Myndmál - 01.10.1983, Side 18
Bill Forsyth& David Puttnam:
myndahátíðinni í London það
sama ár. Með stuðningi framleið-
endanna Clive Parsons og Davina
Belling gerði hann næstu mynd
sina Gregory’s Girl. Hann hafði
þá lengi reynt að fjármagna þetta
verkefni en gengið illa. Gregory’s
Girl varð ein af mest sóttu mynd-
um í Bretlandi árið 1981 og hlaut
geysigóða dóma. Kvikmynda-
spekúlantar hófu að kinka kolli
þegar Forsyth bar á góma og sam-
vinnan við Puttnam sýndist
næstum óhjákvæmileg.
Eins og áður var minnst á eru
Skotar kampakátir yfir frammi-
stöðu Forsyth og fjölmiðlarnir
sýna honum feikna áhuga. Hann
lætur sér þó fátt um finnast og
snýr þessu uppí grin. „Mamma
vill ennþá fá að vita hvenær ég
ætli að fá mér alvöru starf . . .“
Honum er einnig létt að vera bú-
inn að koma þessu verkefni af sér.
Local Hero var hafin upp til skýj-
anna af gagnrýnendum og aðsókn
að myndinni er mikil. Forsyth,
sem er staðráðinn í því að búa og
vinna í Skotlandi, getur nú dregið
sig úr sviðsljósinu í bili og farið að
huga að öðrum verkefnum.
T\OBRESK
BfflAMERKI
Puttnam (Chariots of kvikmyndum. Þaó er
Fire). Þeir tilheyra nýrri því ekki úr vegi aö fara
kynslóó kvikmynda- nokkrum orðum um
gerðarmanna sem þessa pilta sem tekið
endurvakið hafa trúna hafa að sér að lofta út
á aö Bretar megi aftur og hleypa inn ferskum
öðlast gullaldarsess í straumum.
Breskir fjölmiðlar
hafa viljað meina að
Bill Forsyth hafi kallað
nýjustu myndina sína,
Local Hero, í höfuðið
á sjálfum sér og fram-
leiðandanum David
PORSYTH:
Forsyth er rúmlega þrítugur
Skoti og er Local Hero hans
þriðja leikna mynd. Skotar eru að
vonum stoltir af sínum manni,
allt frá fyrri hluta ársins 1982
frammá vor þessa árs lögðu
skoskir fjölmiðlar óvenju mikla
áherslu á umfjöllun um kvik-
myndagerð og þá sérstaklega
kvikmyndina Local Hero. Eðli-
legt væri að álykta að orsakir
þessa áhuga ættu rætur að rekja
til þess að David Puttnam, sem
framleitt hafði Chariots of Fire
árið 1981 og hlotið Óskar fyrir,
var einnig framleiðandi þessarar
myndar eða að sjálfur Burt
Lancaster léki aðalhlutverkið en
svo var þó ekki. Þetta voru bón-
18 MYNDMÁL
usar en maðurinn sem allt snerist
um var leikstjórinn Bill Forsyth,
fyrsti meiriháttar kvikmynda-
gerðarmaður Skota sem notar
eigið heimaland sem starfssvið.
Forsyth tók kvikmyndabrans-
ann fram yfir skólagöngu og sótti
um starf hjá litlu fyrirtæki í
Glasgow sem framleiddi iðnaðar
og kynningarmyndir. Hann segir
að það sem ráðið hafi úrslitum
varðandi ráðningu hans var þegar
honum tókst að lyfta heljarmiklu
hlassi af kvikmyndagræjum sam-
kvæmt beiðni atvinnurekandans.
Nokkrum árum síðar stofnaði
hann eigið kvikmyndafyrirtæki
ásamt nokkrum öðrum, sem
gerði auglýsingar og kynningar-
myndir fyrir ýmsa aðila. Á seinni
hluta áttunda áratugarins vildi
Forsyth kynnast vinnu við leiknar
kvikmyndir. Hann ræddi við
krakka úr Unglingaleikhúsi
Glasgow og árangur samstarfsins
við þá var kvikmyndin That
Sinking Feeling sem frumsýnd
var á kvikmyndahátíðinni í Edin-
borg árið 1979 og síðar á Kvik-
Hann er bjartsýnn á upprisu
skoskrar kvikmyndagerðar.
„Fyrir fimm árum sögðum við að
það eina sem vantaði til að gera
kvikmyndir væru áhorfendur en
ég tel að þeir séu fyrir hendi i dag.
Þegar Gregory’s Girl var frum-
sýnd í Glasgow gekk hún aðeins í
þrjár vikur, en eftir að búið var að
sýna hana í London við mjög
góða aðsókn, kom hún aftur til
Glasgow og gekk í sjötiu og fimm
vikur. Local Hero gekk hinsvegar
vel frá byrjun og ég er þess fullviss
að Skota munu vilja sjá skoskar
myndir vegna þess að þeir hafa
yfirunnið hugsanir eins og „Ohh,
þetta verður örugglega afleitt“.
Þetta þýðir að ég get starfað í
Skotlandi, vitandi það að ég get
gert myndir sem fólk mun að öll-
um líkindum vilja sjá“.
En hvað með Hollywood, sem
freistað hefur margra hæfileika-
manna úr breskum kvikmynda-
iðnaði? Forsyth tekur óliklega í
það. „Á þessu stigi málsins krefst
Ameríka málamiðlana sem ég hef
ekki áhuga á. Ég hef hinsvegar
áhuga á þvi sem er að gerast hér“.
Dee Hepburn og Gordon John Sinclair í Gregory’s Girl.