Land & synir - 01.04.2002, Page 6

Land & synir - 01.04.2002, Page 6
Einar Þór Gunnlaugsson kvikmynda- gerðarmaður tók nýlega masterspróf frá City University Business School í London þar sem hann nam við hina svokölluðu “Arts Policy and Management” deild. Einar Þór hefur birt úrdrátt úr mastersritgerð sinni á vefSÍK, www.producers.is, þar sem reifaðar eru ýmsar hugmyndir um nýja nálgun varðandi fjármögnun íslenskrar kvikmyndagerðar. Ritgerðin, sem ber heitið “Film Policy in Iceland”, er yftrgripsmikil og freistar þess að varpa Ijósi á stöðu fár- mögnunar íslenskrar kvikmyndagerðar og samhengi hennar við fármögnun hinnar evrópsku. Fyrsti kaflinn er sögulegt yfirlit myndasjóðs vera forsendu frekari þróunar íslenskar kvikmyndagerðar en.leggur jafn- framt til að veittur verði skattaafsláttur og að opinberir aðilar, sem og aðrir fárfestar, komi að rekstri kvihnyndafyrirtœkja með hlutafiárframlögum, sem gera myndu auknar kröfur um aga, formfestu, fagleg vinnubrögð og markaðssjónarmið í verk- efnavali. Einar Þór leggur mun afdráttar- lausari áherslu á lögmál frjálsrar sam- keppni, hann villfá inn fiárfestingar einka- geirans, bceði hér heima og erlendis, breyta aðkomu ríkisins að fiármögnun kvikmynda með því að leggja niður styrki og taka upp áhcettulán, fá banka og fiármálastofnanir “Auknir styrkir laga ekki neitt” Spjall við EinarÞór Gunnlaugsson um þœr breytingar sem hann vill gera ájjármögnun íslenskrar kvikmyndagerðar þar semfarið er yfir stöðu mála hjá okkur og í nágrannalöndunum; annar kaflinn fiallar um alþjóðavceðinguna og togstreit- una milli markaðsafla og sjóðafiármögn- unar; þriðji kaflinn fer betur í eðli mismun- andi fiármögnunar evrópskra kvikmynda; fiórði kaflinn er greiningá ástandinu heima fyrir með tilliti til listrœns frelsis, markaðs- hugsunar og skorts á samkeppni um fiár- mögnun; ífimmta kafla er að finna tillögur Einars um úrbœtur þar sem lögð er áhersla á að stjórnvöld, bankar og aðrir fiármögn- unaraðilar freisti þess að auka þekkingu sína á fiármögnun kvikmynda og beini áherslum sínum í átt að markaðslegri nálgun; sjötti kaflinn er svo samantekt og yfirlit. Áhersla á lögmál frjálsrar samkeppni Ritgerð Einars er ein yfirgripsmesta tilraun sem gerð hefur verið til að kortleggja íslenska kvikmyndagerð með tilliti tilfiár- mögnunar, menningarstefnu stjórnvalda og alþjóðlegra strauma. Helst májafna henni við skýrslu Aflvaka hf, “Kvikmyndaiðnað- urinn á íslandi” sem kom út 1998 og byggt var á að nokkru leyti þegar samkomulagi var gert undir lok þess árs um eflingu Kvik- myndasjóðs í áföngum. Báðar ritsmíðarnar leggja áherslu á horfa verði útfyrir land- steinanna efíslensk kvikmyndagerð eigi að vaxa og dafna. Nokkur áherslumunur er þó sjáanlegur. Aflvaki telur eflingu Kvik- til að spila stcerri rullu og þannig hjálpa kvikmyndageiranum til að hjálpa sér sjálf- um, efsvo má að orði komast. Helstu rök hans eru að þannig muni geirinn innan- lands verða miklu sveigjanlegri ogfljótari að laga sig að hinum sífelldu breytingum á alþjóðlegum markaði. Að mati Einars er hugmyndaleg endurnýjun í algjöru lág- marki vegna þess að speni ríkisins geri menn vcerukcera, stöðnun svífi yfir vötnum. Breytt menningarpólitík Þessar hugmyndir eru hluti þeirrar umrceðu sem staðið hefur um árabil í Evrópu um nauðsynina á breyttri menningarpólitík, frá miðstýringu velmeinandi aðila á vegum ríkisins til valddreifingar og aukinnar ábyrgðar þeirra sem tilheyra lista- og menningargeiranum. Hún hefur verið sérlega áberandi hvað varðar kvikmynd-irnar enda er þcer oftast allra lista að finna í kröppum dansi við þá sem véla um peninga. Rauði þráður þessarar umrceðu er sú löngun að sjá evrópskan kvikmynda-iðnað, þ.m.t. íslenskan, takast á við tílvist sína með dýnamískari hcetti en raunin hefur verið og eiga þannig meira erindi við samfélag sitt. L&S spjallaði stuttlega við Einar Þór um það semfyrir honum vakti með ritgerðasmíðinni. VIÐTAL: ÁSGRÍMUR SVERRISSON. L&S: Hvers vegna velur þú aS skrifa um þetta efni? EÞG: Áhugi minn á þessu efni, það er menning, listir og viðskipti, kviknaði þegar ég tók þátt í alþjóðasamstarfi og á háskólaárum hér og á Spáni fyrir margt löngu. Ég valdi kvikmynda- gerðina því hún stendur mér næst, en ég var líka að velta fyrir mér að skoða tónlistar- eða myndlistargeirann betur. Ég verð að fá að koma því að hér að mér finnst myndlist sem og tónlist á íslandi, vera stórlega vanmetin. Framlag myndlistarmanna, í víðasta skilningi þess orðs, til lista og menningar í heild og við að skapa ímynd hins opinbera og fyrirtækja svo fátt eitt sé nefnt, á skilið að fá meiri athygli og umfjöllun en raunin er. En semsagt, ef kvik- myndagerðarmenn og stjórnvöld bera gæfu til að nálgast þessa grein í framtíðinni með bæði alþjóðlegri og viðskiptalegri vinnubrögðum, þá gæti það brotið ísinn fyrir endurskilgreiningu á öllu styrkjakerfi á íslandi. Og þegar ég fékk tækifæri til að stúdera þetta í akademísku umhverfi þá gerði ég það. L&S: Hversvegna þarf að gera breytingar að þínu mati? EÞG: Þau viðhorf hafa lengi verið ríkjandi að menning og listir eigi að fjármagnast af opin- beru fé líkt og heilsugæsla, menntun, löggæsla o.þ.h. Hinsvegar hefur krafan um einkavæð- ingu orðið sífellt meira áberandi á undan- förnum árum því hún leiði til betri nýtingar fjármuna og hagkvæmari rekstrar. Þessi ritsmíð mín er innlegg í þá umræðu. Að mínu mati er hlutverk ríkisins fyrst og fremst að tryggja stöðugleika og leikreglur fyrir samkeppni, en í lista- og menningargeirann liggur vandinn kannski helst í því hvernig meta á menningar- verðmæti. Ég tel að áhrifa markaðarins gæti of lítið í þessum efnum, sérstaklega þegar um kvikmyndir er að ræða, en með áhrifum markaðarins á ég sérstaklega við samkeppnina, því þeir sem eiga í samkeppni eru alltaf að hagræða og láta sér detta eitthvað í hug. L&S: Telur þú að ríkið eigi þá að draga sig algerlega útúr fiármögnun kvikmyndagerðar? EÞG: Nei, en ég vil víkka út umræðuna og er þá strangt til tekið að tala um tvær tegundir kvikmynda. Annarsvegar myndir sem flokkast sem “menningarlegar afurðir” og hinsvegar myndir sem miða að því að afla tekna og halda uppi iðnaði. Hvar sú lína skuli dregin er ekki einfalt að svara, en okkar hlutverk er engu að síður að leita þess. Varðandi menningarlega þáttinn ættum við að ganga út frá fjórum meginþáttum þegar við metum verkefni. í fyrsta lagi þátttöku, að íslendingar t.d. taki þátt í alþjóðlegu samstarfi; í öðru lagi sjálfsímynd, að verkefni efli sjálfsímynd okkar og sjálfstæði; í þriðja lagi íjölbreytni, að við tökumst á við fjölbreytileika þjóðlífsins með tilliti til stétta, landssvæða, kynja og innflytjenda og í fjórða 6 LAND&SYNIR

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.