Fréttablaðið - 04.04.2018, Side 1

Fréttablaðið - 04.04.2018, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —7 8 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 4 . a p r Í l 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag sKoðun Ögmundur Jónasson skrifar um heimsvaldastefnu og stríðið í Sýrlandi. 11 sport Manchester City mætir Liverpool á Anfield í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í kvöld. Þeir bláklæddu hafa ekki átt góðu gengi að fagna á Anfield undanfarin ár. 12 Menning Barnakvikmyndahátíð hefst í Bíói Paradís á morgun með opnunarhátíð. 18 lÍfið Miðar á tónleika Skálm- aldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. 22 plús sérblað l fólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Epladagar m ar kh ön nu n eh f Gildir til 11. apríl Gildir til 11. apríl -30% ViðsKipti Tveir fyrrverandi banka- ráðsmenn Seðlabanka Íslands, Jón Helgi Egilsson og Ragnar Árnason, kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis yfir viðleitni sem þeir töldu að átt hefði sér stað innan bankans til þess að tak- marka svigrúm bankaráðs til þess að gegna lögbundnu eftirlitshlutverki sínu. Í bréfi sem umboðsmaður skrifaði til bankaráðs og forsætisráðherra í des- ember í fyrra og Markaðurinn hefur undir höndum voru ýmsar athuga- semdir gerðar við starfsreglur ráðsins, sem samþykktar voru 2016, og var jafnframt áréttað að gæta þyrfti þess að með reglunum væri ekki þrengt að eftirlitshlutverki bankaráðsins. Umboðsmaður sagðist í bréfinu hafa sett fram ábendingar með það að leiðarljósi að bankaráðið tæki til skoð- unar hvort tilefni væri til að bregðast við þeim. Þórunn Guðmundsdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir að í ljósi þess að starfstími núver- andi bankaráðs sé senn á enda hafi verið ákveðið að leggja málið til hliðar í bili. Hvað varðar það ákvæði í starfs- reglunum að bankaráðið geti ekki leitað til starfsmanna bankans nema að höfðu samráði við seðlabanka- stjóra, þá tekur umboðsmaður fram að hluti af upplýsingaöflun banka- ráðs kunni að felast í því að óska eftir að  starfsmenn bankans mæti á fund ráðsins til þess að veita þar milliliðalaust upplýsingar og svara spurningum. Ekki verði séð að stjórnunarréttur yfirmanna bankans gagnvart ein- stökum starfsmönnum geti fellt brott þennan upplýsingarétt bankaráðs nema mælt sé fyrir um slíkt í lögum. Í bréfinu nefnir umboðsmaður auk þess að ekki verði séð að fjarvera seðlabankastjóra geti alfarið komið í veg fyrir að bankaráðið haldi fund, líkt og Seðlabankinn hefur haldið fram. „Ég tel því að það sé að minnsta kosti ekki einhlít túlkun á ákvæð- inu að bankaráðsfundir verði ekki haldnir nema að bankastjóri sjái sér fært að mæta þótt almennt sé gert ráð fyrir að hann sitji fundi þess,“ segir í bréfinu. – hae, kij / sjá Markaðinn Kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis Umboðsmaður Alþingis gerir ýmsar athugasemdir við lagatúlkanir Seðlabanka Íslands og nýjar starfsreglur bankaráðs. Fyrrverandi bankaráðsmenn kvörtuðu til umboðsmanns og töldu að svigrúm bankaráðs til að sinna eftirlitshlutverki sínu hefði verið takmarkað. Ekki verður séð að ráðningarvald og stjórnunarréttur yfirmanna bankans gagnvart einstökum starfsmönnum geti fellt brott þennan upplýsingarétt bankaráðs. Úr bréfi setts umboðsmanns Alþingis til bankaráðs Seðlabanka Íslands Engin niðurstaða náðist á fundi kjaranefndar ljósmæðra og samninganefndar ríkisins í gær. Fjöldi fólks kom saman við skrifstofur ríkissáttasemjara í gær til að sýna ljósmæðrum stuðning. „Við erum þakklátar og orðlausar yfir því hvað við höfum mikinn stuðning,“ sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins í samtali við Fréttablaðið. Fréttablaðið/Eyþór HeilbrigðisMál Verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði segir ekki duga að beita siðferðiskenndinni gegn ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. „Á meðan við erum föst í því að refsa og banna og þurfum alltaf að taka afstöðu til þess hvort þetta er rétt eða rangt, þá náum við aldrei lengra,“ segir Svala Jóhannesdóttir verkefnastjóri. Hún gagnrýnir nálg- un yfirvalda á vandann sem fylgir ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja sem ganga kaupum og sölum á svörtum markaði. „Þegar Embætti landlæknis fer í átak gegn framboði þessara lyfja á ólöglega markaðnum, þá breytir það ekki eftirspurninni þótt fram- boðið minnki. En verðið hækkar hins vegar,“ segir Svala. – aá / sjá síðu 4 Bannstefnan bitnar mest á þeim veikustu 0 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 9 -3 3 C 8 1 F 5 9 -3 2 8 C 1 F 5 9 -3 1 5 0 1 F 5 9 -3 0 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.