Fréttablaðið - 04.04.2018, Page 10

Fréttablaðið - 04.04.2018, Page 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Heildarvand- inn er nefni- lega fólginn í viðhorfinu til stétta sem eru bornar uppi af konum og hafa löngum mátt þola skort á virðingu og verðmæti í launaum- slaginu óháð mikilvægi þeirra í samfélaginu. Um leið og erlendir aðilar geta svindlað og svínað verða íslenskir leiðsögu- menn og ferðaskrif- stofur að fara að lögum og reglum. www.artasan.is Fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? Tannlæknar mæla með GUM tannvörum GUM Orginal 2x10 copy.pdf 1 26/01/2018 12:51 Ég hitti um daginn erlendan leiðsögumann sem sagðist hafa boðið upp á ferðir með fjölskyldur, 1-4 einstaklinga og aðra örlitla hópa til Íslands í 15 ár, leigt hér hús og bíl, sótt fólkið á flugvöllinn, farið með það í skoðunarferðir, tekið til morgunverð og nesti og eldað svo kvöldmat. Hún sagðist þjónusta þau 24 tíma á sólarhring. Í skoðunarferðum sagðist hún sjá um leiðsögnina því hún hefði komið svo oft til Íslands að hún viti allt um landið. Ég var sem steini lostin. Á Íslandi eru ekki gerðar neinar kröfur til leiðsögumanna hvað varðar mennt- un, þekkingu og reynslu. Hver sem er má starfa sem leiðsögumaður hér á landi þó að leiðsögumenn hafi lengi krafist þess að gerðar verði kröfur um menntun og að starfsheitið fái löggildingu. Sjálfstætt starfandi leiðsögumenn búsettir á Íslandi verða hins vegar að hafa ferðaskipuleggjendaleyfi og rekstrarleyfi, leigu- bílapróf eða meirapróf eftir því hvaða farartæki þeir keyra. Önnur nauðsynleg leyfi eru hópferðaleyfi, leyfi fyrir breytta jeppa eða eðalvagna og/eða ferðaþjón- ustuleyfi. Erlendi leiðsögumaðurinn virðist ekki fara eftir lögum og reglum á Íslandi. Hún lágmarkar hversu miklir peningar verða eftir í landinu um leið og hún nýtir sér vinsældir Íslands og selur grimmt. Hún er ekki ein um þetta eins og glögglega sést ef rætt er við þá sem vel til þekkja í ferðaþjónustunni. Um leið og erlendir aðilar geta svindlað og svínað verða íslenskir leiðsögumenn og ferðaskrifstofur að fara að lögum og reglum, virða kjarasamninga og standa skil á öllum sköttum. Þeim er auðvitað engin vorkunn. En samkeppnisstaðan er skökk. Félagslegt undirboð er eitt af þeim hugtökum sem koma upp í hugann. Þessir aðilar geta boðið ferðirnar á mun lægra verði en Íslendingar og láta ekki kjarasamninga þvælast fyrir sér. Þetta þarf að laga. Það þarf að gera kröfur til mennt- unar, helst fá löggildingu. Það þarf líka að sjá til þess að ökuleiðsögumenn geti ekki farið um með örhópa án þess að hafa tilskilin leyfi og réttindi. Í trássi við reglur Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður og ökuleiðsögu- maður Fyrir fimm árum völdu Íslendingar orðið ljósmóðir sem fegursta orðið í íslenskri tungu. Það voru hugvísindasvið Háskóla Íslands og RÚV sem stóðu fyrir þessum skemmtilega gjörningi á sínum tíma en eins og segir í verðlaunuðum rökstuðningi Magnúsar Ragnarssonar, eins af þeim sem tilnefndu orðið, þá koma þar saman: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er rétt og það er ekki lítið. Frá orðinu ljósmóðir stafar birtu, hlýju. Ljósmæður eru með okkur á stærstu og bestu stundum lífsins en stundum því miður líka á þeim sárustu og erfiðustu. Ábyrgð ljósmæðra er mikil og í hugum okkar flestra verður færni þeirra og starf seint ofmetið og auðvitað átti mikilvægi þeirra í lífi þjóðarinnar stóran þátt í hversu heilluð hún er af orðinu. Hið sama virðist þó því miður ekki vera hægt að segja um íslenska ráðamenn sem virðast mun heillaðri af orðum á borð við kjararáð, stöðugleiki, þingfararkaup