Fréttablaðið - 04.04.2018, Síða 4
Svo er rosaleg sorg í
hópnum. það eru
svo margir vinir búnir að
deyja. Og þeirra sorg er
heldur ekki samfélagslega
viðurkennd af
því þau eru í
neyslu.
Svala Jóhannes-
dóttir, verkefna-
stjóri Frú Ragn-
heiðar
Umboðsaðili Jeep og RAM Trucks - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.jeep.is
www.ramisland.is - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
JEEP GRAND CHEROKEE MEÐ 33” BREYTINGU
FRUMSÝNUM 7. APRÍL
RAM 3500 MEÐ 40” BREYTINGU®
Þýskaland Saksóknarar í þýska
bænum Schleswig fóru í gær fram á
við dómstóla að Carles Puigdemont,
fyrrverandi forseti héraðsstjórnar
Katalóníu, yrði framseldur til Spánar.
Í tilkynningu kom fram að ákvörðun
in hafi verið tekin eftir vandlega yfir
ferð yfir evrópska handtökuskipun
sem Spánverjar gáfu út á dögunum.
Puigdemont hefur verið í haldi í
fangelsinu í Neumünster frá 25. mars,
eða allt frá því hann kom til Þýska
lands frá Danmörku. Hann hefur
undanfarna mánuði verið í sjálfskip
aðri útlegð.
Ríkissaksóknari Spánar gaf út
ákæru á hendur honum, og öðrum
fyrrverandi ráðherrum katalónsku
héraðsstjórnarinnar, í fyrra vegna
ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu
októbermánaðar þar sem Katalónar
samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði. Er
Puigdemont ákærður fyrir uppreisn
gegn spænska ríkinu. – þea
Vilja framselja
Puigdemont
Carles Puigdemont. NordiCPhotos/AFP
sakaMÁl Maðurinn sem fannst
látinn að Gýgjarhóli II að morgni
laugardags lést af völdum áverka.
Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður
eftir krufningu réttarmeinafræðings
á líki mannsins.
Oddur Árnason yfirlögregluþjónn
staðfesti að bróðir hins látna sitji
í gæsluvarðhaldi, grunaður um
morðið.
Þriðja bróðurnum var sleppt að
loknum skýrslutökum á laugardag
en ekki hafa farið fram yfirheyrslur
yfir hinum grunaða síðan þá. Oddur
sagði enn fremur að á þessu stigi
málsins leitaðist lögreglan við að
halda að sér höndum í allri upp
lýsingagjöf vegna rannsóknarhags
muna. – gþs
Úrskurðaður í
gæsluvarðhald
Bróðir hins látna hefur
verið úrskurðaður í gæslu-
varðhald.
HeilbrigðisMÁl Á meðan við
erum föst í því að refsa og banna
og þurfum alltaf að taka afstöðu til
þess hvort þetta er rétt eða rangt, þá
náum við aldrei lengra,“ segir Svala
Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá
Frú Ragnheiði. Hún gagnrýnir nálg
un Landlæknisembættisins og ann
arra yfirvalda á vandann sem fylgir
ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja sem
ganga kaupum og sölum á svörtum
markaði.
Svala segir nauðsynlegt að yfirvöld
komist út úr því að byggja áherslu
sína á siðferðislögmálum um rétt og
rangt. „Við getum gert mun betur en
þurfum miklu faglegri vinnu.“
Hún segir það ekki hafa skilað
árangri að reyna að takmarka fram
boð þessara lyfja á hinum ólöglega
markaði, enda muni sá hópur sem
hefur þróað með sér fíknivanda og
er orðinn háður þessum efnum, ekki
hætta þótt aðgengið verði erfiðara.
„Þegar Embætti landlæknis fer í
átak gegn framboði lyfseðilsskyldra
lyfja á ólöglega markaðinum, þá
breytir það ekki eftirspurninni þótt
framboðið minnki. En verðið hækk
ar hins vegar,“ segir Svala og tekur
sem dæmi að verð á morfínskyldum
lyfjum á ólöglega markaðinum hafi
tvöfaldast á einu og hálfu ári og not
andi sem var að greiða 4.000 kr. fyrir
eina töflu af Contalgin, greiði 8.000
krónur fyrir hana í dag. Hún segir
aðgerðir yfirvalda geti með þessu
móti komið gríðarlega hart niður
á veikasta hópnum sem fjármagni
neyslu sína með þjófnaði; inn
brotum í bíla og fyrirtæki og með
kynlífsþjónustu sem hún segir að
sé mjög vaxandi fjármögnunarleið.
Ef stemma eigi stigu við þessum
vanda þurfi að hugsa aðgerðirnar
heildrænt og hver áhrif þeirra geti
orðið hjá þeim hópum sem málið
varðar.
„Það hefði verið eðlilegast að
samkeyra svona átak með inn
gripum til að reyna að koma í veg
fyrir þessi neikvæðu áhrif á veikasta
fólkið. Til dæmis með því að bjóða
upp á viðhaldsmeðferð út frá skaða
minnkun.“
Skaðaminnkandi viðhaldsmeð
ferð myndi tryggja notendum sem
ánetjast hafa til dæmis morfínlyfj
um öruggari og heilsusamlegri lífs
skilyrði, aukið öryggi í daglegu lífi
og tækifæri til að lifa innan ramma
laganna í stað þess að þurfa að stela
eða selja sig fyrir lyfjaskammti.
„Þessir notendur skilja ekki af
hverju, eftir allan þennan tíma,
þeir geta ekki bara fengið efnið. Þeir
myndu þá bara mæta á einhvern
stað, fá efnið, þurfa að nota það á
staðnum og í læknisfræðilegum til
gangi.“ Svala segist þekkja til lækna
sem hafi í rauninni tekið fólk í við
haldsmeðferð í þeim tilgangi að
halda því frá vændi og bæta lífsskil
yrði þess. „Þeir eru bara í mannúðar
starfi í rauninni.“
Aðspurð segir Svala skjólstæðinga
Frú Ragnhildar upplifa virðingar
leysi frá stjórnvöldum og mörgum
líði eins öllum sé sama. Alltaf komi
nýjar reglugerðir sem geri þeim lífið
erfiðara. Hún bendir á að margir hafi
verið notendur í áratugi og hafi alla
tíð neyðst til að kaupa efnin á ólög
lega markaðinum. Fæsta langi hins
vegar að tilheyra þeim heimi.
„Svo er rosaleg sorg í hópnum. það
eru svo margir vinir búnir að deyja.
Og þeirra sorg er heldur ekki sam
félagslega viðurkennd af því þau eru
í neyslu,“ segir Svala og bætir við að
öll áföll eins og sorg, auki einnig líkur
á enn meiri notkun.
Svala nefnir fleiri inngrip til skaða
minnkunar og leggur mikla áherslu
á upplýsingaflæði. Landlæknisemb
ættið þurfi að upplýsa hvað er að
mælast í blóði þeirra sem látast eða
koma á slysadeild vegna ofskömmt
unar. Þá sé hægt að bregðast við með
gagnreyndum aðferðum til að draga
úr hættu á að fólk deyi. „Ef við viljum
halda fólki á lífi þurfum við að skoða
hvers vegna það er að ofskammta;
hvað liggur þarna að baki og hvað
hefur sýnt árangur annars staðar.“
Svala minnir á að það eru notend
ur sjálfir sem oftast eru fyrstir á vett
vang ef um ofneyslu er að ræða. Not
endur þurfi þjálfun í endurlífgun og
þeir þurfa upplýsingar um lífshættu
leg efni sem gætu verið i umferð. Þá
nefnir Svala sérstaklega lyfið Nalox
one sem verið hafi í umræðunni að
undanförnu, en notendur hafa lagt
áherslu á að hafa aðgang að þessu
mótefni gegn morfíneitrun til að
geta bjargað lífi félaga sinna komi til
ofskömmtunar. Einungis heilbrigð
istarfsfólk hafi aðgang að þessu lyfi
en unnt væri að bjarga lífi margra ef
bæði notendurnir sjálfir og aðrir sem
líklegir eru til að koma fyrstir á vett
vang hafi aðgang að lyfinu.
adalheidur@frettabladid.is
Segir refsistefnu yfirvalda koma
verst niður á veikasta hópnum
Verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði segir ekki duga að beita siðferðiskenndinni gegn ofneyslu lyfseðilsskyldra
lyfja. Vinnan þurfi að vera mun faglegri og upplýsingagjöfin betri. Margs konar skaðaminnkandi úrræði geta
gagnast. Notendurnir sjálfir upplifa virðingarleysi og sorg en sorg þeirra er ekki samfélagslega viðurkennd.
skaðaminnkunarverkefni rauða krossins, Frú ragnheiður, hefur verið
starfrækt í reykjavík um nokkurra ára skeið. FréttAblAðið/ANtoN briNk
10
manns leituðu til bráða-
deildar Landspítala vegna
ofskömmtunar lyfja um
páskahelgina.
4 . a p r í l 2 0 1 8 M i ð V i k U d a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
4
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:5
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
9
-4
C
7
8
1
F
5
9
-4
B
3
C
1
F
5
9
-4
A
0
0
1
F
5
9
-4
8
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
3
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K