Myndmál - 01.10.1983, Blaðsíða 21

Myndmál - 01.10.1983, Blaðsíða 21
Coppola býöuruppá BÍO í Bíóhöllinni: ONEFROM THEHEART Francis Ford Coppola hefur jafnan verið í fararbroddi þeirra manna sem bjóða kvikmynda- húsagestum uppá bíó sem stendur undir nafni. Nýjasta afkvæmi þessa hugumstóra myndasmiðs kallast One From the Heart, þar sem Coppola vottar dans og söngvamyndum þriðja og fjórða áratugarins virðingu sína á nost- algíska vegu. í aðalhlutverkum eru Teri Garr (Tootsie), Frederic Forrest {Apocalypse Now), Raul Julia og Nasstasia Kinski (Cat People). Sögusviðið fyrir þessa einföldu sögu um mannleg samskipti er Las Vegas með sínu iðandi mann- lífi undir neonljósum. í samræmi við stíl gömlu dans og söngva- myndanna lét Coppola byggja alla leikmyndina í Zoetrope stúdí- ói sínu í Hollywood. Eins og nærri má geta kom það all hressi- lega við pyngjuna enda var um að ræða einhverja þá risavöxnustu leikmynd sem smíðuð hefur verið fyrir kvikmynd. Svo notuð séu orð eins gagnrýnandans: ,,Þú finnur ekki þann ramma í mynd- inni þar sem peningunum er ekki örlátlega eytt“. Söngvarnir í myndinni (eftir Tom Waits — til- nefndir til óskarsverðlauna 1983) eru ekki fluttir af leikurunum fyr- ir framan myndavélarnar, líkt og vaninn er í hefðbundnum söngva- myndum, heldur notaðir til að skýra framvindu sögunnar og tengja saman atriði. One From the Heart er sögð stórkostleg upplifelsi fyrir augu og eyru, sömu orð voru einnig viðhöfð um aðra Coppola-mynd Apocalypse Now, þar sem ítalski myndatökumaðurinn Vittorio Storaro stjórnaði myndavélunum af snilld. Storaro er mættur til leiks á ný í þessari mynd og í sam- einingu bjóða þeir Coppola og hann, bíógestum uppá veislu sem ekki er hægt að afþakka. Bíóhöllin fyrirhugar að sýna One From the Heart innan tíðar. Regnboginn kymin EMIEILM5 Pie/cnt; A BROOK5FILM5 Poduttion JE55ICA LAHðE "ERANCE5" 5AM 5HEPARD KIM 5TANLEY Wiitten by ERIC BERöREN ð CHRI5TOPHER DeVORE ond NICHOLA5 KAZAN Co Rodutei MARIE YATE5 A//ociole Pioducer CHARLE5 MULVEHILL Mu/ic JOHN BARRY Pioduction Denjne, RICHARD 5YLBERT Diiecto, ol Photogiophy LA5ZLO KOVAC5, A.5.C. Pioduced by JONATHAN 5ANQER Diiected by QRAEME CLIFFORD Di/lnbuled by EMl FILM5 LimiLed E MI Nýtt Líf Það liggur auðvitað í augum uppi að Nýja bíó sýni Nýtt Líf en kvikmyndahúsið við Lækjartorg frumsýndi þessa íslensku „gleði- mynd“ þann 30. september s.l. í miðopnu blaðsins er fjallað ítar- lega um myndina og fleira serp hefur á daga leikstjórans Þráins Bertelssonar. En m.a.o.: Allir í Nýja bíó! meta Flashdance. Þó er haft eftir talsmanni Paramount kvik- myndafélagsins að of snemmt sé að tala um annað Laugardags- næturfár „þó að flest bendi til þess að um samskonar æði verð að ræða“ bætti hann við. Það er sagt að dansmyndir hafi þann eiginleika að hefja ímynd- unarafl ungra bíógesta til flugs. Eiginleika sem samanstendur af heilbrigði, fegurð, vonum, draumum og síðast en ekki síst: flótta frá raunveruleikanum. Auk Travoltamyndanna má nefna vinsældir kvikmyndarinn- ar Fame þessu til sönnunar. Hin 19 ára gamla Jennifer Beals sem kosin var úr hópi fjög- urra þúsunda stúlkna sem sóttust eftir hlutverkinu, hefur hingað til Lovesick Á eftir Firefox og Clint kallin- um Eastwood, er fyrirhugað að sýna gamanmyndina Lovesick með Dudley Moore og Elisabeth McGovern í aðalhlutverkum. Takmarkaðar upplýsingar eru til um myndina en óhætt er að mæla með Dudley Moore sem trygg- ingu fyrir góðri mynd . . . hlotið lof eitt fyrir leik sinn í myndinni. Fagurskapaður, dökk- ur og líflegur líkami hennar sýnir ekki einvörðungu fallegar hreyf- ingar, heldur bætir erótískum áhrifum við þetta ævintýri reyks, blikkandi ljósa og áhrifamikils dans. Háskólabíó stefnir að því að taka myndina til sýninga um mánaðamótin september/októ- ber. MYNDMÁL 21

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.