Land & synir - 01.04.2002, Qupperneq 14
ÁRNI: “Það má alveg spyrja sig þeirrar spurningar hversu langt á að ganga í verkefni sem þessu. Ég held hins vegar ekki að Hrönn hafigengið of
langt íþvíað afhjúpa sjálfa sig i myndinni. Það var auðvitað partur af þvísem við ræddum fyrst, hversu langt átti aðganga á persónu Hrannar. ”
myndir með honum einsog í Fín Bjöllu verk-
efninu og Starfsemi nútíma þjóðfélags: Verð-
launamynd (2000).
Kveikjan að myndinni I skóm drekans skrifast
algerlega á Hrönn. Hana hafði langað til að gera
eitthvað um þetta efni. Við vorum þá nýkomin
úr Fín Bjöllu verkefninu, en við vorurn þá mikið
á þeim nótum að skoða hlutina í samtímanum.
Hana langaði að gera alvöru heimildarmynd
um fegurðarsamkeppni. Að-stæður buðu hins
vegar uppá það að Hrönn notaði þá
aðferðafræði sem hún notaði við gerð þessarar
myndar. Hún hafði möguleika á þátt-töku og
hafði reynslu af heimasprottnum verkefnum.
Þannig gat hún haft algerlega stjórn á
verkefninu á meðan á tökum stóð. Hún sjálf
var viðfangsefnið.
Eftir keppnina, eftir allar upptökurnar, hafði
fólk ekkert sérstaka trú á því að þarna væri
mynd. Það er eins og að fólk sé svolítið lokað
fyrir þeim möguleika að sögurnar eru að gerast
allt í kringum okkur, hér og nú. Ef þú spáir í það
hvað verið er að sækja um í þá sjóði sem styrkja
kvikmyndagerð þá er um ótrúlega lítið verið að
spá í samtímann. Það er lítið verið að takast á
við hann í heimildarmyndum. Erlendis er þessu
öðruvísi farið. Þar er verið að fást við nútímann
og spyrja gagnrýnna spurninga. Mér finnst sem
að margir sjái ekki möguleikana í þessu hér á
landi. Til dæmis hafa margir haldið sem við
höfum beðið um að hjálpa okkur með þessa
mynd að við værum að gera sjónvarpsþátt um
fegurðarsamkeppnina. Að þetta væri eitthvað
innslag sem ætti að nota í sjónvarpi. Þetta er líka
ekki mynd um keppnina, heldur um keppanda í
fegurðarsamkeppni. Nafn keppninnar er í sjálfu
sér aukaatriði.
Ég var alltaf að hlaupa í skarðið á meðan á
keppninni stóð, var að taka eitt og annað fyrir
hana. Ég var alveg að kveikja á þessari hugmynd
en ég var samt ekki fullkomlega sannfærður um
að þetta væri mögulegt. Það sem mér fannst
spennandi við hugmyndina í upphafi var að
(hún var að) koma með eitthvað “nýtt”
sjónarmið á staðlað fyrirbæri. Það var Hrönn til
tekna að hún komst inn í keppnina, enda vildu
forsvarsmenn keppninnar fá ýmsar týpur inn.
Þetta var ný tegund af fegurðarsamkeppni sem
átti að endurspegla breytt viðhorf til fegurðar.
Þær vildu því fá fólk eins og Hrönn. En á sama
tíma og á keppninni stóð hugsaði maður hvort
að Hrönn myndi halda þetta út, þetta var langur
tími, getur þetta einhverntímann orðið
eitthvað? En síðan fór þetta að þróast I ákveðnar
áttir og það má segja að upp frá því hafi
myndin byrjað að skrifa sig að miklu leyti sjálf.
Það má alveg spyrja s^g þeirrar spurningar
hversu langt á að ganga í verkefni sem þessu. Ég
held hins vegar ekki að Hrönn hafi gengið of
langt í því að afhjúpa sjálfa sig í myndinni. Það
var auðvitað partur af því sem við ræddum
fýrst, hversu langt átti að ganga á persónu
Hrannar. En það má ekki gleyma því að við
höfum úrslitavaldið hvernig hún birtist í
lokamyndinni.
