Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 11

Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 11
Búi ber dóttur sína heim að lokinni læknisaðgerð. Gunnar Eyjólfsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. sem við þurftum auðvitað að nota málningu og hugar- flugið að öllu leyti. Nú, mikið af myndinni gerist í myrkri, að kvöldi eða nóttu til og það auðveldar málið að sumu leyti, því þá getum við stjómað því með lýsingu hvað sést og hvað ekki. En þetta kostaði okkur samt óhemjufé, t.d. þurftum viðfyrir eina töku að fjarlægja sex Ijósa- staura, fyrir utan sjónvarpsloftnet, skipta um gardínur í húsum, setja ljós í glugga, raða bílum í götuna og láta aukaleikara ganga fram og aftur um götuna í réttu gervi. Svo má bæta því við að í tveimur tökum beittum við þeirri tækni að mála hluta myndarinnar á gler sem haft var fyrir framan tökuvélina. SP: Hvernig komu þœr lökur út? Þ: Það gekk ágætlega, en þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert hér álandi og ég held að árangurinn sé viðunandi, annars geta áhoríendur um það dæmt... (glottir) ég ætla ekki að upplýsa hvaða skot þetta em... SP: Víkjum að öðru. Hvað viltu segja um stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar í dag? Þ: Ég held að það sé hægt að lýsa henni þannig að hún sé enn á hálfgerðu eyðimerkurstigi. Við höfum hvorki stúdíó til að kvikmynda í né hljóðver til að vinna eftirvinnslu á sómasamlegan hátt. Við höfum ófullkomið hljóðstúdíó og við þurfum að taka myndirnar í vöm- skemmum þar sem við búum við umferðargný frá nærliggjandi götum og allan mögulegan hávaða. Við þurftum jafnvel að bíða með tökur þegar rigndi á þakið og þar fram eftir götunum. En þó er hægt að segja að tækjakostur sé orðinn allsæmilegur. Ef við tökum fjárhagshliðina þá hefur komið í ljós að eftir því sem myndunum fjölgar, hætta íslenskir áhorf- endur að líta á það sem skyldu sína að sjá íslenskar myndir og það er greinilegt að þeir eru farnir að velja. Við þurfum því að standa okkur ennþá betur. Hafi það verið kraftaverk að gera myndir í byrjun, þegar allir litu á það sem skyldu sína að sjá þær, þá er það orðið enn erfiðara nú því kröfur áhorfenda hafa aukist og þarafleið- andi þurfum við að leggja í meiri kostnað til að svara þeim óskum. markaðurinn hefur aftur á móti ekkert stækkað heldur frekar minnkað. Ég lít á það sem lífsspursmál fyriríslenska kvikmyndagerð að komast á það stig að geta keppt við erlenda framleiðslu. En það er gífurlegt verkefni, vegna þess að bæði eru erlendar myndir unnar við betri aðstöðu og með ólíkt meira fjármagni. Ég get nefnt sem dæmi að meðalmynd í Bandaríkjunum kostar um 12 milljónir dollara en við notumst aðeins við einn tuttugasta hluta þeirrar upp- hæðar til að gera mynd sem við ætlumst til að keppi við erlendar myndir á erlendum markaði. Það gefur augaleið að ekki er möguleiki á að framkvæma þetta án þess að umtalsverð aðstoð komi frá hinu opinbera. Ég er þeirrar skoðunar að auk þeirra styrkja sem eru í gangi og ég vona að haldi áfram, þá verði að koma til einhverskonar ríkisábyrgðarkerfi þar sem hægt er að taka ábyrgð á lánum sem við tökum í bönkum, þannig að við þurfum ekkií hvert skipti sem við gerum mynd, að veðsetja aleiguna og leggja alla okkar lífsafkomu í hættu. Þetta gera menn kannski einu sinni eða tvisvar, en hljóta að gefast upp á því. SP: En nú hefur Kvikmyndasjóður enga tekjustofna heldur fœr aðeins framlag frá Ríkissjóði sem ákveðið er í fjárlögum. Hefur þú einhverjar tillögur um tekjustofna til handa sjóðnum? Þ: Við höfum undanfarin ár verið að berjast fyrir því að fá þá skattlagningu sem ríkið hefur í sinn hlut af kvikmyndasýningum. Þar er um að ræða bæði söluskatt Sagan: Ung sveitastúlka, Ugla Falsdóttir, er ráðin í vist hjá þingmanninum Búa Árland og fjölskyldu hans. Hún er þó í Reykjavík fyrst og fremst þeirra erinda að læra á orgel. Búi Áriand er helsti milligöngumaður um að fá ríkisstjórnina og Alþingi til að samþykkja að erlent stórveldi fái að setja upp herstöð á Islandi. Ugla kynnist ýmsum hliðum á lífinu í höfuðborginni. Auk heimilis Búa, þar sem ráðamenn þjóðarinnar eru heimagangar, kemst hún í kynni við ýmsa kynlega kvisti hjá kennara sínum, organistanum. Mikil ólga ríkir í þjóðfélaginu og skiptar skoðanir um erlendu herstöðina. Mótmælafundir og óeirðir setja svip á bæjarlífið en Ugla lendir í ástarsambandi við ungan mann, jafnframt því sem samband hennar við Búa Árland verður sífellt nánara. Togstreita sú sem á sér stað í huga Uglu - að velja á milli tveggja ólíkra manna - er svipuð þeirri baráttu sem háð er innan þjóðféfagsins - að velja um tvær ólíkar leiðir, þ.e. að taka afstöðu í valdatafli risaveld- anna eða vera óháð þjóð. Persónur og leikendur: Ugla: TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR BúiÁrland: GUNNAR EYJÓLPSSON Gunnar: ARNAR JÓNSSON Organistinn: ÁRNITRYGGVASON Frú Árland: JÓNÍNA ÓLAFDÓTTIR Guðný: SIGRÚN EDDA BJÖRNSDÓTTIR Arngrímur: HELGIBJÖRNSSON Starfslið: Leikstjórn: PORSTEINN JÓNSSON Handrit: ÞORSTEINN JÓNSSON, ÖRNÓLFUR ÁRNASON OG ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON EFTIR SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU HALLDÓRS LAXNESS Framkvœmdastjórn: ÖRNÓLFUR ÁRNASON Skipulagsstjórn: PAUL RICHARDSON Upptökustjórn: ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON Kvikmyndataka: KARL ÓSKARSSON Hljóðstjórn: LOUIS KRAMER Leikmynd: SIGURJÓN JÓHANNSSON Búningar: UNA COLLINS Tónlist: KARL SIGHVATSSON Förðun: RAGNA FOSSBERG Hárgreiðsla: GUDRÚN ÞORVARÐARDÓTTIR Skrifta: ELLA STEFÁNSDÓTTIR Aðstoð við kvikmyndatöku: GUÐMUNDUR BJART- MARSSON, ÁSGEIR SIGURVALDASON, AÐALSTEINN BERGDAL Aðstoð við hljóðupptöku: TONY COOK Aðstoð við búninga: DÓRA EINARSDÓTTIR MYNDMÁL 11

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.