Land & synir - 15.04.2002, Blaðsíða 6

Land & synir - 15.04.2002, Blaðsíða 6
SVÍÞJÓ0 Pelle Polis/Pelle lögga 2000 - Stjórn: Pál Hollender Pál Hollender hefur nú ímynd skelmisins í sænskri heimildar- myndagerð. í tveimur mynda sinna, þ.á.m. þessari, sést höfund- urinn stunda kynlíf með fólkinu sem hann er að lýsa, segist þurfa þess til að komast í nógu náið samband. Þetta hefur orðið tilefni áberandi blaðaskrifa og ákafrar umræðu í Svíþjóð. Pál segist fást við persónulega myndgerð en ekki óhlutdræga fféttamennsku. Lögreglumaðurinn Pelle hefur frá því á áttunda áratugnum verið frægur fýrir áhuga sinn á drengjum og var dæmdur 1993 fyrir kynferðislega misnotkun á tveimur 13 og 14 ára strákum en hélt starfmu. Hann hafði að fyrra bragði samband við Pál um gerð myndarinnar. 1:35 klst. Beta SP SL0VAKÍA Zeleznicstanica II. Triedy - Kral’ovany / Járnbrautarstöð í flokki 2 1998 - Stjórn: Marek Kubos ”í þessari ræmu eru 279 myndskeið” stendur í fortextum myndarinnar. Síðan er talið niður og við sjáum 279 leiftur af lífinu í og umhverfis járnbrautarstöðina Kral’ovany sem er í ”öðrum flokki”. Myndin er frjálsleg í formi, með fjörugum leikbrúðuatriðum og skemmtilegum tilvörum fólks. Hreingern- ingakonan telur að ferðalög eigi að kenna í grunnskólum því fólk gangi nútildags svo illa um vagnana. Þetta er mynd um lítinn en fjölbreyttan stöðvarheim, ern líka um jafnstraum, riðstraum og ást. 20 mín, Beta SP. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• SVÍÞJÓD Muraren - ett portrett av skádespelaren / Múrarinn, mynd af leikaranum 2002 - Stjórn: Stefan Jarl Stefan Jarl er einn þekktasti og áhrifamesti heimildarmynda- gerðarmaður á Norðurlöndum, ekki síst kunnur af róttækri og félagslegri virkni sinni og fyrir umdeildar aðferðir í kvikmynda- gerð. Mods-þríleikur hans mótaði marga í faginu. Undanfarin ár hefur hann gert margar myndir um listamenn og þessi fjallar um Thommy Berggren, einn frægasta leikara Svía, sem lék mikið hjá Bo Widerberg. Myndin segir frá æskuárum hans í verkamanna- stétt í Gautaborg og leikferli hans. En jafnhliða er myndin um list almennt. Hvert sækir listamaður efnivið? Hvað rekur hann áfram? Hvert er samspil lífshlaups og listar einstaklingsins? 95 mín, Beta SP. 6 LAND & SYNIR

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (15.04.2002)
https://timarit.is/issue/396765

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (15.04.2002)

Aðgerðir: