Land & synir - 01.02.2003, Side 9

Land & synir - 01.02.2003, Side 9
KVIKMYNDASJÓÐUR - IN MEMORIAM mynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes Þess var krafist að Islendingar tækju fullan þátt í kostnaði til jafns við aðra en slíkt hefði reynst sjóðnum ofviða. Sökum góðra tengsla Knúts við Klas Olafson, þáverandi stjórnanda sænsku kvikmyndastofnunarinnar, fékkst hlut- deild íslands lækkuð í 1% af kostnaði eins og svo oft gerist í norrænu sam- starfi. Þorsteinn Jónsson tekur við fram- kvæmdastjórastarfinu 1990. Ári eftir er aðeins ein mynd frumsýnd. Reyndar engin önnur en Börn náttúrunnar sem verður að teljast tímamótamynd í ísl- enskri kvikmyndasögu, enda varð hún til þess að koma íslenskri kvikmynda- gerð “á kortið” í alþjóðlegu samhengi og þá sérstaklega hvað varðar feril Friðriks Þórs og fyrirtækis hans, íslensku kvik- myndasamsteypunnar. 3. HLUTI: ERLEND SAMVINNA EYKST 1992 hefst nýr kafli þar sem þáttur erlends fjármagns stækkar. Til sögunnar eru komnir sjóðir á borð við Eurimages (stofnaður 1989) og Norræna kvik- myndasjóðinn (stofnaður 1986), sem skapa svigrúm til samframleiðslu í mun meira mæli en áður. Bryndís Schram verður um þetta leyti forstöðumaður sjóðsins. 1992 er ákveðið tímamótaár því þá eru sýndar hvorki meira né minna en sex myndir, þar af helmingurinn eftir nýja leikstjóra. Tvær þeirra (Veggfóður og Sódóma Reykjavík) fá ekki aðeins mikla aðsókn (40.-50.000 manns að sögn framleiðenda) heldur færa popp- menningu samtímans inní íslenska kvikmyndagerð, nokkuð sem ýmsum þótti tími komin til. Þá styðja Frakkar og Skandinavar hið metnaðarfulla verk Kristínar Jóhannesdóttur Svo á jörðu sem á himni sem var frumsýnd þetta ár. í kjölfar velgengni Barna náttúrunnar vex íslensku kvikmyndasamsteypunni mjög ásmegin og verður nokkurskonar hryggjarsúla íslenskrar kvikmyndagerð- ar sem framleiðandi eða meðframleið- andi meirihluta íslenskra bíómynda. 1995 er annað “sprengjuár” þar sem sjö myndir eru frumsýndar, þar af fimm sem Samsteypan kemur að með einum eða öðrum hætti. En þrátt fyrir mikinn metnað margra þessara mynda veldur aðsóknin vonbrigðum. Ári síðar birtist þó Djöflaeyja Friðriks Þórs og slær svo hressilega í gegn að leita verður aftur til upphafsáranna að samanburði (um 80.000 áhorfendur skv. tölum Félags kvikmyndahúsaeigenda). Smæð sjóðsins og hið lága styrkhlut- fall gerir framleiðendum sífellt erfiðara fyrir, ekki síst gagnvart erlendum fjár- festum sem undrast hið lága hlutfall heimafjármögnunar (rúm 20% að meðaltali). 1996 segir Bryndís Schram af sér eftir að hafa kvartað yfir skilningsleysi stjórn- valda á mikilvægi íslenskra kvilcmynda. Þorfinnur Ómarsson tekur við stöð- unni. Við næstu úthlutun sjóðsins hefur framlag ríkisins hækkað um tæplega 70%, eða úr 45 milljónum í 75 milljónir. Stærstu vilyrðin það árið fara til Myrkrahöfðingjans í leikstjórn Hrafns Gunnlaugssonar (38.7 milljónir - langhæsta vilyrði fram að því) og Engla alheimsins (26 milljónir) í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Þrátt fyrir þessa hækkun á framlögum til sjóðsins er hann áfram smár í sniðum og styrkhlutfallið hækkar ekki, heldur er reynt að ýta fleiri verkefnum úr vör. Þrýstingur kvikmyndagerðarmanna á stjórnvöld um framtíðarúrbætur eykst Þessir hafa oftast fengið úr sjóðnum Eftirtaldir leikstjórar fengu oftast fyrirgreiðslu til framleiðslu bíómynda á starfstíma Kvikmyndasjóðs. Reiknað er frá fyrsta ári sem viðkomandi leikstjóri fékk styrk (ath.: óaf- greidd vilyrði eru einnig reiknuð með): • Friðrik Þór Friðriksson, átta styrkir (rúmlega annað hvert ár að meðaltali) • Hrafn Gunnlaugsson, sjö styrkir (rúmlega þriðja hvert ár að meðaltali) • Ágúst Guðmundsson, sex styrkir (tæplega fjórða hvert ár að meðaltali) • Guðný Halldórsdóttir, sex styrkir (fjórir ef aðeins eru talin þau verk sem hún hefur leikstýrt, hin tvö skrifaði hún handrit að og framleiddi - rúmlega þriðja hvert ár að meðaltali á hvorn veg sem reiknað er). • Þráinn Bertelsson, fimm styrkir (Dalalíf og Löggulíf munu hafa verið gerðar án styrkja úr sjóðnum - rúmlega fjórða hvert ár að meðaltali). Nokkrir aðrir ieikstjórar hafa einnig “þokkaleg meðaltöl”, t.d.: • Baltasar Kormákur (annað hvert ár að meðaltali) • Gísli Snær Erlingsson (þriðja hvert ár að meðaltali) • Óskar Jónasson (rúmlega þriðja hvert ár að meðaltali) • Hilmar Oddsson (fjórða hvert ár að meðaltali) LAND & SYNIR 9

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.