Fréttablaðið - 04.04.2018, Page 11

Fréttablaðið - 04.04.2018, Page 11
Ekki alls fyrir löngu fjallaði leiðarahöfundur Fréttablaðs-ins um stríðið í Sýrlandi. Eða öllu heldur um þá sem fjalla um þau stríðsátök og bar leiðarinn yfir- skriftina, Upplýsingastríð. Tilefnið var fundur sem undirritaður hafði staðið að í Safnahúsinu í Reykjavík þar sem bresk rannsóknarblaða- kona, Vanessa Beeley, flutti erindi. Gegn heimsvaldastefnu Vanessa Beeley kom hreint til dyr- anna, tók afstöðu með Sýrlands- stjórn í stríðinu á þeirri forsendu að um væri að ræða innrás í full- valda ríki og rifjaði upp að Sýrland hefði verið eitt þeirra ríkja þar sem Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hefðu talað opinskátt um að þörf væri á að knýja fram stjórnarskipti, „regime change“. Hún var með öðrum orðum að andæfa heims- valdastefnu. Málflutningur Vanessu Beeley gekk út á að færa sönnur á að „uppreisnarmenn“ ættu fátt sam- merkt með stjórnarandstæð- ingum sem í aðdraganda stríðsins hefðu mótmælt Assad-stjórninni; að uppistöðu væru þeir leppherir fjármagnaðir af Vesturveldunum, Sádi-Aröbum og bandalagsríkjum þerra. Gerði hún greinarmun á harðlínuíslamistum og Kúrdum í nyrstu héruðunum. Inn í umræðuna fléttaðist síðan nýútkomin bók í íslenskri þýðingu eftir ástralskan fræðimann, Tim Anderson, Stríðið gegn Sýrlandi. Í þessari bók leitast höfundur við að sýna hvernig upplognar fréttir liti fréttaflutning frá átökunum í Sýrlandi og það sem ekki er síður alvarlegt, skýrslur Sameinuðu þjóðanna um efnið. Komið er við fleiri kaun, til dæmis sýnt fram á hlutdrægni ýmissa „hjálparstofn- ana“ svokallaðra, sem fái ógagn- rýninn aðgang að fréttastofum heimsins í krafti sakleysislegs heitis en séu í reynd á framfæri hags- munaaðila í upplýsingastríðinu. Hver étur upp eftir öðrum Á allt þetta vildi Vanessa Beeley opna. Ekki var því almennt vel tekið á fréttastofum þessa lands. Í orðsendingu frá fréttamanni Ríkis útvarpsins var farið háðu- legum orðum um hina gestkom- andi fréttakonu. Þá var haft eftir ónafngreindum „sérfræðingum“ að háskalegt væri að rugla fólk í rím- inu með tali af þessu tagi; almenn- ingur gæti hætt að trúa alþjóð- legum fréttamiðlum ef bátnum væri ruggað um of og vísað var í enn aðra „sérfræðinga“ sem sögðu að ekkert alvörufólk tæki Vanessu Beeley alvarlega, hvað þá Tim Anderson, enginn hefði heyrt hans getið sagði fræðimaður og í þann fræðimann vitnaði einn aðalspe- kúlantinn að sjálfsögðu samstundis og röksemdalaust! Svona fór allt í hringi eins og stundum gerist í gluggalausu rými. Á netmiðlum voru óspart birtar glefsur úr umfjöllun um fyrr- greinda einstaklinga þar sem ummæli þeirra höfðu verið slitin úr samhengi þeim til háðungar, Tim Anderson sagður fylgjandi Norður- Kóreu og sýnd mynd af manni með norður-kóreska fánann á torgi þar í landi þessu til áréttingar. Við nán- ari athugun kom í ljós að myndin var af einhverjum allt öðrum manni. Engu að síður hafði tekist að grafa það upp að Tim Anderson hefði einhvers staðar sagt að í tím- ans rás hefði ýmsu verið logið upp á Norður-Kóreu. Leiðari Fréttablaðsins En sennilega toppaði leiðara- höfundur Fréttablaðsins þessa umræðu alla þegar hann sagði að fundurinn í Safnahúsinu hefði verið á forsendum fólks sem þjón- aði illum öflum: Það væri „aðeins til þess fallið að gera illt verra að „opna umræðuna“ með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhaldandi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýr- landi?““. Nú vil ég taka það skýrt fram að ég er ekki í hópi þeirra sem telja fullveldi ríkja vera alheilagt. Og ekki skrifa ég upp á samtryggingar- reglu ríkja heims um óumbreytan- leika landamæra. En hvað sem slíkum vangaveltum líður þá er fullveldi ríkja varið á ýmsum forsendum og hvað þau Vanessu Beeley og Tim Anderson áhrærir þá vísa þau í alþjóðalög og þá hættu sem hljóti að vera raun- veruleg ógn við þjóðir heims ef her- veldi samtímans geta farið óáreitt sínu fram um hverjir fái að ríkja og hverjir ekki. Og vel að merkja, þeir sem fá að lifa gera það ekki vegna siðferðilegra yfirburða heldur vegna þess að þeir gagnast í stór- veldapólitíkinni. Það átti til dæmis við um Saddam Hussein Íraksfor- seta á meðan hann var handgeng- inn Vesturveldunum. Varla ást á Ho Chi Minh Og varla