Land & synir - 01.02.2003, Side 5

Land & synir - 01.02.2003, Side 5
ÞJÓÐIN OG BÍÓMYNDIRNAR íslendingarfara allra þjóða oftast í bíó og miklu hœrra hlutfallþeirra sér innlendar myndir en almenntgerist. Samt er markaðshlutdeild íslenskra bíómynda á heimamarkaði óralangtfyrir neðan öll meðaltöl. Hvernig í ósköpunum máþað vera? EFTIR ÁSGRÍM SVERRISSON Amerískar bíómyndir tröllríða evrópskum markaði eins og élykta má af þessu grafi, en hvergi þó eins og á ístandi. Frakkar eru og hafa verið brjóstvörn Evrópu í þessum efnum. Hinsvegar er skýringanna á hárri markaðshlut- deild bandarískra bíómynda á Islandi ekki síst að leita í mikilli aðsókn í kvikmyndahús hér á landi sbr. mynd 3. ví er reyndar auðsvarað. Við för- um tæplega sex sinnum í bíó á ári að meðaltali (sjá mynd 3), sem gerir okkur að einni mestu bíóþjóð heimsins. Við torgum heilum ósköpum af amerískri iðnaðarframleiðslu en för- um ekki að sjá íslenska mynd nema í ca. tuttugasta hvert skipti (sjá mynd 1). Engan veginn er samt hægt að kvarta yfir áhugaleysi þjóðarinnar á innlendri framleiðslu enda sækja rúm 16% henn- ar íslenska mynd hverju sinni. Það hlutfall þekkist hvergi annarsstaðar (sjá mynd 2). Því virðist aðeins ein leið fær ef stækka á markaðshlutdeildina: fram- leiða miklu fleiri myndir! Screen International greindi frá því nýlega að danskar myndir nytu nú, sem MYND 2: HLUTFALLSLEG MEDALTALSAÐSÚKN PR. INNLENDA MYND í MISMUNANDILÖNDUM MIÐAÐ VIÐ ÍSLAND 1995-2002 Evrópskar Danskar Franskar íslenskar myndir myndir myndir myndir Hér er höfðatölureglan góða notuð, þ.e. myndum annarra þjóða er stillt upp miðað við íslenskar forsendur. Á þennan hátt séstskýrt oggreinilega hversu íslenskar kvikmyndir eru stór þáttur af íslensku mannlífi og samtíma. Jafnvel rótgrónar kvikmyndaþjóðir sem mótað hafa evrópska kvikmyndahefð eiga ekkert í íslendinga hvað þetta varðar. undanfarin ár, mikillar hylli á heima- markaði. Stefnir í að markaðshlutdeild heimasmíðaðra mynda verði rúmlega fjórðungur af heildaraðsókn í bíóhúsin þar í landi. Slíkar tölur eru langt fyrir ofan hið íslenska meðaltal undanfar- inna ára sem er um 5%. Hinsvegar er forvitnilegt að skoða málið frá öðrum sjónarhóli. Meðaltals- aðsókn á danska bíómynd hin síðari ár er rúmlega 100 þúsund manns eða sem svarar til um 5.000 áhorfenda á íslandi. Slíkt þætti ekki góður árangur hér, þar sem hefur einhvernveginn orðið við- tekið að telja mynd sem fær undir 20.000 áhorfendum vonbrigði. Nær all- staðar annarsstaðar myndi sambærileg aðsókn teljast feykilega góð. UPPGJÖR ÁRSINS 2002 Það á sér vissar skýringar. Tæplega 19.000 gestir sækja íslenska mynd að meðaltali undanfarin ár og fer sú tala hækkandi. Gríðarleg aðsókn á fáeinar myndir hjálpar þó mikið til að halda uppi meðaltalinu. Þetta meðaltal er hlutfallslega miklu hærra en t.d. í Dan- mörku. Danir fara hinsvegar aðeins tvisvar sinnum á ári í bíó á meðan við förum næstum þrisvar sinnum offar og þar liggur munurinn meðal annars. Vegna mannfæðarinnar hér er til- hneigingin einnig sú að telja að auðvelt sé að ná til þjóðarinnar allrar í stað MYND 3: MEÐALAÐSÓKN í KVIKMYNDAHÚS Á ÁRI PR. EINSTAKLING f MISMUNANDI LÖNDUM =1 ESD Danir Frakkar íslendingar Sú kenning hefur oft heyrst að ástæðan fyrir mikilli bíósókn íslendinga sé sú að hér sé fátt annað um að vera. Það á varla við lengur enda hefur aðsóknin hrapað mikið frá þvísem var fyrir fáeinum áratugum þegar meðalaðsóknin var yfir 10 myndir á haus. Engu að síður höldum við forystunni sem ein helsta bíóþjóð heimsins. ákveðinna hópa sem flestir aðrir gera myndir fýrir. Þó er ljóst að til að brjóta 20.000 áhorfenda múrinn þarf viðkom- andi mynd að höfða til fólks sem ekki tilheyrir hinum hefðbundna hópi kvik- myndahúsagesta. íslenskar bíómyndir eru því í afar ein- kennilegri stöðu á heimamarkaði. í samanburði við stöðu mála hjá öðrum þjóðum njóta þær gríðarlegra vinsælda. Hinsvegar eru væntingarnar slíkar að meðaltalsaðsókn er nokkuð undir því sem ásættanlegt getur talist! Og þrátt fyrir þessar gífurlegu vin- sældir njóta þær afar lítillar markaðs- hlutdeildar! Eða eins og segir í auglýsingunni: “Við íslendingar erum engum líkir...” LAND & SYNIR 5

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.