Land & synir - 01.02.2003, Qupperneq 6

Land & synir - 01.02.2003, Qupperneq 6
Heimildamyndir voru áfram í roknasókn áriö 2002. Sumar sóttu inn á við en aðrar voru meira fyrir útlitið, segir Ólafur H. Torfason Innlit - útlit Heimildarmyndir eru alls staðar í sókn, magnið er meira og þær ryðja sér í auknum mæli til rúms á almennum bíósýningum og hátíðum. Þær vógu þyngra heldur en nokkru sinni fyrr á Cannes-hátíðinni 2002, átta heimildar- myndir voru á formlegri dagskrá og ein tók þátt í aðalkeppninni (Bowling for Colum- bine eftir Michael Moore). Síðast voru heimildarmyndir í aðalkeppni Cannes íyrir nær hálfri öld (1956). Heimildarmyndir voru í ár í fyrsta sinn sérstakur dag- skrárliður á Sundance-hátíðinni. Tvær heimildarmyndir voru í hópi þeirra tíu verka sem tilnefnd voru til kvikmynda- verðlauna Norðurlandaráðs 2002. Það var líka sérstakur áfangi í fyrra þegar hér voru sýndar um 50 myndir í apríl 2002 við ágæta aðsókn á fyrstu alþjóðlegu heim- ildar- og stuttmyndahátíðinni í Reykjavík, "Reykjavík Shorts and Docs 2002 Vert er að geta áhrifa heimildamynda á stýrðar myndir. Gcesapartí eftir Böðvar Bjarka Guðmundsson líkist því sem ensku- mælandi nefna "fictumentary", er í tals- verðum fréttastíl. Og tilbúin viðtöl við aðalleikarana eru stór hluti af Gemsum eftir Mikael Torfason. Þetta eru aðeins nokkur dæmi. Hvað veldur? Meðfærilegri tækni? Meiri áhugi á "alvöru"-málefnum, á "sönnum sögum", á samtímanum? Innlit - útlit Mig grunar að hluti af skýringunni á því hve margar heimildamyndir gerast nú skarpari og einbeittari og ná betur til áhorfenda sé sjálfsmyndarkreppa sam- tímamannsins. Fólk leitar samkvæmt þessum grun mínum í auknum mæli að tilgangi, samhengi, svörum af einhverju tagi - og heimildarmyndafólk vinnur af meiri ástríðu og einlægni en oft áður. Valgerður Matthíasdóttir hefur um skeið verið með merkilegan og vinsælan sjón- varpsþátt á Skjá einum sem nefnist Inn- lit/útlit. Hún lítur inn hjá fólki og sýnir vistarverurnar. En um leið er önnur merking í þessu, innlit merkir að gest- gjafinn hleypir okkur að sér og útlit að hann er að reyna að sýnast eitthvað með ásýnd heimilsins, það er listaverkið hans. Þættirnir eru því um hvernig einstakl- ingurinn stendur sig sem leikari í eigin leikmynd, hverju hann er að reyna að koma á framfæri, meðvitað eða ómeðvitað. Mér hefur dottið í hug að flokka mætti heimildarmyndir með þetta í huga. "Innlit" má þá kalla þau ágengu verk sem kafa í efniviðinn og reyna að skapa rétta til- finningu fyrir honum. Einstaklingarnir verða þá líka að gefa færi á sér. "Útlit" má kalla þær heimildarmyndir sem eru upp- stilltari og leitast við að gefa breiðara yfirlit, sýna samhengi og sögu. Þær ná því sjaldan að verða meira en skýrsla. Nokkur íslensk innlit Innlit eru oft ágeng og ögrandi en það er samt ekki eins mikið yfirheyrt núna og njósnað eins og títt hefur verið í heimilda- myndagerð áður. Áhorfendur á íslandi 2002 gátu horft á mörg innlit sem rann- sökuðu einstaklinga og áráttur, svo að við færðumst bæði nær þeim og sjálfum okkur. Athyglisvert má telja að nær helmingur þeirra fjallar um listamenn. Minna má einnig á þáttaröðina Maður er nefndur. Hér eru dæmi um stök verk og ég gef þeim gæðastjörnur, fjórar mest: **** Hlemmur eftir Ólaf Sveinsson (nokkrar persónur sem komu reglulega á biðstöð SVR á Hlemmtorgi í margs konar baráttu). **** Varði Goes Europe eftir Grím Hákonarson (gítarleikarinn Hallvarður Ásgeirsson í óvissuferð með gítarinn sem strætaspilari fræðist stanslaust af skraut- legum kollegum). *** í skóm drekans eftir Hrönn Sveinsdóttur og Árna Sveinsson (reynsla af kroppasýningu 2000). Hlaut Eddu- verðlaun sem besta heimildarmynd ársins 2002. *** Leitin að Rajeev eftir Rúnar Rúnarsson og Birtu Fróðadóttir (leit að æskuvin sem finnst ótrúlegt nokk á Indlandi). *** Lokinhamrar eftir Sigurð Grímsson (fylgst í nær tvö ár með einbúanum Sigurjóni Jónassyni bónda á Lokin- hömrum í Arnarfirði og þar á meðal tilfinningaþrungnum lokunum á föstum búskap þar). *** Möhöguleikar eftir Ara Alexander Ergis Magnússon (Sigurður Guðmunds- son Iistamaður hannar, staðsetur og framkvæmir listaverk í nokkrum löndum). Var á vinnslustigi kölluð Tuttugu bit, m.a. oft hér í blaðinu. Tilnefnd til Eddu- verðlauna. *** Pam & Nói og mennimir þeirra (konur frá Suðaustur-Asíu finna lífs- förunauta í Kelduhverfi í Norður-Þing- eyjarsýslu). Myndgerðin tók þrjú ár og sýnir bæði vetrargolf fyrir norðan og húsbyggingar í Tælandi. Tilnefnd til Eddu- verðlauna. *** Samrœða um kvikmynd eftir Ara Halldórsson og Hákon Má Oddson. (Þor- geir Þorgeirson messar um kvikmyndir, 6 LAND & SYNIR

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.