Myndmál - 01.10.1983, Page 16

Myndmál - 01.10.1983, Page 16
Kim Anderson og Janos Hersko í Andra Dansen. staklega þeir ungu og óreyndu, geta ekki lært að nýta skynsamlega það fjármagn sem þeir hafa aðgang að, skrifa handrit sem falla að skynsamlegum fjárhagsáætlunum og sérstak- lega að hafa þau ekki of löng (80 mínútna mynd ætti að vera um helmingi ódýrari í framleiðslu en 120 minútna mynd, en ekki endilega lakari að gæðum) þá munu þeir sennilega aldrei koma til með að standa fyrir aftan myndavél“. ef maður ætli að taka mynd og ná sæmilegum árangri, þá þurfi maður hlutfall á borð við 1:12 eða 1:15. Ég er ekki endilega að segja að það þurfi að vera þannig en við gengum útfrá þessu. Svo kostar allt eitthvað hjá Svíum en hér hefur fólk verið reiðubúið að hjálpa kvik- myndagerðarmönnum mjög ódýrt eða jafn- vel gratis eftir því sem mér skilst af kollegum mínum“. EMdhægt... Annar Dans var gerður fyrir 2,8 milljónir sænskra króna sem samsvarar um 10 milljón- um íslenskra. ,,Hún þótti alveg fáránlega ódýr, séffarnir á Institutinu töldu að þetta væri lygi, það væri bara ekki hægt að gera mynd fyrir þennan pening" segir Lárus. En hvernig stendur á því að Svíum finnst það smápeningur að gera Annan Dans fyrir 10 milljónir meðan okkur íslendingum finnst feikna mikið að gera Atómstöðina fyrir litlu meiri upphæð, mynd sem er margfalt stærri í sniðum? Lárust útskýrir málið. „T.d. eru það launin. Þau eru almennt hærri í Svíþjóð. Tækjaleigaer vísast dýrari þar líka. Svo er því þannig farið hér á landi að þessi gamla kvik- myndahefð sem Sviar eiga, er ekki fyrir hendi hjá okkur. í Svíþjóð þykir einfaldlega þurfa ákveðinn lágmarksmannskap til að gera mynd og það er í rauninni alveg rétt, maður þarf ákveðinn mannafla til að vera við svona upptöku ef vel á að vera. Við vorum með ca. 16—17 manna starfslið sem þætti allmikið hér, það eru kannski myndir eins og Útlaginn og nú Atómstöðin sem notað hafa slíkan fjölda. Þetta hefur náttúrlega mikið að segja. Plús það að hér hafa menn verið að rembast við að skjóta filmuna i miklu lægra hlutfalli, allt niður í 1:3, en í Svíþjóð er litið svo á að Svíahahió Hvað segir Lárus um tilhneigingu sumra landa sinna að líta á Svíþjóð og allt sem það stendur fyrir, sem óalandi og óferjandi? „Þetta er afar sérstætt fyrirbrigði. Þetta fólk hefur verið afar iðið við að birta viðhorf sín á prenti en ég tel nú að þetta sé ekki alveg jafn útbreitt og það fær hlutfallslega mikla prentsvertu i blöðunum. Ef maður myndi sleppa þvi að greina af hvaða rótum þetta er sprottið, þá er þetta bara eins og hvert annað kynþáttahatur. Það er alveg sama hvað Svíar segja eða gera eða hvað frá þeim kemur, það er ekki bara allt Ieiðinlegt heldur beinlínis mannskemmandi samkvæmt þessum mönn- um. Að vissu leyti stendur Sviþjóð fyrir hálf sósíalísku samfélagi, allavega hér á íslandi, sem er mikill þyrnir í augum hægra fólks. Það var svo einfalt að afgreiða Rússann og þá þurfti að sverta þetta samfélag, sem var svona sósíalísk lykt af, líka. Þessar vandamála- myndir sem komu í kippum í kringum 1970, eru Svíar að mestu hættir að framleiða fyrir löngu, eins og aðrir. Þetta var hreyfing sem gekk yfir Evrópu og kom svolítið seinna í Bandarikjunum með myndum eins og Kramer gegn Kramer. Svíarnir, og fleiri sem gerðu þessar myndir, hugsuðu fyrst og fremst um að ræða einhverja „intressant próblema- tík“ eins og það var kallað en Kaninn passaði sig hinsvegar á því að gera þessar myndir skemmtilegar. Ég segi fyrir mig að ég er búin að vera lengi i Svíþjóð en ég hef ekki minnsta áhuga á að búa þar. Ég kann miklu betur við íslensk viðhorf og þar með þessa angurgapa, Svíþjóðarhatarana, sem hluta af þvi andrúmslofti sem er hér, sem er miklu líflegra og meira skemmtilega geggjað heldur en í Svíþjóð. Svo höfum við náttúrulega fengið okkar skammt af bandarískum myndum vel útilátinn og hann jafnvel aukinn. Ég veit allavega um fólk sem staðhæfir að hér áður fyrr hafi verið miklu meira um franskar, ítalskar, þýskar og annarra þjóða myndir en er nú. Við íslendingar höfum kannski orðið fyrir hvað mestum áhrifum því við höfum ekki haft innlenda kvikmyndagerð til að vega uppá móti. Bandarískar myndir eru alveg jafn algengar í Svíþjóð og hér en þeir hafa þó alltaf átt mótvægi, sína eigin kvikmyndagerð sem ekki hefur beinlínis reynt að feta bandar- ískar slóðir. Síðan lendir sænsk kvikmynda- framleiðsla, ásamt þeirri dönsku og fleiri þjóða, i vissum ógöngum og þarf að vinna sig útúr þeim með því að taka upp ýmis sjónar- mið sem Bandaríkjamenn hafa alltaf haft í huga, eins og t.d. að myndirnar seljist. Þetta hefur verið hugsað of lítið um og um leið gefinn skítur í hvort áhorfandanum leiðist eða ekki. En það sem ekki síður hefur tekið vindinn úr sænskri kvikmyndagerð og fleiri landa, er þessi teoría sem komið hefur upp í kringum menn eins og Bergmann o.fl. Þ.e.a.s. enginn þykir maður með mönnum nema hann bæði skrifi handritið og leikstýri. Út úr því hefur æði oft komið bragðdauf súpa því það er afskaplega fátítt að menn geri hvort tveggja sómasamlega. í Bandaríkjunum og hjá öllum stórum kvikmyndaþjóðum hefur þetta aldrei farið svona illa. Þar eru hjarðir af góðum handritaskrifurum sem gera ekkert annað, þetta er bara þeirra atvinna. Þessir stóru kvik- 16 MYNDMÁL

x

Myndmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.