Myndmál - 01.03.1984, Qupperneq 16
Lauaarásbíó:
-/
helstu hlutverkum eru Gert Frobe og
Honor Blackman.
í þetta sinn á Bond í höggi við harðsnúinn
smyglara sem gengst við nafninu Goldfing-
er. Honum er falið að rannsaka feril þessa
manns, sem virðir mannslíf einskis til að
ná fram markmiðum sínum. Hann myrðir
ritara sinn eftir að hún hafði tjáð Bond um
háttu yfirmanns síns við spilaborðið og
systir hennar fær sömu meðferð þegar hún
eltir Goldfinger til Sviss í þeim tilgangi að
hefna systur sinnar. Bond er einnig gripinn
glóðvolgur af skósveini Goldfingers,
Oddjob, og missir næstum líftóruna í af-
káralegri rannsóknastofu Goldfingers af
völdum lasergeisla. Hann vaknar síðar, dóp-
aður og rígbundinn, um borð í flugvél sem
stefnir til Ameríku. Flugmaðurinn, er ung
stúlka, Pussy Galore, og farartækið er einka-
ílugvél Goidfingers. Um það ieyti sem þau
lenda í Kentucky hefur Bond tekist með
ómótstæðilegum persónutöfrum sínum að
vinna Pussyá sitt band og hún hjálpar
honum að koma í veg fyrir að Goldfinger
bísi öllu gullinu úr sjálfu Fort Knox! Gold-
finger tekst þó að sleppa undan amríska
hernum en hittir Bondinn fyrir í einkarellu
sinni skömmu síðar. Bond yfirbugar hinn
snargeggjaða milljónamæring og bjargar
Pussy sinni um leið og þau endurnýja
ánægjuleg kynni...
TRON
Einnig mun vera stutt í það að Bíóhöllin
sýni kvikmyndina TRON innan sinna
veggja. Þar er á ferðinni saga um fólk sem
verður fyrir óréttlæti og ákveður að sækja
sinn rétt í tölvuheima. i aðalhlutverkunum
eru Jeff Bridges, Bruce Boxleitner,
David Warner og Cindy Morgan. Leik-
stjóri er Steven Lisberger.
Kevin Flynn er mikið tölvuséní og í
upphafi myndarinnar telur hann að fram-
kvæmdastjóri risa tölvufyrirtækis sem hann
áður vann hjá, hafi stolið frá sér forritum
að ýmsum tölvuleikjum. Hann reynir að
sækja sannanir í greipar tölvukerfis fyrir-
tækisins en þær tilraunir stöðvast vegna
varnarútbúnaðar tölvunnar. Varnarútbún-
aðurinn veldur einnig starfsmönnum fyrir-
tækisins truflunum en Flynn fær þá í lið
með sér til að koma upp um athæfi fram-
kvæmdastjórans.
En þá skeður það að varnarkerfið dembir
lasergeisla á Flynn og breytir honum í
rafeindir. Hann vaknar skömmu síðar í
öðrum heimi, tölvuheimi, þar sem orkan
andar og tölvuforritin birtast í gervi skapara
sinna (þeirra sem áður höfðu samþykkt að
hjálpa Flynn). Hefst nú mikil barátta milli
góðs og ills sem hvergi sér fyrir endann á
fyrr en á síðustu stundu...
KVIKMYNDAHÚSIN Á NÆSTGNNI
JAWS Ill-D
Til stóð að Jaws III-D yrði jólamynd
Laugarásbíós 1983, en af því gat ekki
orðið af óviðráðanlegum ástæðum. En nú
er bíóið byrjað að sýna myndina.
Það hefur alloft viljað brenna við að
þrívíddarmyndir hafa tilheyrt óvönduðum
gæðaflokkum en svo mun ekki vera með
Jaws III-D. Myndin er gerð af Universal,
leikstjóri er Joe Alves (sem vann við báðar
fyrri Jaws-myndirnar og átti m.a. þátt í
hönnun hákarlsins) og í aðalhlutverkunum
eru Dennis Quaid (Breaking Away), Bess
Armstrong, Simon MacCorkindale og
Lois Gossett Jr., sem nýlega gaf að líta í
Oskarsverðlaunahlutverki sínu í An Officer
and a Genlleman.
