Fókus - 15.08.1978, Blaðsíða 13
var gott að vinna fyrir Lands-
virkjun og stóð aldrei á þvi
að þeir greiddu. Þá, árið
1966, byijaði ég i kvikmynd-
unum sem aðalstarf. Það
sama ár hóf Sjónvarpið
göngu sina og þá fót ég úti
auglýsingamyndir. Það gekk
ágætlega að hafa atvinnu af
þeim.
KVIK
— Hvað tók þig Iangan tima
að fullgera myndir þinar svona
yfirleitt?
Já, það tók t.d. um fjóra mán-
uði i allt að fullgera Búrfells-
myndina eftir að tökunum
lauk, og þar af vorum við um
þijá mánuði hér heima en
fórum svo til London, ég og
félagi mmn Magnús Blöndal
Jóhannsson, og vorum þar i
fimm vikur.
— Hefurðu engan félaga haft
gegnum árin i kvikmynda-
bransanum?
—Jú, við byijuðum saman
'57 ég og Valgarð Runólfsson
skólastjóri i Hveragerði
og gerðum saman , .Tunglið,
tunglið taktu mig” og ,,Gili-
trutt”. Það átti að vera
upphafið að stórframleiðslu
á barnamyndum en það varð
aldrei neitt úr þvi.
Nú svo var ég einn þar til
ég og fleiri stofnuðum KVIK.
— Hvert var upphafið að þvi
samstarfi?
— Það skeði þannig að ég var
fréttamyndatökumaður fyrir
ABC News i New York, og
Emst Kettler og félagi hans
Páll Steingrimsson störfuðu
fyrir fyrirtæki i London.
Og við vorum allir ræstir
rttsQ
út nóttina sem byrjaði að
gjósa i Heimaey, ég fór með
flugvél sem ég náði i klukkan
sex um morguninn en hinir
komu með skipi nokkra
seinna frá Þorlákshöfn.
Svo þegar við fórum að bera
saman efnið okkar, þá sáum
við að þetta var gott efni i
sameiginlega mynd og út þvi
bjuggum við til nokkuð
skemmtilega mynd sem hlaut
nafnið „Eldeyjan", og var
um 27 minútur að lengd.
I framhaldi af þessari mynd
bjuggum við til aðra um afleið-
ingar gossins fyrir Sjónvarpið.
Og uppúr þessu varð KVIK
svo til. Við leigðum okkur
húsnæði, byrjuðum auglýs-
ingamyndagerð og keyptum
einu hljóðblöndunartækin
sem til eru á landinu fyrir utan
Sjónvarpið.
MEJRA UM
9,5 mm.
— Svo að við vikjum örlitið
aftur að 9,5 millimetra græj-
unum. Hverskonar apparöt
voru þær eiginlega?
— Þau voru frönsk, það voru
nokkuð skemmtilegar vélar,
litlar og upptrekktar og nettar.
— En hvað með sýningu á
filmunum. Hvar var lampinn
t.d. hafður fyrst tannhjólin
voru i miðjunni?
— Það var alveg eins. Nema að
klóran var horfin þegar lok-
arinn opnaði.
— Framkallaðir þú þinar
myndir sjálfur?
—Til að byrja með gerði ég
það og þá aðeins i svart/hvitu.
Og nokkuð framkallaði ég i
auglýsingunuin. Það var t.d.
tekin ein auglýsing, fram-
kölluð sama kvöldið, synkuð
upp og gengið frá henni
daginn eftir. Það var mjög
gott.
HF.LV... VÆL
— Ferðu oft á bió?
— Ég fer alltaf á bió þegar ég
er erlendis en aldrei hér
heima.
— Og hvernig myndir ferðu
helst á?
— Ég sé bara þær sem eru
mest umtalaðar hverju sinni.
Ég reyni t.d. alltaf að ná i
nýjustu myndirnar þegar
ég eriLondon.
— En hversvegna ferðu ekki
á bió hér?
— Ég hef alltaf svo mikið að
gera. Ég má bara ekki vera
að þvi. Svo koma flestar
myndir það gamlar hingað
að maður er kannski búinn
að lesa um þær og þá verður
maður oft fyrir vonbrigðum,
eins og þið þekkið kannski.
—Hvernig finnst þér kvik-
myndaúrvalið hér á landi?
— Það er að mörgu leyti
gott. Það koma hingað
góðar myndir, að visu seint
um siðir, en þær koma.
— En hvað með Sjónvarpið.
Hvernig finnst þér það standa
sig i kvikmyndagerð og vali
á kvikmyndum?
— Eigum við nokkuð að tala
um það strákar.
— Sástu „Morðsögu”?
— nei, ég var erlendis þegar
hún var sýnd hérna. Ég sá
að visu vinnukóþiurnar,
þannið að ég sá hvernig
hún myndi taka sig út. Þetta
°8aðrir
var nokkuð skemmtileg
tilraun en ósköp venjulegt
efni.
— Þekkir þú Reyni Oddson
persónulega?,
—Já, já, við erum góðir vinir.
— Hvernig stendur kvik-
myndagerð á íslandi?
—Hörmulega.
— Finnst þér að rikið ætti
að styrkja hana?
— Nei, rikið á ekki að koma
nálægt þessu. Þetta er helv...
væl i sumum kvikmynda-
gerðarmönnum, þeir geta
alveg eins bjargað sér eins
og aðrir menn, þvi markað-
urinn er geysistór. Þetta
væl um að rikið eigi að koma
inni það hefur mér aldrei
likað.
LOKAORÐ
— En hver fjármagnaði þinar
myndir?
— Það hafa verið ýmsir aðilar
náttúrulega. Ég tók mynd
fyrir sænska veiðitækjafyrir-
tækið ABU um laxveiðar.
Hún er til á sjö tungumálum
og hefur verið dreift i meira en
100 eintökum um allan heim.
Landsvirkjun fjármagnaði
Búrfellsmyndina og Sjávar-
útvegsráðuneytið sina. Sú
hét „Fast þeir sóttu sjóinn”
en hefur litið verið sýnd.
Einu sinni i sjónvarpinu. Nú
svo er Krafla öll til á filmu
og svo bæjarmyndirnar allar
og ekki má gleyma blessuðum
auglýsingunum sem við i
KVIK höfum lifað á gegnum
árin.
13