Land & synir - 01.02.2003, Qupperneq 14

Land & synir - 01.02.2003, Qupperneq 14
B í Ó M Y N D I R Bókmyndir á hvítu tjaldi EFTIR HÁKON GUNNARSSON Hugtakið bókmyndir hefég fengið að láni úrgrein sem birtist í Þjóðviijanum og fjallaði um frumsýningu Brennunjálssögu (Friðrik Þór Friðriksson, 1981). Höfundur þeirrar greinar er ekki alveg viss á hvað hann hafi verið að horfa og spyr sig meðal annars hvort það hafi verið: „[...] bókmenntaðar kvikmyndir? Kvikmyndaðar bókmyndir?,, Þeirri spurningu get ég ekki svarað, en hún hlýtur að teljast ein óvenju- legasta aðlögun íslenskrar kvikmyndasögu. Það sem mig langar til að gera í þessari grein er að spá aðeins f fyrirbærið kvikmyndaaðlögun og sambandið á milli kvikmynda og bókmennta. slendingar hafa löngum stært sig af I því að vera bókaþjóð. Við höfum J-lifað afbókmenntunum mann fram af manni, hvort heldur sem þær hafa verið andlegt fóður eða hreinn og klár matur. Samt er ekki mjög stór hluti ísl- enskra kvikmynda aðlagaðar eftir skáld- sögum, smásögum eða leikritum, að- eins 17 af 72 eða 23.6 % leikinna mynda sem frumsýndar voru á árunum 1962 til upp- hafs 2002. Hér hef ég talið frá og með frum- sýningu 79 af stöðinni (Erik Balling, 1962) til Gemsa (Mikael Torfa- son, 2002). Til þess að finna eitthvað til að miða við í erlendri kvikmyndagerð datt mér í hug að athuga listann yfir 40 vinsælustu kvikmyndirnar árið 2001, sem eru að lang stærstum hluta banda- rískar. Af þessum 40 eru 13 byggðar á skáldsögum eða smásögum, 1 á tölvu- leik og 1 á tímaritsgrein. Auk þess eru 2 endurgerðir annarra kvikmynda (raunar eru þær 3 því Planet of the Apes (Tim Burton, 2001) er hvoru tveggja endurgerð eldri kvikmyndar og aðlögun skáldsögu). Ef við tökum bara þessar 13 af 40 eru það 32,5%, sem er talsvert hærra hlutfall en í íslenskri kvikmyndagerð. Ég skal fúslega viðurkenna að það er ekki vísindaleg aðferð að nota hlutfallið af öllum leiknum íslenskum kvikmynd- um á móti þeim 40 vinsælustu í heiminum til þess að komast að niður- stöðu. Það er jafnvel líklegt að önnur niðurstaða fengist ef önnur aðferð væri notuð, en þetta er kannski vísbending um að íslenskir kvikmyndagerðarmenn noti síður verk annarra til þess að gera sín, en bandarískir starfsbræður þeirra. Þetta getur líka bent til þess að að- laganir séu vinsælli en aðrar kvikmynd- ir. í því samhengi má benda á að 4 af 10 vinsælustu íslensku kvikmyndunum eru aðlaganir og einnig 7 af 10 vinsælustu kvikmyndunum í heiminum árið 2001. Hlutfallið þarna á milli bendir enn til þess að íslenskar kvikmyndir séu síður aðlaganir. Aðlaganir eru því kannski ekkert stærri þáttur í íslenskri kvikmyndagerð en annars staðar. Kannski er það eins gott því það er ekki víst að úr góðri skáldsögu verði góð kvikmynd. Jean- Luc Godard hélt því fram að of góðar bækur væru byrði á kvikmyndagerðar- manninum. Enda er oft sagt: „bókin var betri“, þegar er verið að tala um aðlaganir og það getur verið rétt hjá Godard að meðalgóðar skáldsögur með áhugaverðan grunn sem sé hægt að vinna úr henti betur til aðlögunar, en auðvitað er hægt að gera góðar kvik- myndir eftir góðum bókum og það hefur verið gert. Sjálfsagt er hægt að aðlaga flestar skáldsögur, smásögur, leikrit eða söngleiki að kvikmynda- forminu. Ætli sé samt ekki betra að kvikmynda sögu sem gerð var sér- staklega fyrir það form? Ég er ekki að gera lítið úr kvikmynda- aðlögunum sem slíkum. Án þeirra hefðum við misst af mörgum góðum kvikmyndum. Ég vil nefna All Quiet on the Western Front (Lewis Milestone, 1930), The Philadelphia Story (George Cukor, 1940), Rear Window (Alfred Hitchcock, 1954), Goldfinger (Guy Hamilton, 1964), One Flew Over the Cuckoo’s Nest (Milos Forman, 1975), Blade Runner (Ridley Scott, 1982), The Little Mermaid (John Musker og Ron Clements, 1989) eða Engla alheimsins (Friðrik Þór Friðriksson, 2000). Þessar myndir eru mjög ólíkar innbyrðis, mis- gamlar og tilheyra nokkrum kvik- myndagreinum, en allt eru þetta að- laganir á skáldsögum eða leikritum. Góðar kvikmyndir sem byggja á öðrum verkum. Ég er alls ekki að kvarta yfir því að kvikmyndagerðarmenn aðlagi bók- menntir að sínu formi, oft hefur það verið gert með góðum árangri. Það sem ég er að velta fýrir mér er hvert sam- bandið sé á milli mismunandi list- greina. Sambandið á milli listaverka getur verið nokkuð flókið. Rithöfundar vísa hverjir í aðra með tilvitnunum eða með því að skrifa innan ákveðinna hefða og sama má segja um kvikmyndagerðar- menn. Þegar bók er komið á hvíta tjaldið vísar ræman ekki bara til bókar- 14 LAND & SYNIR

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.