Fréttablaðið - 03.03.2018, Page 36

Fréttablaðið - 03.03.2018, Page 36
Sólveig Anna Jónsdóttir sem fer fyrir B-framboði til stjórnar Eflingar stéttar-félags býður upp á kaffi á heimili sínu í austurborg-inni. Þangað eru mætt Bar- bara Sawka, stuðningskona fram- boðsins, Guðmundur Baldursson og Daníel Örn Baldursson sem eru á listanum, til að segja frá lífi sínu og kjörum. Þau eiga það öll sam- eiginlegt að vilja breytingar í Eflingu stéttarfélagi. Mikill titringur er vegna fram- boðs svonefnds B-lista til stjórnar Eflingar og stjórnar félagsins. Sól- veig Anna Jónsdóttir leiðir listann en Ingvar Vigur Halldórsson leiðir A-listann. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem verður kosið um nýja stjórn. Meðlimir Eflingar eru hátt í þrjátíu þúsund og þeir sem taka þátt í framboðinu með Sól- veigu segja verkalýðsfélögin hafa samþykkt láglaunastefnu og vilja harðari baráttu fyrir betri kjörum. Fyrir nokkrum árum stefndi í það að kjarasamningum sem eiga að halda til áramóta yrði sagt upp. Það fór næstum svo. Meirihluti félags- manna vildi fella kjarasamninga vegna algjörs forsendubrests. En meirihluti formanna félaganna vildi bíða og undirbúa kjarabaráttu. Þið hafið væntanlega fylgst með þessu? Sólveig Anna: Það er mikil óánægja meðal félagsmanna vegna kjarasamninga. Átta af hverjum tíu sem starfa á leikskólum borgarinnar eru óánægð eða mjög óánægð með kjör sín. Yfirgnæfandi meirihluti og það segir margt. Daníel Örn: Þekkir þú einhverja sem vinnur á leikskóla og er ekki í annarri vinnu? Margar sem ég þekki eru að skúra kvöldin. Sólveig Anna: Þetta er rosalegur þrældómur. Guðmundur: Ég heyrði ágæta skýringu um daginn á því að við eigum met í geðlyfjanotkun. Það er af því að við erum oft í mörgum störfum og vinnum langan vinnu- dag. Mér finnst það sennileg skýr- ing. Á aldrei frí Segið mér frá ykkur. Barbara, hvað gerir þú? Barbara: Ég vinn á Landakoti. Ég er félagsliði þar og vinn við aðhlynningu. Hef gert það í átján ár. Ég vinn líka sem félagsliði í Kópa- vogi á sambýli fyrir heilabilaða. Það hefur komið fyrir að ég hafi unnið nærri því allan sólarhringinn. Tekið dagvakt á Landakoti og næturvakt í Kópavogi. En ég reyni að gæta mín. Ég er í 100% starfi á Landakoti og 30% starfi í Kópavogi. Þannig að ég vinn 130% starf. En með yfirvinnu má segja að ég sé í 200% starfi. Grunnlaun mín á Landakoti þar sem ég vinn 80% næturvaktir til að fá álag eru 405 þúsund krónur. Ég fæ svo útborgaðar 80 þúsund krónur á mánuði eftir skatt fyrir vinnu mína á sambýlinu í Kópavogi. Það svíður. Af hverju á ég að borga fullan skatt fyrir aukavinnuna? Það er ekki hægt að bjarga sér. Ég vinn allar helgar og á aldrei frí. Einhver gæti spurt mig: Hvers vegna gerir þú þetta? Svarið er að ég á ekkert val. Ég hef alltaf verið ein með mínar tvær hendur. Ég hefði aldrei komist af í einni vinnu. Ég hefði ekki getað greitt leigu. Ég hefði ekki getað séð fyrir börn- unum mínum tveimur. Og get það varla í dag. Nú er ég orðin amma og dóttir mín er núna föst í fátæktar- gildrunni. Hún er á leigumarkaði. Greiðir 200 þúsund krónur fyrir kytru og fær 240 þúsund krónur útborgaðar. Þegar hún var nýbökuð móðir var ekkert til. Bara ekkert! Og enga aðstoð að fá. Þegar hún reyndi að leita eftir aðstoð félagsyfirvalda þá var hún spurð: Áttu ekki foreldra sem geta hjálpað þér? Sólveig: Þannig virkar það á Íslandi. Barbara: Ég var brjáluð. Ég fór og spurði: Hvar eru skattpeningarnir mínir? Allt sem ég borga í skatt? Eins og ég vinn mikið. Ég vil fá þá til að aðstoða dóttur mína. Sólveig: Frænka mín missti hús- næði sitt og var í miklum vand- ræðum og þetta voru svörin sem hún fékk. Þú verður bara að leita til fjölskyldunnar. Annars er það bara Kvennaathvarfið. Þetta er ótrúlegt. Fjarlægi pabbinn Daníel: Ég er bílstjóri og vinn við það að bjarga geðheilsu landans. Ég ferðast á milli vinnustaða og hef eftirlit með kaffivélum. Ég vinn níu tíma á dag. Vinnustaðurinn er í