Þessi keppni og gerð myndarinnar er í raun
og veru pólitík. Hrönn ákveður að fara inn með
ákveðna pólitík og það má segja að þetta sé nett
framboð. Ég held að það sé í sjálfu sér auka-
atriði að þetta sé fegurðarsamkeppni. Það er
bara þetta; að Ieggja sjálfan sig að veði og reyna
að leika eftir reglunum og skora stigin. Það má
því segja að þetta sé nett atferlisfræðileg könnun
á fýrirbæri í samfélaginu. Þetta var alltaf spurs-
mál um hugmyndafræði. En það að Hrönn væri
að fara of langt? Ég veit það ekki. Ef maður
pælir í samtímamyndlist þá lifum við á þeim
tímum þegar svokallaður póst-módernismi er
að renna sitt skeið. Núna eru allir mynd-
listarmenn að vinna með sjálfa sig með ein-
hverjum hætti og það er engu líkara en að menn
hafi ekki neinn annan tilgang eða afsökun en að
vinna með sjálfa sig. Það er eins og þeim detti
ekkert annað í hug. Það er því eins og verkin séu
án dýpri merkingar eða einhvers raunverulegs
tilgangs. I myndinni erum við að fara inní heim
sem lýtur ákveðnum lögmálum. Þarna var verið
að brydda uppá einhverju nýju, þar sem sjarmi,
gáfur og persónutöfrar áttu að njóta sín. Þarna
er líka verið að komast á svolítið skrýtið svið;
hvort er betra að vera dæmdur á útlitinu eða
eftir persónutöfrum. Hvort er betra? Þú verður
að taka þátt í þessu til þess að komast því hvert
svarið í raun og veru er. Við erum ekki að koma
með nein svör eða sannleika (sem er líka
afstætt) heldur miklu frekar með nýja sýn sem
vekur upp spurningar og vonandi nýjar
vangaveltur.
Ég veit ekki hvort að það hafi verið möguleiki
á því að gera handrit að þessari mynd. Við
hefðum ekki getað gert það. Kannski að einhver
reynsluboltinn hefði getað gert það, en það
hefði orðið allt önnur útkoma. Með þessa hluti
er þú með í mesta lagi eitthvað plan um að taka
ákveðna hluti upp, en svo var þetta svona tekið
eftir hendinni. Ég held að mjög margar heim-
ildamyndir séu unnar þannig, enda oft verið að
fást við hluti sem erfitt er að hafa einhverja
stjórn á. Mér reiknast til að það séu svona hátt
í 60 klukkutímar sem við höfum tekið upp allt í
allt fýrir myndina. Stefnt er að því að myndin
verði 90 til 105 mínútur í lokagerð. Markmiðið
við klippingu myndarinnar hefur verið að segja
sögu Hrannar á klassískan hátt og í raun eins og
ferð hetjunnar. Á tímabili vorum við hins vegar
með brútal áróðursmynd í höndunum en við
höfum síðan dregið úr því og reynt að segja
söguna á hvað hlutlausastan hátt. Það verður þó
alltaf þannig að einhver skoðun kemur fram. Ég
held að það sé óhjákvæmilegt, enda skorar gerð
myndarinnar á ákveðna pólitík.
Titill myndarinnar er tilvísun í Bruce Lee
myndina I klóm drekans. Ég var svo hrifmn af
Bruce Lee.þegar ég var 9 ára að ég hélt á timabili
að Bruce Lee væri vinur minn. Ég átti meðal
annars í samræðum við kappann. En hvað um
það, þetta er vísun í myndina þar sem Lee fer í
speglasal vonda karlsins. Þetta er líka vísun í
það að Hrönn lærði að ganga á háhæluðum
skóm í keppninni og komst að því að hún hefur
náttúrulega hæfileika til þess að ganga í slíkum
skóm. Það er væntanlega það praktískasta sem
hún lærði með þátttöku sinni í þessari keppni.
Iskóm drekcms eftirHrönn ogÁrna Sveinsbörn.
Klipping: Árni Sveinsson ogLórus Ýmir Óskarsson
Framleiðandi: Böðvar Bjarki Pétursson jyrir 20
geitur & Hassen Film.
14 LAND&SYNIR