og akstursgreiðslur, þó að ekkert þeirra hafi átt upp á pallborðið hjá þjóðinni á sínum tíma. Einhverjum kann að þykja þetta óþarfa tilfinn- ingasemi en því miður er þetta engu að síður lýsandi fyrir íslenskt samfélag eða í það minnsta stjórnmál. Störfin sem skipta okkur mestu máli í lífinu eru oft lítils metin af samfélaginu í trausti þess að fólkið sem störfin vinnur láti sér nægja fegurðina og mikil- vægið. Að það sætti sig við hluti eins og að menntun þess sé ekki metin að verðleikum og að það geti framfleytt sér ef það vinnur myrkranna á milli og helst meira en það, því störfin feli í sér umbun í sjálfu sér. Þetta er galið gildismat sem er haldið á lofti af ríkjandi stjórnvöldum með þögnina og skeytingar- leysið að vopni, nema rétt á tyllidögum og í aðdrag- anda kosninga. Kjaradeila ljósmæðra er búin að standa lengi og hefur enn engu skilað öðru en því að staðfesta það gildismat stjórnvalda að launum ákveðinna stétta skuli haldið niðri með öllum ráðum. Það merki- lega er að flestar þær stéttir sem standa frammi fyrir þessu viðhorfi eru kvennastéttir í svo miklum meirihluta að það skaðar ekki einu sinni hina víð- frægu jafnlaunastefnu sem stjórnvöld eru svo stolt af á erlendum vettvangi. Þar fylgir reyndar tæpast sögunni að í jafnlaunapólitík stjórnvalda felist einn- ig láglaunastefna á hendur kvennastéttum á borð við ljósmæður sem virðast eiga að gera sér að góðu að horfa til þess hversu mikið þær geta fengið útborgað ef þær vinna bara nógu brjálæðislega mikið. Þó að á næstunni takist kannski samningur við ljósmæður sem þær geta fellt sig við þá leysir það aðeins brot af vandanum. Heildarvandinn er nefni- lega fólginn í viðhorfinu til stétta sem eru bornar uppi af konum og hafa löngum mátt þola skort á virðingu og verðmæti í launaumslaginu óháð mikil- vægi þeirra í samfélaginu. Og því miður verður að segjast eins og er að núverandi ríkisstjórn er ekki líkleg til þess að breyta þessu viðhorfi til betri vegar heldur þvert á móti herða á gildismati afturhalds og ójafnaðar. Ljósmóðir Getur Katrín svarað sjálfri sér? Langvarandi kjaradeila ljós- mæðra við ríkið er í rembihnút og atgervisflótti yfirvofandi. Katrín Jakobsdóttir hafði þungar áhyggjur af yfirvofandi verk- falli ljósmæðra 2008. Þá hélt hún innblásna ræðu og sagði að ljósmæður væru „einungis konur og augljóslega beittar mismunun í launum“. Hún klykkti síðan út með spurningu, við dynjandi lófatak á þingpöllum: „Hvers vegna þarf fjöldi verðandi mæðra að skrifa opið bréf í dag og krefjast umbóta og hvernig ætlar ríkis- stjórnin að tryggja að ekki komi til 44% brottfalls úr stétt ljósmæðra í náinni framtíð?“ Sem forsætis- ráðherra tíu árum síðar er Katrín í frábærri stöðu til þess að svara eigin spurningu. Áttræður í kyrrþey Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, varð áttræður 27. mars. Lítið fór fyrir þessum merku tímamótum á síðum Moggans þótt hann hafi helgað blaðinu drjúgan hluta ævi sinnar. Bryndísi Schram misbauð þetta og reyndi að bæta úr skák á Facebook. „En Styrmir er hlé- drægur maður og hefur sennilega bannað allt umstang. Spurning, hvort hann eigi að komast upp með það.“ Svo taldi Bryndís ekki vera og tilfærði hluta greinar sem eiginmaður hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, skrifaði um Styrmi, bekkjarbróður sinn, sjötugan. thorarinn@frettabladid.is 4 . a p r í l 2 0 1 8 M I Ð V I K U D a G U r10 s K o Ð U n ∙ F r É T T a B l a Ð I Ð SKOÐUN 0 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 9 -4 7 8 8 1 F 5 9 -4 6 4 C 1 F 5 9 -4 5 1 0 1 F 5 9 -4 3 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.