Hafnarfirði en ég bý í póstnúm- eri 104. Ég þarf því að leggja af stað klukkan hálf átta á morgnana. Ég hef þannig ekki tækifæri til að koma börnunum mínum í leikskóla eða til dagmömmu. Ég er búinn að vinna klukkan fimm og er ekki kominn heim fyrr en um hálf sex leytið. Ég er ekki hoppandi hamingjusamur með launin og ég er að missa af börnunum mínum. Upp á síðkastið hef ég hugsað sífellt meira um þetta. Til hvers er þetta allt saman? Ef ég get ekki einu sinni verið með börn- unum? Ég kem heim, elda matinn og svo fara þau í háttinn. Þetta er bara örlítil stund sem ég á með þeim. Ég kann ekki að meta það að vera fjarlægi pabbinn. Það á enginn að þurfa að vinna svona. Konan mín er í tveimur vinnum, vinnur hjá Þjóðskrá og er líka með ráðgjöf hjá Stígamótum. Hún kemur líka krökkunum í leikskóla og til dag- mömmu og sækir þau svo. Þið getið rétt ímyndað ykkur álagið á henni. Ábyrgðin skilar sér ekki Guðmundur: Ég vinn sem rútubíl- stjóri og hef gert síðastliðin fimm ár. Ég er ansi langt fyrir neðan ykkur hin í launum. Föst laun mín í dag- vinnu eru 283.000 krónur. Af hverju eru menn í þessu? mætti spyrja. Í fyrsta lagi þá er þetta skemmti- legt starf. Mikið af fólki og maður er á ferðinni um landið. En þetta er gríðarlega mikil vinna og mikil ábyrgð. Við höfum stundum verið að bera okkur saman við flugstjóra, sem bera mikla ábyrgð. Með fjölda manns í flugvélinni. Við erum líka með mikinn fjölda manns, 60 manns, í bílunum. Við berum líka ábyrgð en það sést ekki á laununum. Og talandi um ábyrgð. Banka- menn bera líka ábyrgð. En svo þegar allt fer til andskotans þá bera þeir enga ábyrgð. Við berum hins vegar ábyrgð alla leið og þó með þessi smánarlaun. Ef ég lendi í slysi þá er hægt að saka mig um manndráp af gáleysi. Þá er sótt á mig. Þetta er smánarlegt. Fyrir síðustu kjarasamninga var ég í samninganefnd. Við vildum fá sér kjarasamninga fyrir rútubíl- stjóra og Sigurður Bessason vildi taka sér góðan tíma í að skoða það. Og kallaði svo á okkur og sagði að það væri ekki hægt. Það væri ekki innan lagaramma Eflingar. Svo sagði hann: En þið eruð með ágætis meðallaun. Meðallaun? svaraði ég þá. Áttu ekki að spyrja um dagvinnulaun? Atvinnurekendur vilja bara ræða þessar tölur. Enda eru þær hærri með yfirvinnu. Það gengur ekki. Ung hjón geta hvorugt unnið bara dagvinnu. Þau lifa ekki af því. Geta ekki rekið heimili. En ef við förum fjörutíu til fimmtíu ár aftur í tímann þá var ein fyrirvinna. Af hverju er þetta svona breytt? Konur í tveimur vinnum Sólveig: Ég vinn á leikskóla og er ekki leikskólakennari. Launin hafa verið rosalega lág. Ég reyndar tók að mér að vera deildarstjóri. Ástæðan fyrir því er einmitt þessi flótti leik- skólakennara úr kerfinu. Þeir flýja vegna lágra launa og álags. Leikskól- arnir eru minna og meira reknir á vinnu þessa  ófaglærða fólks. Er reyndar langoftast ekki ómenntað en bara ekki með nákvæmlega þessa menntun. Ég fékk að sjá launaseðil konu í þessari stöðu um daginn og hún var með 309 þúsund krónur í laun fyrir skatt. Hún fékk inn á reikninginn sinn um 250 þúsund krónur. Þetta eru fyrst og fremst konur. Og þær eru oft í tveimur vinnum. Ein sam- Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börn- unum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum og veltir fyrir sér græðgi í ferðamannaiðnaði og Sólveig er ófaglærður starfsmaður á leikskóla og getur ekki lifað af laununum. Guðmundur, Sólveig, Daníel og Barbara fyrir utan heimili Sólveigar. FréttaBlaðið/Ernir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Ég er að missa af börn unum mínum. upp á síð kastið hef Ég hugsað sífellt meira um þetta. til hvers er þetta allt saman? ef Ég get ekki einu sinni verið með börnunum? Daníel 3 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r36 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 D -F 8 B 8 1 F 1 D -F 7 7 C 1 F 1 D -F 6 4 0 1 F 1 D -F 5 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.