Land & synir - 15.04.2002, Blaðsíða 3
Ómissandi liður í kvikmyndamenningu
Það hefur verið ánægjuefni undanfarin misseri
að fylgjast með síauknum áhuga íslenskra kvik-
myndagerðarmanna á vönduðum stutt- og
heimildarmyndum og atorku þeirra við að fram-
leiða þær. Fram hafa komið bæði metnaðarfull
verk og sterkur vilji til að ráðast í önnur. Sem
betur fer virðist áhugi landsmanna á kjarnmiklum
verkum af þessu tagi líka vera vaxandi, það sannar
gott gengi þeirra á sýningum í almennum kvik-
myndahúsum og líflegar umræður um önnur sem
hafa verið sýnd í sjónvarpi.
Reykjavíkurborg hefur árlega verið megin-
stuðningsaðili Stuttmyndadaga í Reykjavík og
þannig viljað sýna í verki vilja sinn til að koma til
móts við áræði og hugmyndaauðgi á þessu sviði,
auk þess sem borgin hefur lagt öðrum kvik-
myndaviðburðum lið og veitt ungu fólki aðstöðu
til þjálfunar í kvikmyndagerð. Með þessu vilja
stjórnendur borgarinnar taka þátt í að efla
skilning á því að kvikmyndin er traustur og
eðlilegur þáttur í menningu okkar.
Það er Ijóst að stutt- og heimildarmyndir hafi
frá upphafi kvikmyndagerðar verið mikilvægur og
raunar ómissandi liður í kvikmyndamenningu, ef
ekki forsenda hennar. Það er líka athyglisverð
staðreynd að á síðari árum hafa hefðbundin
einkenni og viðfangsefni stutt- og heimildar-
mynda í æ ríkari mæli birst í bíómyndum og
sjónvarpsþáttum. Skýringin er ef til vill sú að
samtímis auknu brelluverki sem lyftir ævintýra-
myndum á hærra flug hefur áhugi áhorfenda á
“raunveruleikanum” aukist. Aukin reynsla og
fagþekking kvikmyndagerðarfólks gera því kleift
að mæta slíkum áhuga. Stutt- og heimildar-
myndahátíð í Reykjavík er einn liður í því.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri
Nýbreytni í menningarflórunni
Á síðustu árum hefur áhugi framleiðenda og
áhorfenda á stutt- og heimildamyndum farið ört
vaxandi. Fjöldi nýrra íslenskra mynda hefur verið
sýndur í kvikmyndahúsum og vitnar það um
gróskuna hér á landi. Svipuð þróun á sér stað
erlendis. Sem dæmi má nefna, að á síðastliðnu
hausti vakti það mikla athygli í Frakklandi, að
tvær vinsælustu kvikmyndirnar voru heimildar-
myndirnar Farandþjóðin sem fjallar um farfugla og
Kandahar sem byggð er á lífsreynslu aðalleik-
konunnar sem leikur sjálfa sig.
Nú hefur Félag kvikmyndagerðarmanna ákveðið
að efna árlega til alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar
sem tileinkuð verður þessari tegund kvikmynda-
gerðar.
Með samkomulagi um stefnumörkun til að efla
íslenska kvikmyndagerð, sem undirritað var í
árslok 1998, af menntamálaráðherra, fjármála-
ráðherra og fulltrúa samtaka í íslenskri kvik-
myndagerð, var lagður grunnur að eflingu
heimilda-, stuttmynda- og hreyfimyndagerðar. í
samkomulaginu er yfirlýstur vilji um að stefna að
því Kvikmyndasjóður geti varið 100 milljónum
króna árlega til framleiðslustyrkja vegna slíkra
verkefna. Fyrir rúmu ári var stofnuð sérstök stutt-
og heimildamyndadeild innan Kvikmyndasjóðs
íslands til að sinna þessum málafokki. Kvik-
myndasjóður íslands hefur nú hafið úthlutun
styrkja vegna heimilda- og stuttmyndagerðar, sem
án efa mun efla þessa tegund kvikmyndagerðar
enn frekar. Með aukinni kvikmyndagerð á sviði
stutt- og heimildamynda, verður vettvangur eins
og REYKJAVÍK SHORTS & DOCS afar mikil-
vægur og vil ég fagna þessari nýbreytni í
menningarflóru landsmanna.
Að lokum vil ég óska forsvarsmönnum þessarar
nýju hátíðar og öllum þeim aðilum sem að
þessum málaflokki koma, velfarnaðar í starfi sínu.
Tómas Ingi Olrich,
menntamálaráðherra
LAND & SYNIR 3