Land & synir - 01.02.2003, Side 10

Land & synir - 01.02.2003, Side 10
KVIKMYNDASJÓÐUR - IN MEMORIAM Hvernig sjóðurinn varð að veruleika: Knúts þáttur Hallssonar / Arið 1978 (8. maí) samþykkti Alþingi lög um Kvikmyndasjóð og fór fyrsta úthlutun úr honum fram árið 1979. Málið átti sér nokkurn aðdraganda. I landinu var orðinn til hópur manna sem stundað höfðu nám í kvik- myndagerð og/eða unnið leikið efni fyrir sjónvarp. Þessir aðilar, ásamt ýmsum öðrum sem áhuga höfðu á kvikmyndinni sem listformi, höfðu þrýst á ráðamenn um aðkomu ríkisins að fjármögnun bíómynda. í þessum efnum nutu þeir stuðnings Knúts Hallssonar, þáverandi deildarstjóra menn- ingarmála í Menntamálaráðu- neytinu (síðar ráðuneytisstjóra). (samtalsbók Árna Þórarins- sonar við Hrafn Gunnlaugsson, “Krummi", lýsir Hrafn ferlinu á þennan hátt: “Tilkoma Kvikmyndasjóðs er Knúti Hallssyni öðrum fremur að þakka. Hann hafði árum saman starfað að listum og menningarmálum í mennta- málaráðuneytinu og var með brennandi áhuga á kvikmyndum [...]. Knútur stýrði stofnun Kvikmyndasjóðs bak við tjöldin og við rerum í ráðamönnum, Thor Vilhjálmsson, Baldvin Tryggvason, Birgir Sigurðsson og Indriði G. Þorsteinsson. Albert Guðmundsson var líka drjúgur stuðningsmaður.” Knútur viðurkennir að “hafa verið viðstaddur getnað og fæðingu króg- ans” eins og hann orðar það svo skemmtilega í stuttu spjalli við L&S, “en ég tel mig þó ekki vera einan föður að, þar komu fleiri til. En í minni föðurlegu umsjá var blessað afkvæmið um ellefu ára skeið.” Þegar hann er beðinn um að rifja upp hvernig sjóðurinn varð að veruleika segir hann: “Það er skemmtilegur paradox að ráðherrann sem ýtti Kvikmyndasjóði úr vör hafði aldrei í bíó komið - að því er hann sagði mér sjálfur. Þetta var öðlingurinn Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði. Ekki skiptir máli hvort þetta er þókstaflega satt en Vilhjálmur var laundrjúgur húmoristi og vís til að skrökva ýmsu uppá sig til að krydda frásögnina. Hann þekkti auðvitað líka hina frægu setningu Jónasar frá Hriflu, þegar hann var að skrökva sem mest: “Þetta hefði getað verið satt”. Ég legg því til að litið verði á þessa sögu sem heil- agan sannleik í íslenskri kvik- myndasögu.” Knútur lýsir því ennfremur þegar þeir Vilhjálmur, skunduðu á fund Matthísar Mathiesen, sem þá var fjármálaráðherra, til að reyna að kría útúr honum fjárveitingu sem mætti verða tannfé hins nýja sjóðs. “Matt- hías tók glaðhlakkalega á móti okkur og ég býst við að við Vilhjálmur höfum notið þess að Hafnfirðingnum hafi runnið blóðið til skyldunnar, en á sokkabandsárum minnar kynslóðar og Matthíasar var Hafnarfjörður einskonar Mekka kvikmyndanna á íslandi þegar þar voru sýndar allar helstu myndir frá gull-aldartímabili evrópskrar kvikmyndagerðar. Þá var oft fullt í Hafnarfjarðarstrætó. Matthías féllst á að veita 30 milljónum króna til sjóðsins. Þetta var reyndar ekki há upphæð en mestu máli skipti að eitthvert byrjunarframlag fengist og að sjóðurinn kæmist á fjárlög. Þar með var hann “kominn á blað” eins og stundum er sagt og eftirleikurinn væntanlega auðveldari að knýja á um raunsærri fjárveitingar er fram liðu stundir.” Þessar upphæð svarar til um 17 milljóna króna í dag. Á sínum tíma var talað um að þessi heildarupphæð væri um helmingur af kostnaði við ódýra mynd. Til samanburðar hefur hin nýja Kvikmyndamiðstöð til umráða fé eyrnamerkt leiknum bíómyndum sem samsvarar kostnaði við eina stóra mynd (á íslenskan mælikvarða). VÍKINGARIKÆNUGARÐI: Frá vlnstri: Hrafn Gunnlaugsson, Hilmar Oddsson og Knútur Hallsson á ferðalagi með íslenskar myndir í Rússlandi (úr bókinni "Krummi” eftir Árna Þórarinsson). INNFELLD MYND: Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra 1974-1978. stöðugt en vandinn er að líkt og svo oft áður bera menn ekki gæfu til að standa saman, heldur er ein höndin gjarnan upp á móti annarri varðandi það sem gera þurfi. Á þessum tíma stendur endurskoðun kvikmyndalaganna frá ’84 einnig yfir og þar greinir menn einnig á um markmið og leiðir. 1997 ákveður úthlutunarnefnd sjóðsins af einhverjum ástæðum að veita engum peningum til heimildar- eða stuttmynda og verður það ekki til að bæta andrúmsloftið. Ljóst er að stjórnvöld hafa ekki mikinn áhuga á að koma til móts við kvikmynda- gerðarmenn meðan bransinn logar í innbyrðis deilum. Land & synir, tímarit kvikmynda- gerðarmanna, er stofnað 1995 og í blaðinu á þessum árum má finna ýmsar greinar og hugleiðingar um sjóðinn, bæði starfsaðferðir hans og hvernig menn gætu hugsað sér hann í fram- tíðinni. Sérstaklega er deilt á úthlutun- arnefndarfyrirkomulagið og vanmátt þess til að vinna með markvissum og faglegum hætti með umsækjendum. Einnig er mikið fjallað um gildi verk- efnaþróunar, en sjóðurinn ákvað um þetta leyti að auka slíka aðstoð og reyna að gera hana markvissari. Á ýmsu hefur þar gengið, en segja má þegar litið er yfir sviðið að þróunin hafi verið hæg-fara í rétta átt. 4. HLUTI: TÍMAMÓT 1998 er algjört tímamótaár. Aflvaki Reykjavíkur hf. lætur Viðskiptafræði- stofnun Háskóla íslands vinna ítarlega skýrslu um stöðu íslenskrar kvik- myndagerðar, þar sem m.a. kemur fram að stuðningur stjórnvalda við kvik- myndagerð er miklu minni en við aðrar listgreinar. í skýrslunni eru færð rök fyrir því að með auknu fjármagni til sjóðsins eflist ekki aðeins íslenskur kvikmyndaiðnaður heldur mundi það færa þjóðarbúinu auknar tekjur. Land & synir birtir sögulegt viðtal haustið 1998 við Björn Bjarnason, þá- verandi menntamálaráðherra, rétt eftir útkomu skýrslu Aflvaka. Þar kemur fram skýr vilji hans til að leita leiða að efla sjóðinn og skapa um hann frið. I framhaldinu verður hröð atburðarás. 10 LAND & SYNIR

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.