Myndmál - 01.10.1983, Síða 7
Psycho er tvímæla-
laust ógnvænlegasta,
ófyrirleitnasta og best
heppnaöa hrollvekja
allra tíma. Það eru til
Hitchcock talar tæpitungu-
laust um markmið sín. „Það er
geysilega spennandi að nota
myndavélina til að spila með
áhorfendur“ sagði hann við
Truffaut í bók þess síðarnefnda
um þennan uppáhalds ameríska
leikstjóra sinn. „Leikurinn við
áhorfendur var heillandi. Ég
stjórnaði þeim. Það mætti segja
að ég hafi spilað á þá eins og
orgel“. Og síðar. „Það var ekki
ætlunin að gera mikilvæga kvik-
mynd. Ég taldi að hægt væri að
gera margt skemmtilegt við þetta
viðfangsefni og þessar aðstæð-
ur . . . Psycho kostaði okkur að-
eins 800.000 dollara í framleiðslu.
Hún hefur halað inn u.þ.b. 15
milljónir dollara“.
„Mín mesta ánægja“ segir
hann „var að myndin hafði áhrif
á áhorfendur;. . . hún fékk þá til
að öskra. Mér finnst það vera ein-
staklega uppörvandi fyrir okkur
að vera fær um að nota kvik-
myndalistina til að skapa allsherj-
ar geðshræringu. Og með Psycho
tókst okkur sannarlega að ná
henni fram. Það var enginn boð-
skapur sem truflaði kvikmynda-
húsgesti, ekki heldur stórkostleg-
ur leikur eða áhugi þeirra á sög-
unni. Fólkið var hugfangið af
hreinni kvikmynd. Þess vegna er
ég hreykinn af þeirri staðreynd að
Psycho, umfram aðrar myndir
mínar, er kvikmynd sem tilheyrir
kvikmyndagerðarmönnum".
Og síðan snýr Hitchcock sér að
Truffaut, ungum manni, þekkt-
um fyrir hámenningarlega kvik-
myndagerð en ef til vill lítt aðlað-
andi og segir: „Það myndi ég vilja
fá þig til að gera — mynd sem rak-
aði inn milljónum dollara um all-
an heim. Þetta er sú tegund kvik-
myndagerðar þar sem frásagnar-
tæknin skiptir meira máli en inni-
haldið . . . Þú færð ekki endilega
bestu gagnrýnina en þú verður að
gera myndir þínar á sama hátt og
Shakespeare skrifaði leikrit sin —
fyrir áhorfendur.
Aha! Loksins hefur leyndar-
málið spurst út. Alfred Hitch-
cock, sem árum saman hefur neit-
að því að hann sé listamaður, lýst
myndir sem innihalda
fleiri dráp, meira blóð-
bað og skelfilegri pers-
ónur, en engin kvik-
mynd hefur nokkru
því yfir aftur og aftur að hann líti
fyrst og fremst á sig sem skemmti-
kraft, sem játar að hafa hlotið
mikla ánaegju út úr því að hafa
leikið sér að áhorfendum og
mjólkað útúr þeim milljónir doll-
ara, talar nú um áhrifamestu og
best heppnuðu mynd sína sem
„kvikmynd kvikmyndagerðar-
manna“ og jafnar sjálfum sér við
mesta listamann allra tíma. Og
kannski hefur hann rétt fyrir sér,
þegar öllu er á botninn hvolft.
Aldrei áður í sögu kvikmynd-
anna hefur kvikmyndagerðar-
maður leikið, á jafn bíræfinn
hátt, á áhorfendur sína „eins og
orgel". Á fyrstu fjörutíu og fimm
minútum myndarinnar, byggir
Hitchcok vandlega og með smá-
smugulegri nákvæmni upp sam-
úð og athygli áhorfenda með
Janet Leigh. Hún er ung, aðlað-
andi, ástfangin og á í erfiðleikum
sem peningar geta leyst. Hún
stenst ekki freistinguna þegar
möguleiki er á að stela 40.000
dollurum frá andstyggilegum og
óheiðarlegum gömlum manni.
Mun hún komast upp með það?