var það vegna ástar á Víet Kong eða Ho Chi Minh, leiðtoga Norður-Víetnams, að Olof Palme, forsætisráðherra Svía, andæfði hernaði Bandaríkjanna í Suðaust- ur-Asíu á sjöunda og áttunda ára- tug síðustu aldar. Mótmæli hans voru uppreisn gegn heimsvalda- öflum þess tíma. Upp úr miðri öldinni sem leið skáru Svíar sig nokkuð úr alþjóð- legri stjórnmálaumræðu enda stóðu þeir utan NATO og enn ekki komnir undir straujárn sam- ræmdrar utanríkisstefnu Evrópu- sambandsins. Í tvískiptum heimi austurs og vesturs var Olof Palme, holdgervingur hins óbundna gagn- rýnanda, óhræddur að „opna á umræðuna“. Hann varð fyrir ómældri gagn- rýni fyrir vikið. Ekki hefði hún verið minni núna. Alla vega var Fréttablaðið þá ekki til. Að því leyti var Palme heppinn. Heppni Olofs Palme Ögmundur Jónasson fv. alþingismaður Víða má sjá orðinu orku-skipti bregða fyrir í fjöl-miðlum og þá oft til viðtals verkfræðingar, jarðfræðingar, hag- fræðingar eða aðrir þeir fræðingar sem með einum eða öðrum hætti koma að málum. Orkuskiptin eru hafin, en gefa aðeins vísbendingu um þær miklu breytingar sem í vændum eru. Þau eru Íslendingum gríðarlega mikilvæg og felast meðal annars í að færa bílaflotann frá jarðefna- eldsneyti í rafmagn, innlendan, umhverfisvænan, orkugjafa. Konur við stýrið Við orkuskiptin hættum við að dæla bensíni eða dísilolíu á bílana okkar og losnum þar með við orkugjafa sem skaðlegir eru umhverfinu í öllu framleiðslu- og flutningsferli til landsins, auk þess að hafa neikvæð áhrif á vöru- skiptajöfnuð. Í staðinn nýtum við innlenda orku og uppskerum ríkulegan þjóðhagslegan ávinning með gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Svo er rekstur rafbíls náttúrlega bara brot af kostnaði við rekstur bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Í markaðsrannsóknum síðustu ára er víða bent á að konur stýri rekstri heimilanna og hafi loka- orð um nær allar fjárfestingar. Því mætti halda því fram að í raun ráði orkusérfræðingarnir því ekki hvenær orkuskiptin fara fram. Markaðsfræðin segja okkur að við konurnar séum í bílstjórasætinu. (Án þess þó að lítið sé gert úr hlut sérfræðinga, á þeirra ábyrgð er að tækni og framboð sé fyrsta flokks og að markaðurinn sé tilbúinn í skiptin.) Raunhæft markmið Með opnun hlöðu ON á Mývatni fyrir páska var þeim áfanga náð að á þjóðvegi 1, hringinn í kringum landið, eru alls staðar innan við 100 kílómetrar í næstu hrað- hleðslu Orku náttúrunnar. Hrað- hleðslum hefur fjölgað hratt, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, en fyrir sumarið verða hrað- hleðslur ON orðnar 33 talsins. Það er þreföldun á einu og hálfu ári. Grunnurinn að orkuskiptunum hefur verið lagður. Framboð rafbíla hefur stórauk- ist og þeir eru á samkeppnishæfu verði við bensín- og dísilbíla. Meira að segja sjást til sölu not- aðir, vandaðir og góðir rafbílar, og fyrri eigendur að endurnýja með rafbíl númer tvö. Allt er því til reiðu að við konur hefjum orku- skiptin í landinu. Fyrsta skrefið er að gera „aukabílinn“, eða bíl númer tvö, á heimilinu að rafbíl. Raunhæft markmið er að fyrir árið 2022 sé einn rafbíll á hverju heimili. Það er í okkar höndum að klára það verkefni. Þegar þessum áfanga verður náð þarf kannski einhver olíu- prins í Miðausturlöndum skrúfa aðeins niður lífsstílinn hjá sér, en við grátum það svo sem ekki. Með stórauknu hlutfalli vistvænnar orku í samgöngum höfum við þá hér heima náð áfanga sem aðrar þjóðir telja öfundsverðan. Konur hafa áhrif á orkuskiptin Og varla var það vegna ástar á Víet Kong eða Ho Chi Minh, leiðtoga Norður-Víet- nams, að Olof Palme, for- sætisráðherra Svía, andæfði hernaði Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Mótmæli hans voru uppreisn gegn heimsvaldaöflum þess tíma. Áslaug Thelma Einarsdóttir forstöðumaður einstaklings- markaða ON Allt er því til reiðu að við konur hefjum orkuskiptin í landinu. Fyrsta skrefið er að gera „aukabílinn“, eða bíl númer tvö, á heimilinu að rafbíl. Raunhæft mark- mið er að fyrir árið 2022 sé einn rafbíll á hverju heimili. S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 4 . A p R í L 2 0 1 8 0 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 9 -3 D A 8 1 F 5 9 -3 C 6 C 1 F 5 9 -3 B 3 0 1 F 5 9 -3 9 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.