á MWC á síðasta ári kynnti Nokia til leiks uppfærða og nútímalega útgáfu af gömlu meistaraverki, Nokia 3310. Nú ákvað fyrirtækið að leika sama leik og er von á uppfærðri útgáfu af banana­ símanum svokallaða, Nokia 8110. Síminn er einna þekkt­ astur úr Matrix­myndunum. Þótt ekki sé um hefðbund­ inn snjallsíma að ræða býr þessi gamaldags takkasími yfir mörgum þeirra nútíma­ þæginda sem nútíma­ maðurinn hefur vanist. 4G farsímanettenging er í símanum sem og forrit fyrir Facebook og Google Maps. Þá á raf­ hlaðan einnig að end­ ast mun lengur en rafhlöður snjallsíma nútímans. Öfugt við flesta síma nú­ tímans er takkaborð á 8110, skjárinn er lítill og síminn sjálfur úr plasti. Í þokkabót verður hann talsvert ódýrari en meðalsnjallsíminn. Aftur til fortíðar Nokkrir símar voru kynntir á MWC í ár sem eru sérstaklega hannaðir fyrir þröngan markhóp. Tveir þeirra koma frá breska fyrirtækinu Bullitt og eru þeir smíðaðir annars vegar fyrir vinnuvélaframleiðandann CAT og hins vegar bifreiðaframleiðandann Land Rover. CAT­síminn, CAT S61, er útbúinn tækni sem meðalmaðurinn þarf varla á að halda í sínu daglega lífi. Auk þess að vera einstaklega sterk­ lega byggður er hann meðal annars útbúinn FLIR­hitamyndavél, leysi­ geisla til mælinga og loftgæðamæli. Myndavélin skynjar hitastig þess sem henni er beint að, allt frá ­20 til 400 gráða. Hægt er að streyma upptökunni beint á Facebook. Þá er leysigeislinn notaður til þess að mæla vegalengdina frá símanum og að því sem geislanum er beint að. Loftgæðamælirinn mælir svo loftgæði á hálftíma fresti og varar eiganda símans við ef hættuleg efni finnast í skaðlegu magni í andrúms­ loftinu. Land Rover­síminn, Land Rover Explore, er sömuleiðis afar sterk­ byggður. Samkvæmt TechCrunch virðist hann sérsniðinn að útivistar­ fólki. Rafhlöðuendingin þykir stór­ kostleg og þá er hann útbúinn tækni sem gerir símanum kleift að tengjast farsímaneti þar sem aðrir símar gætu það síður. Öfugt við Bullitt­símana tvo er nýi síminn sem Sikur kynnti, Sikur­ Phone, ekki sniðinn að iðnaðar­ mönnum eða útivistarfólki. Sikur vildi þess í stað einbeita sér að gagnaöryggi og rafmyntum. Er síminn því með innbyggðu raf­ myntaveski auk þess sem hann dulkóðar skilaboð og gögn. Halda Sikur­menn því fram að ekki verði hægt að hakka símann til að stela gögnum. Kínverska fyrirtækið Vivo kynnti síma að nafni Apex. Þó er ekki um væntan­ lega söluvöru að ræða, einungis hugmynd. Var sýnieintakið á MWC meðal annars útbúið tvöföldum fingrafarask­ anna og sjálfumyndavél sem smellur upp úr efsta hluta símans svo hægt sé að nota alla framhliðina undir skjáinn. Sérsniðnir, sérstakir og einkar vel útbúnir Dýrustu og best búnu snjallsímar hvers fyrirtækis eru í daglegu tali vestan hafs nefndir flaggskip. Tvö slík vöktu einna mesta athygli á MWC í vikunni, annars vegar Samsung Galaxy S9 og S9+ og hins vegar Nokia 8 Sirocco. S9, og þar af leiðandi S9+ líka, er afar vel búinn. Öflugur örgjörvi, þrjár myndavélar, háskerpuskjár sem þekur alla framhliðina og svo framvegis og svo framvegis. Hann fylgir helstu straumum í snjall­ símatækni í dag, hefur nýtt nærri allt pláss á framhliðinni undir skjáinn og losað sig við heyrnar­ tólatengið. Helsti munurinn á vélbúnaði símans er líklegast fólginn í myndavélunum. Trusted Reviews komst svo að orði að þær breyt­ ingar væru það eina sem greindi símann frá öðrum sambærilegum símum. Í staðinn fyrir að ljósopið sé alltaf eins stillt er hægt að velja stillingu. Þá er önnur myndavélin á bakhliðinni sérstaklega til þess gerð að hægt sé að auka aðdrátt svo um munar. Til að elta Apple, sem býður upp á svokallaða Animoji í iPhone X, býður Samsung notendum sínum upp á svokallaða AR Emojis. Skannar síminn þá andlit þitt og breytir í teiknimynd sem hermir eftir hreyfingum þínum svo þú getir brugðist við skilaboðum og stöðuuppfærslum vina og vanda­ manna á skemmtilegan hátt. Eftir að hafa rutt sér til rúms á farsímamarkaðinum á ný á síðasta ári ætlar fallni finnski risinn Nokia nú að setja stefnuna á toppinn. Því var vel við hæfi að fyrirtækið kynnti nýtt flaggskip, Nokia 8 Sirocco. Síminn er að mestu svipaður og flaggskip helstu keppinautanna og útbúinn sama innvolsi að mestu. Sérstaða 8 Sirocco er þó fólgin í tvennu. Annars vegar keyrir síminn á hinu nánast sótthreinsaða Android One stýrikerfi. Eru því einungis örfá forrit, fæst þeirra gagnslaus, innbyggð í símann, mun færri en þau mörgu gagnslausu forrit sem koma til að mynda með símum frá Samsung. Þá á síminn einnig að vera sérstaklega sterkbyggður. Kallast það á við fortíð finnska risans sem þekktur var hér áður fyrr fyrir nánast óbrjótandi síma á borð við Nokia 3310. Flaggskipin áberandi eins og venjulega AR Emoji er ein af nýjungum Galaxy S9. NoRdicphotoS/AFp Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is 5G farsímanet er á leiðinni og verður mun hraðara en 4G. NoRdicphotoS/AFp S61 síminn frá CAT er meðAl AnnArs með hiTAmyndA- vél og leysigeislA 3 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r32 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 D -9 A E 8 1 F 1 D -9 9 A C 1 F 1 D -9 8 7 0 1 F 1 D -9 7 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.