Fréttablaðið - 03.03.2018, Side 102

Fréttablaðið - 03.03.2018, Side 102
Listaverkið Mynd vikunnar er að þessu sinni eftir hann Baldur Gísla Sigurjónsson. „Jæja þá, tvær sudoku gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. Konráð horfði á gáturnar. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði hún montin. Konráð á ferð og flugi og félagar 291 Heldur þú að þú getir leyst þessar sudoku gátur hraðar en Kata? ? ? ? Hin þrettán ára Gríma Valsdóttir sló rækilega í gegn í kvikmyndinni Svaninum og var nýlega tilnefnd til Edduverðlauna sem leikkona í aðal- hlutverki fyrir frammistöðu sína. Gríma, hvernig leið þér í tökunum á Svaninum? Mér leið vel. Það tók um það bil einn mánuð að taka myndina upp. Það var svolítið erfitt en samt mjög skemmtilegt. Hvað fékkstu að borða? Við tókum upp nokkrar matarsenur og við fengum alvöru mat að borða. Ég þurfti til dæmis að borða kartöflu tuttugu sinnum í röð í einu atriðinu. Voru vinnudagarnir langir? Stund- um. Suma dagana þurfti ég að vinna fram á kvöld en aðra daga bara til kannski fimm. Hafðir þú leikið áður? Áður en ég lék í Svaninum lék ég í nokkrum leikritum í Þjóðleikhúsinu og Borg- arleikhúsinu, til dæmis í Línu Lang- sokk og Óvitum. Ég hafði líka leikið í Sjónvarpinu, til dæmis í Jólaþætti í Stundinni okkar og í Prins Póló aug- lýsingu. Eru einhver leikverkefni fram undan? Ég lék síðast í Bláa hnett- inum í Borgarleikhúsinu sem hætti nýlega í sýningu og um leið og það kemur nýtt tækifæri í leikhúsunum langar mig að fara í prufu. Hvernig er að verða orðin fræg? Mér líður ekki eins og ég sé fræg. Mig langar ekki til að vera fræg, ég held að það sé ekki gott. Hvaða námsgrein í skólanum finnst þér skemmtilegust? Ég er mikill dundari og þess vegna finnst mér gaman í smíði og svo er smíða- kennarinn minn líka frábær. Hvaða tónlistarmaður/kona er í uppáhaldi? Rihanna og Beyoncé. Ég fór á tónleika með Beyoncé í London og það var mjög gaman. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar að fara í leiklistarnám og verða leikkona. Borðaði 20 kartöflur í einu „Mig langar ekki til að vera fræg, ég held að það sé ekki gott,“ segir hún Gríma. FréttaBlaðið/Eyþór ÁrnaSon Áður en ég lék í Svaninum lék ég í nokkrum leikritum í ÞjóðleikhúSinu og Borgar- leikhúSinu, til dæmiS í línu langSokk og óvitum. 3 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r50 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð krakkar 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 1 D -C 7 5 8 1 F 1 D -C 6 1 C 1 F 1 D -C 4 E 0 1 F 1 D -C 3 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.