Land & synir - 15.04.2002, Blaðsíða 9

Land & synir - 15.04.2002, Blaðsíða 9
MYNDIR FRA EUROPEAN DOCUMENTARY FILM FESTIVAL: HOLLAND Crazy/Gjeggaðir 1999 - Stjórn: Heddy Honigmann Crazy fjallar um tónlist, minningar og gjeggun mannfólks. Stjórnandinn fer á fund margra hermanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa reynslu af ólíkum átaka- og stríðshrjáðum svæðum í heiminum. Þeir ræða opinskátt um reynslu sína en sumt geta þeir hvorki horfst í augu við né orðað. Heddy lætur hermennina leika lög sem þeir tengja sérstaklega dvöl sinn einhvers staðar og skoðar þá á meðan þeir hlusta. Það sem þeir geta ekki sagt frá sést greinilega í andlitum þeirra. Myndin hefur unnið til margra verðlauna, m.a. áhorfendaverðlauna á IDFA 1999. 1:37 klst. 35mm. LITHAEN Jono Meko Antologija / Heildarverk Jonas Mekas 2000 - Stjórn: Vytautas V. Landsbergis Jonas Mekas fæddist 1922 í Litáen en eftir að hafa setið í ein- angrunarbúðum á stríðsárunum fluttist hann til Bandaríkjanna þar sem hann varð lykilmaður í hópi amerískra framúrstefnu- manna í listum. Hann starfaði sem kvikmyndagerðarmaður og gagnrýnandi (m.a. fyrir Village Voice), sló tóninn í hópnum New American Cinema Group og vantaði ekki í deiglu mikil- vægra listviðburða. Mekas skilgreindi sjálfan sig sem utangarðs- mann og ein af myndum hans heitir “Portrait of the Artist as a Displaced Person”. í þessari mynd eru mörg sýnishorn úr kvikmyndum hans. Höfundurinn er sonur stjórnmáiamannsins Vytautas Landsbergis sem er kunnur hérlendis. 1:05 klst. BetaSP. •••••••••••••••••••••*•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Takiego pienego syna urodzilam / En fallegur strákur sem ég fæddi 1999 - Stjórn: Marcin Koszalka Marcin var enn í kvikmyndaskóla þegar hann gerði þessa afar persónulegu mynd um fjölskyldu sína, brot og refsingu. Þarna einkennist gangur lífsins ekki lengur af samræmi og hlýju. Marcin býr enn heima og þótt mömmu hans þyki vænt um hann sættir hún sig illa við þær leiðir sem hann hefur valið og skammar hann nærri daglangt. Hann er óbein aðalpersóna, hlustar þögull á háværa gagnrýni á bak við myndavélina, aðeins glittir í hann stöku sinnum. Áhorfandinn verður vitni að svo mörgum óþægilegum atriðum að hann tengist fljótt myndinni tilfinningalega. Samtímis skýrist hve erfitt er að meta gerðir fólks sem maður þekkir ekkert. 25 mín, Beta SP, PÓLLAND LAND & SYNIfi 9

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.