Land & synir - 01.02.2003, Qupperneq 15

Land & synir - 01.02.2003, Qupperneq 15
innar, heldur annarra mynda innan sömu hefðar og svo framvegis. Þannig má segja að hvort sem um er að ræða aðlögun eða ekki þá séu flest listaverk sköpuð úr öðrum listaverkum, vegna þess að það sé ákveðið flæði á milli lista- manna. Kvikmyndaaðlaganir eru því kannski bara hluti eðlilegs flæðis á milli bókmennta og kvikmynda. Bókmenntir eru vissulega misgóð til aðlögunar. Það virðist ómögulegt að aðlaga sumt, á meðan önnur verk virðast hreinlega samin með kvikmyndina í huga. Flétta sögunnar getur hentað vel til aðlögunar eða sagan verið myndræn. Þá er kannski ekki svo langt á milli bók- menntaverks og kvikmyndahandrits. Ef við segjum sem svo að aðlaganir séu bara hluti eðlilegs flæðis á milli list- greina, hvers vegnar er þá flæðið svona mikið á annan veginn? Frá bókmennt- um til kvikmynda, en ekki öfugt. Er eitthvað verra að aðlaga frá kvikmynd til skáldsögu? Er það kannski ekki talið eins virðingarvert? Til þess að flæðið eða sambandið sé gagnkvæmt ætti ekki að vera verra að aðlaga í eina átt en aðra og þá ætti að vera meira af því að sögur úr kvikmyndum rötuðu á blaðsíður skáldsagna eða leiksvið, en raun ber vitni. Getur verið að rithöfundar og kvik- myndagerðarmenn líti ekki eins á verk hvorra annarra? Bók- menntirnar séu taldar kvikmyndunum æðri? Því sé ekki vert að taka ræmur og aðlaga þær yfir á pappír. Maður gæti að minnsta kosti haldið það þegar maður spáir í að fyrst komu barnabækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur. Seinna kom svo barnamyndin Jón Oddur og Jón Bjarni (Þráinn Bertels- son, 1981) sem er aðlögun á sögum Guðrúnar og nýlega var frumsýnt sam- nefnt leikrit. Barnamynd Ara Kristins- sonar Stikkfrí kom árið 1997, en hve- nær mun samnefnd barnabók verða gefm út? Fyrst kom skáldsagan Mávahlátur (1995) eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Árið 1998 var leikgerð Jóns Hjartarsonar af því verki frumsýnd og loks er komin samnefnd kvikmynd (Ágúst Guðmundsson, 2001), en hvenær munu til dæmis Börn náttúrunnar (Friðrik Þór Friðriksson, 1991), Tár úr steini (Hilmar Oddsson, 1995) eða Islenski draumurinn (Róbert I. Douglas, 2000) verða aðlöguð og gefin út sem skáld- sögur eða sett upp sem leikrit? Er eitthvað fáránlegt við þessa röksemda- færslu? Er eitthvað fáránlegt við að sögur geti farið í báðar áttir á milli listforma, en ekki bara í aðra? Ef eitthvað fáránlegt er við þetta, er það eJdd vegna þess að flæðið á bara að vera í aðra áttina? Vegna þess að annað formið er talið hinu æðra? Aðlögun frá kvikmynd til skáldsögu þekldst vissulega, en það virðist ekld mikið um það. Þráinn Bertelsson komst einna næst því hérlendis þegar hann gerði þau verk sem hann kallar tvíbura, vegna þess að þau fæddust nokkuð samhliða, það er að segja Sigla himin- fley (skáldsaga 1992 og sjónvarps- þáttaröð 1994). Er- lendis er hægt að finna fleiri dæmi um bók- menntir sem skrifaðar eru eftir kvikmyndum, en þær virðast ekki mjög hátt skrifaðar. Ég hef ekki enn rekist á bókagagnrýni um slíka bók þar sem gagnrýnandinn fellur í stafi fyrir bókinni, en á hinn bóginn þarf ekJd að leita langt til þess að sjá dæmi um það í kvikmyndagagnrýni, til dæmis viðtökur Hringadróttinssögu (Peter Jackson, 2001) og Engla alheimsins. Annað hvort eru þeir sem gera kvik- myndaaðlaganir einfaldlega betri við sína vinnu en hinir, eða þetta hefur eitthvað með formið að gera. Það virðist vera snobbað fyrir bók- menntunum í kvikmyndum, fremur en öfugt. Er það kannski vegna þess að bókmenntirnar eiga sér mörg þúsund ára hefð? Kviður Hómers eru hátt í 3000 ára gamlar og ein elstu varðveittu bók- menntaverkin. Á með- an eiga kvikmynd- irnar sér ekki nema rúmlega aldar hefð. Telja menn að þess vegna sé það sem kemur úr bók- menntunum einfaldlega merldlegra en kvilcmyndunum? Kannski er ég að misskilja þetta alger- lega. Stundum er sagt í gamni eða alvöru: „Nei, ég hef ekki lesið bókina. Ég er að bíða eftir myndinni.“ Ef við lítum á málið frá þessu sjónarhorni, má segja að bókmenntirnar séu orðnar að hálfgerðum millilið, leið til að prófa sögur fýrir kvikmyndir. Virki þær nógu vel á pappírnum er hægt að nota þær á hvíta tjaldið. Þar með hefur dæmið allt í einu snúist við og kvikmyndirnar orðnar ofan á. Formin tvö eru jafngild og það er ekkert óeðlilegt við flæði á milli þeirra. Uppruni sögunnar skiptir kannski elcki jafn miklu máli og hvernig til tekst, er kvikmyndin / skáldsagan / leikritið gott eður ei? Samt hlýtur að teljast verulega skrýtið að svo mikil stífla sé á flæðinu í aðra áttina. Spurning hvort ekki sé rétt að fá pípulagningamann í málið? Höfundur er MA í bókmenntafrœði og hefur skrifað til jafns um kvikmyndir og bókmenntir. Heimildir: „Aðsókn ársins í Bandankjunum og öðrum löndum alls“. Extra.bíó, febrúar 2002, bls. 27. Kristín Jónsdóttir. “Tímaþjófurinn”. Heimur kvikmyndanna. Ritstjóri Guðni Elísson. Reykjavík: Forlagið and art.is, 1999, 986-988. m. „Þá brann Brennu-Njáls saga!“. Þjóðviljinn, 8.-9. febrúar 1981, bls. 3. Ólafur H. Torfason. „Vinsælar íslenskar bíómyndir". Heimasíða: http://notendur.centrum.is/%7Eolafurht/- textar/greinar/isl_biom_1962_2001.htm (Heimild úr DV, 4. mars. 2000.) LAND & SYNIR 15

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.