Við strendur Flórída er verið að opna
nýjan „neðansjávardýragarð", Sea World,
þar sem gestir geta skoðað undur sjávarins
gegnum risastóra giugga sem komið hefur
verið fyrir undir lóninu. Ennfremur gefst
fólki kostur á að spreyta sig á vatnaskíðum
eða taka sundsprett.
Mike Brody (Quaid), sonur Brody lög-
reglustjóra úr Jaws I og II, hefur stjórnað
gerð þessa neðansjávarríkis og m.a. unnið
með sjávarlíffræðingnum Kathryn Morgan
(Armstrong). Gossett leikur Caivin Bouc-
hard, umsjónarmann staðarins, og Mac-
Corkindale er í hlutverki Philip FitzRoyce,
afspyrnu ágengs ljósmyndara sem svífst
einskis við iðju sína. Einnig kemur við sögu
yngri bróðir Mike, Sean (John Putch), sem
hyggst reyna að yfirvinna ótta sinn við
sundiðkun í sjó sem rekja má til heimabæj-
ar hans Amity, þar sem hákarlinn gerði
óskunda í fyrri myndum.
En semsagt, opnunarhátíðin er að hefjast
og létt yfir mannskapnum. En neðansjávar
rekst ca. 35 feta langur hákari á skemmd í
veggnum sem aðskilur neðansjávarríkið
frá sjónum. Hann treður sér gegnum opið
og fer að svipast um í þessu framandlega
umhveríi. Skömmu síðar rekst kafari á opið
og lætur gera við það...
16 MYNDMÁL
Þeir sem beðið hafa óþreyjufullir eftir
Óskarsverðlaunamyndinni Raging Bull
geta nú farið að hlakka tii, því Tónabíó
hyggst sýna þessa merku filmu nú á næst-
unni.
Raging Bull er gerð árið 1980 af Martin
Scorsese og leikur Robert De Niro aðal-
hlutverkið, boxarann Jake La Motta, sem
varð sér úti um heimsmeistaratitilinn í
Robert De Niro býður öllum heiminum
birginn í RAGING BULL.
Opnunarhátíðin hefst því engan grunar
að undir niðri bíði grimmur risahákari,
aibúinn að ráðast að þeim sem varðað hafa
honum leið til frelsis...
RAGING BULL
milliþungavigt árið 1948.
Jake La Motta ólst upp í fátækrahverfum
Bronx og var afkvæmi ítalskra innflytjenda.
Hann lærði snemma að stela og slást og
komst að raun um að ef hann átti að komast
af yrði hann að vera sterkari en sá næsti.
La Motta var einfari að eðlisfari og treysti
bókstaflega engum, hamaðist gegnum lífið,
barði konuna sína, vinina og alla aðra sem
reyndu að hefta vilja hans og lægja skapofs-
ann.
Sömu öfl og gerðu La Motta að ofbeldis-
manni, gerðu hann að sigurvegara í hnefa-
leikahringnum. Og þar var hann svo sann-
arlega sigurvegari, sem á áratug rakaði inn
milljónum dollara. Peningunum eyddi hann
í hús, bíla, einnar-nætur-kvenmenn og vini
sem hann gat aldrei reitt sig á. Loks, þegar
að því kom að La Motta tapaði viðureign-
inni innan hringsins og lauk þar með ferli
sínum sem hnefaleikari, beindist baráttu-
kraftur hans gegn sjálfum sér. Útskúfaður
og fullur sjálfsfyrirlitningar leiddist La
Motta útí athafnir sem urðu til að niður-
lægja hann opinberlega og afla honum
fangelsisvistar.
La Motta var þó ekki lagður að velli og
eftir að hafa náð árangri sem næturklúbba-
eigandi og leikari fékk hann uppreisn æru
er hann reit sjálfsævisögu sína Raging
Bull árið 1970. Sú bók var meira en mynd
af litríkum einstaklingi, hún var sjálfs-
skoðun baráttumannsins, um hversvegna
hann berst, hversvegna hann vinnur og
hvérsvegna hann tapar. A sinn hátt er þetta
líka saga um spillingu Ameríska Draumsins,
hina eilífu sælu auðs og frægðar og goð-
sögnina um grimmdina sem á einn eða
annan hátt hefur áhrif á líf okkar allra.
Bíóhöllin:
GOLDFINGER
Um þessar mundir má sjá á stóra tjaldi
Bíóhallarinnar gamla og góða James
Bond-filmu, Goldfinger, gerða árið 1964.
Sean Connery leikur 007 og í öðrum
Tónabíó: