Land & synir - 01.02.2003, Side 3

Land & synir - 01.02.2003, Side 3
Reykjavík Shorts & Docs haldin í apríl Stutt- og heimildarmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs verður haldin öðru sinni í apríl næstkomandi. Hátíðin í fyrra tókst vel að mörgu leyti og von er til þess að þessi hátíð festi sig í sessi sem miðpunktur vinnu í þessum greinum. Félag kvikmyndagerðarmanna stendur að hátíðinni í samvinnu við ýmsa aðila og eru þeir kvikmyndagerðarmenn sem eru með stutt- eða heimildarmyndir á prjónunum hvattir til að stefna á þennan vettvang. Hér fer fréttatilkynning frá Félagi kvikmyndagerðarmanna um hátíðina: "Heimilda- og stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs verður í apríl n.k. Félag kvikmyndagerðarmanna setti á laggirnar undirbúningsnefnd sem er búin að starfa frá byrjun nóvember að undirbúningi RS&D 2003. Formaður er Hjálmtýr Heiðdal en aðrir í nefndinni eru Jón Karl Helga- son, Kolbrún Jarlsdóttir, Hildur Lofts- dóttir og Ólafur H. Torfason. Hátíðin hefst daginn fyrir sumar- daginn fyrsta - 23.apríl. Samstarfsaðilar eru Kvikmyndamiðstoð fslands, Reykja- víkurborg, Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn, Film- undur/Háskólabíó og Evrópusambandið. Sýnt verður mikið og gott úrval af heimilda- og stuttmynd- um og stefnt er að því að bjóða 2-3 erlendum leikstjórum. Við hvetjum alla íslenska kvikmyndagerðarmenn sem eru með heimilda- og stuttmyndir í pípunum að hafa samband við Hjálmtý Heiðdal í síma 893 1015." Kvikmyndaráð spáir í forstöðumenn Kvikmyndamiðstöðvar og Kvikmyndasafns Menntamálaráðherra hefur skipað í Kvikmyndaráð til þriggja ára í samræmi við ný kvikmyndalög sem tóku gildi 1. janúar. Formaður ráðsins er Óskar Magnússon, forstjóri Íslandssíma og varaformaður Þór Sig- fússon hagfræðingur en þeir eru báðir skipaðir án tilnefn- ingar. Aðrir í ráðinu eru Björn Br. Björnsson, tilnefndur af Félagi kvikmyndagerðarmanna, Ari Kristinsson, tilnefndur af Framleiðendafélaginu - SÍK, Friðrik Þór Friðriksson, til- nefndur af Samtökum kvikmyndaleikstjóra, Björn Sigurðs- son, tilnefndur af Félagi kvikmyndahúsaeigenda, og Tinna Gunnlaugsdóttir, tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna. Ráðið hefur þegar komið nokkrum sinnum saman til að fara yfir umsóknir. Þegar þetta er skrifað hafa engar ákvarð- anir verið teknar en óhætt að segja að bransinn bíði nokkuð óþreyjufullur, enda gerast hlutirnir hægt á meðan. Búist er við að ráðið láti í sér heyra innan mjög skamms tíma og í framhaldi af því mun ráðherra taka endanlega ákvörðun. Kvika heitir nýr vefur um kvikmyndir Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræð- ingur hefur opnað vef um kvikmynd- ir á slóðinni www.kvika.net. Þetta er hinn laglegasti vefur og með fullt af fínu efni fyrir áhugamenn um kvikmyndir. Aðaláhersla er lögð á greinar og viðtöl af ýmsu tagi og tengist ýmislegt af efninu vinnu Sigríðar við menningarþáttinn Mósaík hjá Sjónvarpinu, auk þess sem hún skrifar reglulega um sunnudagsmyndir Sjónvarpsins. Hjálmtýr Heiðdal er umsjónarmaður Reykjavík Shorts and Docs. Rúrik Haraldsson 1926-2003 Rúrik Fiaraldsson leikari lést þann 23. janúar s.L, 77 ára að aldri. Að honum gengnum hafa Islendingar misst einn sinn merkasta leikara. Rúrik hafði ekki aðeins til að bera næmt innsæi og leiftrandi skopskyn sem gerðu honum kleift að takast á við fjölþætt hlutverk af margvíslegum toga, heldur bjó hann yfir algerlega einstakri rödd sem einhvernveginn gerði hvert orð að áreynslulausum sannleik. Rúrik fæddist í Vestmannaeyjum 14. janúar 1926 og lauk þaðan gagnfræðaprófi árið 1945. Hann stundaði nám við Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1945 til 1946 og nám við Central School of Dramatic Art and Speech Training at Albert Hall í Lundúnum árin 1947 til 1950. Rúrik kom fram í fjölda kvikmynda og sjónvarpsmynda, oftast í minni rullum. Sérlega eftirminnilegur var hann í sjónvarpsmyndinni Steinbarn (1990) eftir Egil Eðvarðsson þar sem hann lék sérlundaðan og einrænan vitavörð. LAND & SYNIR 3

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.