Land & synir - 01.02.2003, Side 13

Land & synir - 01.02.2003, Side 13
HEIMILDARMYNDIR Pam ogNoi og mennirnirþeirra, heimildarmynd Ásthildar Kjartansdóttur um tvær tailenskar “tengdadætur tslands”, fékk ekki mikla aðsókn þegarhún varsýnd í Háskólabíói í október ífyrra. Sennilega hefði fenntyfirþessa mynd afskaplega fljótt efdómnefnd Edduverðlaunanna hefði ekki komið til skjalanna og tilnefnt hana eina affimm heimildarmyndum ársins 2002. Sem húnfyllilega stendur undir. málum, kynþáttafordómum, atvinnu- og réttindamálum o.þ.h. Og hún er heldur ekki að boða þetta fagnaðar- erindi sem einkennir umfjöllun RÚV um nýbúa, og gengur út á að hamra á því hvað þetta fólk er harðduglegt og rekst vel í þjóðfélaginu og hversu mikill akkur er í því fyrir atvinnulífið í landinu að hafa það. Ásthildi tekst að hefja söguna upp yfir þessa stöðluðu nýbúa- umræðu og á sammannlegt plan - ef svo mætti að orði komast. Hún er hér að fjalla um efni sem nútímamanninum er afar hugleikið, er sígilt umfjöllunar- efni í kvikmyndum og virðist renna eins og rauður þráður í gegnum aðra hvora sjónvarpsþáttaröð: en það er vandinn að finna sér maka, hin þyrnum stráða braut sem leitin að lífsförunautnum er, hversu erfitt það getur verið að tengjast öðru fólki tilfinningaböndum. EFTIR ÖNNU TH. RÖGNVALDSDÓTTUR ær Pam og Noi sem um ræðir eru jafnöldrur og frænkur og ólust upp í litlu þorpi í norðurhluta Tailands, í frumstæðu landbúnaðar- samfélagi þar sem fólk rétt hefur í sig og á þegar árferði er venjulegt en um leið og eitthvað bregður út af blasir við örbirgð og hungur. Það var einmitt þegar miklir þurrkar gengu árið 1988 og hrísgrjónauppskeran brást að þær frænkur flosnuðu upp og héldu til Bangkok í atvinnuleit - sem var fyrsti leggurinn í 10 ára ferð sem á endanum bar þær til íslands. Bar þær í rauninni inn í annað landbúnaðarsamfélag sem hafði líka orðið hart úti - en þær þrengingar felast aðallega í því að bændum er bannað að framleiða eins mikið og þeir vilja og geta. ÍGILDI LEIKINNA MYNDA Ásthildur gerir sér ekkert sérstakt far um að rekja það nákvæmlega hvernig þessa íslandsferð bar að. Enda er það aukaatriði. Það nægir eiginlega að segja að Pam og Noi hafi kynnst tveim þing- eyskum bændasonum í Bangkok og komið til Islands til dvalar eða vinnu hjá þeim í framhaldinu. Og að aðilar hafi viljað láta á það reyna hvort úr þessu gæti ekki orðið sambönd til framtíðar. Pam og Noi og mennirnir þeirra er í bíómyndalengd, byggð á um 70 klst. af efni sem Ásthildur tók á þeim 3 árum sem hún fýlgdist með pörunum tveim- ur, Noi og ísak, Pam og Bimba. Heim- ildarmyndir þetta langar verða eins og ósjálfrátt ígildi leikinna mynda; formið kallar á sterka byggingu, áhugaverða sögu, framvindu, persónusköpun og tema. Og eins og ósjálfrátt vita áhorf- endur að frásögnin er ekki 100% “sönn” heldur er þetta saga sem Ásthildur hefur búið til. Eða kannski öllu heldur sú saga, af mörgum mögulegum sögum, sem hún vill draga fram. Heimildarmyndir eru ekki síst heimild um það hvernig höfundarnir nálgast viðfangsefnið og hver viðhorf þeirra eru til þess. TILHUGALÍF í N-ÞINGEYJARSÝSLU Pam og Noi og mennirnir þeirra er blessunarlega laus við þá mærð og hræsni sem gjarnan kemur yfir fólk þegar nýbúar eru annarsvegar, einkum asískir, þetta að þurfa að fárast yfir því hvað lífsskilyrðin séu ömurleg þarna austurfrá og hvað við séum í rauninni lánsöm og rík á íslandi (en kunnum ekki að meta það). Ásthildur hefur semsagt ekki áhuga á að predika yfir okkur og hún hefur heldur ekki áhuga á að gera félagslega úttekt á kjörum ný- búa: stefnu stjórnvalda í innflytjenda- TRAUST VIÐMÆLENDANNA Það er viðtekin skoðun að dramatísk verk verði að snúast um átök, annars sé ekkert drama á ferðinni. Það sama má eiginlega segja um heimildarmyndir, að það sé lítið varið í heimildarmyndir nema einhver átök liggi til grundvallar. Samskipti kynjanna er sígildur vett- vangur átaka og í Pam ogNoi og menn- irnirþeirra koma persónurnar úr mjög svo ólíkum menningarheimum sem magnar upp erfiðleikana í samskiptum þeirra. Það er ekki hvað síst viðbrögð fólks við erfiðleikum og andstreymi sem varpar ljósi á það hvaða mann það hefur að geyma. Pam og Noi og mennirnir þeirra er á stundum meinfyndin mynd en líka átakanleg. Greinilegt er að Ásthildur hefur náð trausti viðmælenda sinna, einkum kvennanna tveggja, og hún fjallar um þá af virðingu í myndinni (sem er hreint ekki alltaf tilfellið í heimildarmyndum og -þáttum) og reynir hvorki að fegra það né sverta. Hún hefur líka gott auga fyrir alls kyns smáatriðum sem oft og tíðum segja mikið um fólk, og í rás myndarinnar tekst henni að byggja upp þrívíða mynd af aðalpersónunum fjórum. Þegar upp er staðið liggur styrkur Pam og Noi og mennirnir þeirra fyrst og fremst í persónusköpuninni. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. LAND & SYNIR 13

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.