Fréttablaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 2
Veður Stíf norðlæg átt í dag og svalt í veðri, einna hvassast austast. Léttskýjað sunnan og suðvestan til, en áfram snjókoma eða él annars staðar. sjá síðu 16 Brauðostur á tilboði! Nú færðu Brauðost 26% í sérmerktum umbúðum í næstu verslun. Náttúra „Mig grunar sterklega að það sé herjað á hreiður þeirra,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur hefur um margra ára bil fylgst með varpi fálkans. Hann ferðast árlega um 5.000 ferkílómetra svæði í Norður- og Suður-Þingeyjar- sýslu við rannsóknir sínar. Karlmaður var staðinn að verki við að smygla eggjum úr friðuðum íslenskum fuglum í ágúst í fyrra. Slík mál heyra til undantekninga nú til dags og mörg ár eru liðin frá því að menn voru staðnir að verki með fálkaegg. Ólafur segir þó vís- bendingar um að eggjaþjófar séu enn að valda búsifjum hjá fálk- anum. Ein mikilvæg vísbending er sú að á ákveðnum óðölum, þar sem fullorðnir kynþroska fuglar reyna varp flest ár, gengur ákaflega illa að koma upp ungum. Ólafur segir að fullorðnu fuglarnir séu þarna, þeir sjást jafnvel liggja á eggjum. En stundum hverfi öll eggin nema eitt og í sumum tilfellum er búið að setja hænuegg í staðinn. Eggja- og ungaþjófnaður var mjög áberandi snemma á níunda áratug síðustu aldar. „Þetta voru útlend- ingar og það var enginn túrismi byrjaður á þessum árstíma þegar þeir komu. Þessir menn voru mjög áberandi og fóru í sömu hreiður ár eftir ár. Þeir reyndu ekkert að leyna ferðum sínum til að byrja með,“ segir Ólafur. Þótt eggjaþjófnaður- inn sé ekki eins áberandi í dag er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur segir ekkert víst að það séu útlendingar sem taki eggin og karl- maðurinn sem var tekinn í fyrra var Íslendingur. „Ég veit að þessi óðöl eru heimsótt á hverju ári af mönn- um sem eru íslenskir,“ segir hann. Ólafur segir að eggjaþjófnaðurinn sé ekki eina hættan sem steðji að fálkanum. Þó að fuglinn hafi verið friðaður í meira en mannsaldur sé fjórðungur fugla, sem berist dauðir til stofnunarinnar og eru krufnir, með áverka sem bendi til þess að skotið hafi verið á þá. „Þrátt fyrir langa friðunarsögðu þá er herjað bæði á fullorðnu fuglana og eins er verið að steypa undan fálkum,“ segir Ólafur. Ólafur segir þó að miðað við þá mynd sem blasi við í Þingeyjarsýslu þá ógni hvorki eggjaþjófnaðurinn né skotárásirnar á fuglana stofn- inum. „En þetta er eitthvað sem á ekki að líðast,“ bætir hann við. Varp fugla er að hefjast um þessar mundir. Hrafninn og auðnutitt- lingurinn fara snemma af stað og eru líklegast byrjaðir. „Fálkinn er meðal annars einn af þeim fuglum sem verpa mjög snemma og síðan tekur ein tegundin við af annarri,“ segir Ólafur. jonhakon@frettabladid.is Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Þjófnaður á eggjum úr fálkahreiðrum er ekki eins áberandi í dag og hann var áður. Það er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Mynd/Ólafur nielsen dómstólar Jóhann Helgason tón- listarmaður hyggur á málsókn gegn Universal Music, norska lagahöf- undinum Rolf Løvland og fleirum vegna meints stuldar á laginu Sökn- uður  „og sölu þess í um hundrað milljónum eintaka á undanförnum árum undir heitinu You raise me up,“ eins og segir í fréttatilkynn- ingu. You raise me up er heimsþekkt í flutningi Josh Groban. Fram kemur í tilkynningunni að lag Jóhanns hafi verið samið við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar sem söng það inn á plötu árið 1977. Á blaðamanna- fundi í dag verði kynnt ný ensk útgáfa lagsins undir heitinu Into the light. Henni sé ætlað að undirstrika mikinn skyldleika laganna. „Á fundinum verður einnig kynnt sérfræðiálit sem unnið var fyrir STEF þar sem tónskylt efni laganna er metið allt að 97 prósent. Gert er ráð fyrir að kostnaður við mála- ferlin verði á annað hundrað millj- ónir króna og að kröfur um ógreidd höfundarlaun og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna,“ segir í tilkynningunni. Jóhann hefur áður reynt fyrir sér ytra með málshöfðun vegna þessa meinta lagastuldar en varð að leggja árar í bát vegna hins mikla kostnað- ar sem fylgdi málarekstrinum.  – gar Fást milljarðar fyrir Söknuð? Jóhann Helgason tónlistarmaður. 97% skyldleiki er talinn vera með lögunum Söknuði og You Raise Me Up. Þrátt fyrir langa friðunarsögu þá er herjað bæði á fullorðnu fuglana og eins er verið að steypa undan fálkum. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur Leiðarljós við Höfða Gamli vitinn á Sjómannaskóla Íslands við Háteigsveg heyrir brátt sögunni til en vinna er hafin við byggingu nýs innsiglingarvita á móts við Höfða. Útlit vitans verður hið sama og á þeim við Austurhöfn og Eyjagarð að viðbættum útsýnispalli umhverfis vitann. Byggingin er samstarfsverkefni borgarinnar og Faxaflóahafna og er áætlað að nýr viti verði tilbúinn í júní á þessu ári. frÉTTaBlaÐiÐ/anTOn BrinK BaNdaríKIN Skotum var hleypt af við höfuðstöðvar YouTube í San Bruno í Kaliforníu í gærkvöld. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var blaða- mannafundi lögregluyfirvalda í San Bruno nýlokið. Ed Barberini lögreglustjóri stað- festi að fjórir hefðu verið fluttir á sjúkrahús vegna skotsára. Þá hefði árasármaðurinn fundist látinn, eftir að hafa svipt sig lífi. Samkvæmt lög- regluyfirvöldum var árásarmaður- inn kona. Um 1.700 manns starfa í höfuð- stöðvum YouTube sem eru í um 20 kílómetra fjarlægð frá miðborg San Fransisco. Viðbúnaður lögreglu á svæðinu var gífurlega mikill. Eftir að hafa umkringt bygginguna var fólki hægt og rólega hleypt út og leitaði lögregla á fólki. – gþs Skotárás í höfuðstöðvum YouTube 4 . a p r í l 2 0 1 8 m I ð V I K u d a G u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 0 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 9 -3 8 B 8 1 F 5 9 -3 7 7 C 1 F 5 9 -3 6 4 0 1 F 5 9 -3 5 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.