Land & synir - 15.04.2002, Blaðsíða 8
MYNDIR FRA EUROPEAN DOCUMENTARY FILM FESTIVAL:
DANMÖRK
Pigen I Havnen / Stúlkan í höfninni
2001 - Stjórri: Katrine Borre
Gámaskap frá fjarlægum slóðum leggjast daglega að bryggju í
Árósum. Stúlka með myndavél fer einsömul um borð í eitt
þeirra og ræðir við fjölþjóðlega áhöfnina. Mynd hennar af
nútíma sjómönnum gefur til kynna að sjómenn séu enn eins og
þeir hafa verið. Persónuleg mynd um goðsagnir og drauma, ást
og þrá, menn og konur og auðvitað um jól á filippínskum
fraktara.
84 mín. 35 mm. Digi-Beta.
••••••••••••••••••••••■•■••••
FINNLAND
Losing It/Að tapa sér
1999 - Stjórn: John Webster
Hvers vegna hverfur alltaf annað veifið stakur sokkur í
tengslum við þvotta? Hvernig hendir þetta? Hvað gerist inni í
þvottavélinni? Þetta vandamál er undirstaða myndarinnar. Beitt
er hátækni við lausn gátunnar, festir voru 100 sendar í 50 sokka-
pör og þau afhent fólki sem er á einhvern hátt tengt Evrópusam-
bandinu. Þannig var stöðugt hægt að fylgjast með ferðum sokk-
anna og kynnast fólkinu sem klæddist þeim og um leið Evrópu-
sambandinu. Á þennan máta fræðir myndin okkur um kerfi sem
er næstum ógerningur að lýsa á annan hátt vegna stærðar þess,
umfangs og skriffmsku. Drepfyndin heimildarmynd.
72 mín, 35mm.
•••••••••••••••••’•••••••••••••••••■••••••••••••••**•••*••••••••••••
GRIKKLAND
The 20th century through a gaze: Theo Angeloupoulos
20. öldin í mistri: Theo Angeloupoulos
2001 - Stjórn: Costas Koveos, Stathis Plotas.
Theo Angelopoulous er einn af helstu og þekktustu kvik-
myndagerðarmönnum Grikklands. Margar mynda hans snúast á
einhvern hátt um "söguna”, hvort sem er heldur um hina goð-
sagnakennda fjarlægu fortíð, nýliðna tíma eða söguleg atvik í
samtímanum sem allir hafa tilfmningu fyrir. I þessari mynd er
fjallað um Theo og 20. öldina. Hann segir frá tímabilinu og
skoðunum sínum en líka frá kvikmyndagerð sinni og hugleið-
ingum um þá iðju. Þessa mynd þarf allt áhugafólk um Theo
Angelopoulous að sjá og hún er líka góð leið til þess að kynnast
honum í fyrsta sinn.
59 mín, Beta SP
8 LAND & SYNIR