Land & synir - 15.04.2002, Blaðsíða 10
MYNDIR FRA EUROPEAN DOCUMENTARY FILM FESTIVAL:
• •••••••••••••••••••••••••••••••••
SVISS
Do It / Drífðu í því
2000 - Stjórn: Sabine Gisiger og Marcel Zwingli
Þetta er mynd um játningar hryðjuverkamanns. Daniele von
Arb, góðlegur og brosandi spámaður, á sér óvenjulega fortíð. 16
ára stofnaði hann leynilega byltingarhreyfingu ásamt nokkrum
vinum sínum og urðu þeir smám saman alræmdasti hryðju-
verkahópurinn í Sviss. Þeir hugðust berjast móti óréttlæti og
kúgun stjórnmálamanna og fyrir bættri framtíð. Uppskera þeirra
varð fangelsisvist, sýnisgripir í glæpaminjasöfnum og margra ára
einangrun í Sviss vegna handtökuskipana í öðrum löndum. Saga
Danieles er saga Evrópu og heimsins, í henni rifjast upp áttundi
áratugurinn mettaður af ofbeldi og pólitík. Samtímis er þetta
hvatningarmynd um tíma, hugsanir og drauma.
1:37 klst. 35 mm.
UNGVERJALAND
Children: Kosovo 2000 / Börn: Kosovo 2000
2000 - Stjórn: Ferenc Moldovánji
Vonleysi vonarinnar er þemað í þessari mynd um serbnesk og
albönsk fórnarlömb stríðs, einkum börn sem hafa misst foreldra.
Aðferð leikstjórans til að nálgast börnin var að leyfa þeim að
kvikmynda sjálf umhverfi sitt á súper-8mm filmu, kannski sem
tilraun til að sjá landið með augum barnsins. Árangurinn er
mjög áhrifaríkur og þrátt fýrir hörmungar er margt fallegt þarna
að líta. En það tekur á að hlusta á frásagnir barnanna, þau hafa
séð inn í heim óskiljanlegrar grimmdar.
1:30 klst. 35mm.
ÍTALÍA
Bibione - Bye Bye One
1999 - Stjórn: Alessandro Rossetto
Bibione er einn af vinsælum pílagrímastöðum hópferðanna.
Staður á korti sem var byggður upp til að taka á móti sólar-
þyrstum, hálfnöktum ferðamönnum sem tilbiðja áfenga drykki,
hugleiða undir sólhlífum og játa syndir sína á gljáandi póst-
kortum. Leikstjórinn sýnir lífið í þessum ítalska strandbæ,
ósvikna gleðina hæðnislaust en ömurleika túrismans í háði.
1:25 klst. 35mm, svart-hvít.
10 LAND & SYNIR