Land & synir - 01.02.2003, Qupperneq 16

Land & synir - 01.02.2003, Qupperneq 16
Þakkarræða Magnúsar Magnússonar við afhendingu heiðursverðlauna íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á Edduverðlaunahátíðinni 10. nóvember 2002: Ævintýraferðir hugans Forseti íslands, menntamálaráðherra, virðulega samkoma - kæru landan Nú dugar ekki nema að reyna að beygja rétt og gæta að sérhljóðum... Ég þakka hjartanlega þessa miklu vegsemd, sem flýgur hér upp í fangið á mér, íslendingi að utan, og það frá kollegum og sam- herjum hér heima. Ég er einlægur aðdáandi íslenskrar kvikmynda- gerðar, og afar hreykinn af því að standa hér, með svona glæsi- lega viðurkenningu; - en tilefnið kemur mér líka svolítið úr jafnvægi. Enginn veit í raun hvernig Garðari Hólm í Brekkukots- annáli Laxness var innan- brjósts, þegar hann kom heim til að “troða upp” og syngja í Gúðmúnsensbúð og það hafði lengi flogið fyrir í bænum að hann væri héiimsfrægur óperu- söngvari, Þótt'hann virtist á yfirborðinu jafnán léttúðugur, hlýtur hann að hafa verið meir en lítið taugaóstyrkur; hann var alveg komin í steik. Og hið sama, get ég fullvissað ykkur um, gildir um mig ein- mitt núna. Ég hef verið ótrúlega heppinn í lífinu: heppinn í vali mínu á lífsstíl og ævistarfi í blaðamennsku og sjónvarpi; heppinn að eignast alltaf bestu vinina; heppinn að geta helgað mig ævintýraferðum hugans, leit að meiri þekkingu og nýjustu upplýsingum - og miðlað þeim til annarra; heppinn, fyrst og fremst, að hafa verið fæddur íslenskur og alinn upp sem íslendingur. Að vera íslendingur hefur gefið mér þau forréttindi að óðlast innsýn í sérstæðan menningar- og náttúruarf stærstu smáþjóðar heimsins - ‘the biggest little country in the world', eins og ég kalla það á ensku. Þannig eignaðist ég hlutdeild þessum einstaka listaarfi íslands, sem ég hef endalaust reynt að þýða og túlka á erlendu tungumáli: (slendingasögurnar með öllum þessum lýsandi söguminjum í sjálfu landslaginu; skáldsögur Halldórs Laxness, sem mér þykir vænna um en ég get sagt í orðum; og hina ólgandi listsköpun og alheimsviðskiptakynningar sem eru eins og eldgos og hafa verið svo einkennandi fyrir þessa rúmu hálfu öld sem við höfum verið sjálfstæð þjóð. í starfsvali mínu sem ‘professional lcelander’ - “íslendingur að atvinnu", einsog ég er kallaður í Bretlandi - var mér það gefið að tala, hátt og skýrt og oft, um þessa þjóð á ystu nöf í norðri, sem er mér svo óendanlega kær. Og svo stend ég nú hér. Kominn heim enn á ný. Heiðursverðlaun af þessu tagi snúast raunverulega um það, að tóra nógu lengi til að hljóta þau. En hvað er það að lifa af? Að hvert og eitt okkar haldi velli? Að þjóð haldi velli? Svarið við þeirri spurningu finnst mér felast í orðum Hávamála: Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfur hiö sama,- en oröstír deyr aldregi hveim er sér góðan getr. Kæru vinir: ég þakka íslensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunni fyrir að veita mér þennan heiður og auka svo rausnarlega þann orðstír sem við öll stöðugt þráum. Kærar þakkir. Ávarp Tómasar Inga Olrich, menntamálaráðherra á Edduverðlaunahátíðinni 10. nóvember 2002: Sögumaður afguðs ndð íslendingurinn og heimsborgarinn Magnús Magn- ússon hefur lengi verið einn af þungaviktarmönnum ( bresku sjónvarpi. Hann er jafnframt einn af ötulustu og mikilvirkustu fulltrúum íslands og íslenskrar menningar í þessu heimsþorpi, sem sjónvarpið hefur ekki síst átt þátt í að smíða. Meðal frægra þátta Magnúsar Magnússonar ber fyrst að nefna Mastermind spurningaþáttinn ( BBC, sem Magnús stýrði í 25 ár. Af öðrum þekktum þáttum Magnúsar má geta Króníku, vikulegs þáttar um sögu og fornleifafræði, sem hann var upphafsmaður að og hafði umsjón með allt til 1980. Það sama ár birtist Magnús á skjá BBC með yfirgripsmikla þáttaröð um sögu víkinganna. Um svipað leiti var sýnd þáttaröðin “Goðsagnir í lifanda lífi”. Fleiri þáttaraðir um sögu og fornleifafræði hefur Magnús gert, svo sem þætti um fornleifar í Landinu helga. Sem sjónvarpsmaður hefur Magnús afburðahæfileika: Hann býr yfir mikilli þekkingu á viðfangsefninu og næmum skilningi á aðal- atriðum; hann er sögumaður af guðs náð, búinn persónutöfrum sem enginn stenst. Þannig hefur Magnúsi tekist að gera fræða- grúsk um fortíðina að heillandi dagskrárefni í sterkasta fjölmiðli nútímans, sjónvarpinu. Þótt þessi íslenski ríkisborgari hafi aðeins búið 9 mánuði á fs- landi, hefur hann varið drjúgum hluta ævi sinnar í að fræða um- heiminn um ísland. Hann hefur, auk sjónvarpsferils síns, verið af- kastamikill rithöfundur og þýðandi, en meðal þess sem Magnús hefur þýtt á ensku eru nokkrar íslendingasagna og verk Halldórs Laxness. Magnús hefur því borið hróður íslands um víða veröld. Magnús hefur verið sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við sjö skoska og enska háskóla; hann hefur hlotið fjölmargar aðrar viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. íslensku fálkaorðuna og heið- ursriddaraorðu hins breska heimsveldisins árið 1989, en það er æðsti heiður, sem erlendum ríkisborgara getur hlotnast á breskri grundu. Magnús Magnússon, sjónvarpsmaður og rithöfundur, fær heiðursverðlaun íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2002 fyrir mikið og farsælt starf sitt við dagskrárgerð fyrir sjónvarp f tæp 40 ár. Magnús Magnússon tekur við heiðursverðlaunum ÍKSA úr hendi Tómasar Inga Oirích menntamáiaráðherra á Eddu- verðlaununum 10. nóvember 2002. (ijósm. Jim Smart/Mbl.)

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.