Eða lætur hún skynsemina ráða,
skilar peningunum og bjargar lífi
sínu? Við hniprum okkur saman
þegar hún gerir hvert glappaskot-
ið á fætur öðru. Við vorkennum
henni fyrir barnaskapinn þegar
hún dregur athygli lögreglunnar
að sér. Þegar hún stansar við
Bates mótelið og á nokkurs konar
innilegt samtal við Anthony
Perkins, léttir okkur þegar hún
sér villur síns vegar og ákveður að
skila peningunum og endurgreiða
sinni náð öðrum eins
heljartökum á áhorf-
endum og fengið þá til
að öskra af sama krafti
eins og þetta fag-
það sem hún hafði eytt, með
fátæklegum launum sínum. Hún
hefur bætt fyrir gjörðir sínar og
þegar hún gengur inní herbergið
og fer í sturtu finnst okkur eins og
glæp hennar sé skolað burt.
Og þá, eftir umhyggju okkar
og athygli með henni í þrjá stund-
arfjórðunga, horfum við í for-
undran þegar henni er grimmilega
slátrað, stungin til bana í sturt-
unni af brjálaðri konu sem slær til
hennar aftur og aftur. Blóð henn-
ar litar vatnið og skolast í gegnum
niðurfallið og þegar við sjáum
svo nærmynd af brostnu auga
hennar, er heimur hennar, svo
vandlega uppbyggður fyrir okk-
ur, hruninn til grunna. Þunga-
miðjan er horfin. Allar hefð-
bundnar aðferðir frásagnartækn-
innar hafa verið þverbrotnar.
Söguhetjan er dauð en myndin er
aðeins hálfnuð. Við erum enn
harmi slegin vegna dauða hennar
og jafnvel enn skelfingu lostnari
yfir brottnámi söguþráðarins.
Við vitum að við erum stödd i
martraðarheimi þar sem allt er
mögulegt. Það sem Hitchcock
hefur gert er ótrúlegt. Hann hefur
okkur algerlega í sínum höndum.
(Hitchcock prófaði áður þá að-
ferð að bana söguhetju. í Vertigo
sjáum við Kim Novak myrta
tvisvar! En vegna þess að megin-
athygli okkar hvílir á Jimmy
Stewart eru áhrifin ekki eins sterk
og i Psycho þar sem öll okkar
athygli beinist að Janet Leigh).
Að Janet Leigh horfinni leitum
við.halds og trausts hjá Anthony
Perkins, þessum vingjarnlega,
mannlega unna meist-
arastykki um morð og
geðveiki.
hógværa og heillandi unga
manni, sem á samúð okkar, eftir
því sem Truffaut segir, vegna þess
hvernig hann hreinsar baðher-
bergið og verndar móður sína. Já,
eins ótrúlegt og það virðist, ber-
um við hlýjar taugar til hans þeg-
ar hann hreinsar sturtuklefann.
Þetta er að sjálfsögðu enn eitt
bellibragðið hjá Hitchcock, því
við höfum enga ástæðu til að ætla
að móðir Perkins sé ekki til. Við
erum handviss um að hafa séð
hana myrða leynilögreglumann-
inn, sem leitar Janet Leigh, og
Hitchcock játar fúslega að loft-
myndin sem hann notar þegar
hún æðir útúr svefnherberginu
með brugðinn hníf og sömu mynd
þegar Perkins ber móður sína nið-
ur í kjallarann, er svo snilldarlega
hönnuð að við sjáum aldrei
ástæðu til að spyrja hversvegna
okkur hafi aldrei verið leyft að sjá
framan í andlit móðurinnar. Það
hvarflar aldrei að okkur að hún er
aðeins múmía sem móðurmorð-
inginn, vinalegi sonur hennar
notar sem dulargervi gagnvart
fórnarlömbum sínum. Og þegar
við uppgötvum að hann er morð-
inginn er okkur enn einu sinni
gefið utan undir. Þetta eru allt
brögð og brellur og við höfum
verið teymd á asnaeyrunum. Já
og aftur já, það er víst óhætt að
segja að Hitchcock leiki á okkur
„eins og orgel“.
Psycho er ein furðulegasta
uppbyggða mynd sem gerð hefur
verið. Hún gengur gegn öll vænt-
ingum áhorfandans en breytir
okkur í skjálfandi, óttaslegin og
æpandi múg. Þetta er handbragð
meistara myndmiðilsins, sem veit
nákvæmlega hvað hann er að
gera og hversvegna hann gerir
það. Að græða 15 milljónir doll-
ara, gera „smágrín" með mynda-
vélinni (hann varði sjö dögum í að
filma sturtuatriðið í sjötíu mis-
munandi myndskeiðum), stjórna
valdi hvíta tjaldsins og, líkt og
Shakespeare, veita áhorfandan-
um ánægju, um þetta snerist allt
hjá Hitchcock.
Byggt á bókinni „The Great
Movies“ eftir William Bayer.
MYNDMÁL7