Fréttablaðið - 03.03.2018, Síða 102
Listaverkið Mynd vikunnar er að þessu sinni eftir hann Baldur Gísla Sigurjónsson.
„Jæja þá, tvær sudoku
gátur,“ sagði Kata
glottandi. „Nú er ég orðin
svo góð í að leysa sudoku
gátur að við skulum koma
í kapp um hver verður
fyrstur til að leysa þær,“
bætti hún við. Konráð
horfði á gáturnar. „Allt í
lagi,“ sagði hann. „Til er
ég.“ Lísaloppa var líka
góð í að leysa sudoku
gátur svo hún var alveg
til í keppni. „Við glímum
öll við þær báðar og þá
kemur í ljós hversu klár þú
ert orðin,“ sagði hún. „Allt
í lagi,“ sagði Kata. „En ég
vara ykkur við, ég er orðin
mjög klár,“ sagði hún
montin.
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
291
Heldur þú að þú getir leyst þessar sudoku gátur hraðar en Kata?
?
?
?
Hin þrettán ára Gríma Valsdóttir
sló rækilega í gegn í kvikmyndinni
Svaninum og var nýlega tilnefnd til
Edduverðlauna sem leikkona í aðal-
hlutverki fyrir frammistöðu sína.
Gríma, hvernig leið þér í tökunum
á Svaninum? Mér leið vel. Það tók
um það bil einn mánuð að taka
myndina upp. Það var svolítið erfitt
en samt mjög skemmtilegt.
Hvað fékkstu að borða? Við tókum
upp nokkrar matarsenur og við
fengum alvöru mat að borða. Ég
þurfti til dæmis að borða kartöflu
tuttugu sinnum í röð í einu atriðinu.
Voru vinnudagarnir langir? Stund-
um. Suma dagana þurfti ég að vinna
fram á kvöld en aðra daga bara til
kannski fimm.
Hafðir þú leikið áður? Áður en ég
lék í Svaninum lék ég í nokkrum
leikritum í Þjóðleikhúsinu og Borg-
arleikhúsinu, til dæmis í Línu Lang-
sokk og Óvitum. Ég hafði líka leikið
í Sjónvarpinu, til dæmis í Jólaþætti í
Stundinni okkar og í Prins Póló aug-
lýsingu.
Eru einhver leikverkefni fram
undan? Ég lék síðast í Bláa hnett-
inum í Borgarleikhúsinu sem hætti
nýlega í sýningu og um leið og það
kemur nýtt tækifæri í leikhúsunum
langar mig að fara í prufu.
Hvernig er að verða orðin fræg?
Mér líður ekki eins og ég sé fræg.
Mig langar ekki til að vera fræg, ég
held að það sé ekki gott.
Hvaða námsgrein í skólanum
finnst þér skemmtilegust? Ég er
mikill dundari og þess vegna finnst
mér gaman í smíði og svo er smíða-
kennarinn minn líka frábær.
Hvaða tónlistarmaður/kona er í
uppáhaldi? Rihanna og Beyoncé.
Ég fór á tónleika með Beyoncé í
London og það var mjög gaman.
Hvað langar þig að verða þegar þú
verður stór? Mig langar að fara í
leiklistarnám og verða leikkona.
Borðaði
20 kartöflur
í einu
„Mig langar ekki til að vera fræg, ég held að það sé ekki gott,“
segir hún Gríma. FréttaBlaðið/Eyþór ÁrnaSon
Áður en ég lék í
Svaninum lék ég í
nokkrum leikritum í
ÞjóðleikhúSinu og Borgar-
leikhúSinu, til dæmiS í línu
langSokk og óvitum.
3 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r50 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
krakkar
0
3
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
6
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
1
D
-C
7
5
8
1
F
1
D
-C
6
1
C
1
F
1
D
-C
4
E
0
1
F
1
D
-C
3
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
2
8
s
_
2
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K