Fréttablaðið - 04.04.2018, Page 18

Fréttablaðið - 04.04.2018, Page 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Máté Dalmay, mate@frettabladid.is, s. 512 5442 , Dagskráin verður fjölbreytt og hentar fyrir gesti á öllum aldri með áherslu á nýtingu á heimilinu og umhverfis það enda eru það lítil vistkerfi þar sem íbúarnir setja sjálfir reglurnar og margt smátt gerir eitt stórt. Meðal viðburða er samtal þar sem Sveinn Kjartansson sjónvarpskokk- ur og Eveline Bünter frá Flatböku- samsteypunni ræða um pitsuna sem hina fullkomnu sveigjanlegu upp- skrift og hvernig nýta má íslenskt hráefni á frumlegan hátt. „Við í Aalto Bistro ætlum að vera með Eveline í því að nota staðbundið hráefni í matargerð, til dæmis notum við bara íslenskt korn í deigið og íslenska tómata í sósuna,“ segir Sveinn Kjartansson sem auk þess að vera þekktur matreiðslu- og sjón- varpsmaður rekur veitingastaðinn Aalto Bistro í Norræna húsinu. Með nálgun sinni að pitsubakstri þar sem eingöngu eru notuð íslensk hráefni er markmið hópsins sem stendur að Flatbökusamsteypunni að gera neytendur meðvitaða um hvaðan maturinn þeirra kemur og hvernig hann verður til. Á vefsíðu sam- steypunnar, Flatbokusamsteypan. is má sjá markmið samsteypunnar og enn fremur heimildarmynd þar sem kannað er hvort hægt er að gera pitsu úr íslensku hráefni eingöngu og jafnvel baka hana í ofni sem er búinn til á Íslandi með íslensku eldsneyti. Hægt verður að kynna sér starfsemi Flatbökusamsteypunnar nánar á sýningunni en Sveinn segir að þau Eveline ætli sér ekki að halda matreiðslunámskeið enda sé það ekki markmiðið. „Við förum hins vegar yfir ýmislegt varðandi nýtingu og innkaup, því Eveline vill, eins og hún segir sjálf, vera millistykkið sem hefur áhrif á fólk til að breyta hugs- unarhætti þess í þessu samhengi,“ segir Sveinn og bætir við að pitsan sé gagnlegt kennslutæki því bæði er hún vinsæll matur og höfðar til flestra en svo er pitsan upprunalega aðferð til að nýta afganga og hand- hægt að opna ísskápinn og nýta það sem þar er með pitsudeigi, tómat- sósu og osti til að gera afbragðspitsu. „Mitt framlag verður hins vegar kaka úr kökuafgöngum því oft verða afgangar af kökum á veitinga- staðnum sem er synd að þurfa að henda,“ segir Sveinn. „Ég hef gert þetta stundum og það eru sko engar slorkökur sem verða til úr því. Ég hef verið að sanka að mér köku- afgöngum sem er mikið til af núna, bæði eftir páskana og fermingarnar, og svo eru stundum afgangar af kökum á veitingastaðnum. Leyndar- málið er að mylja kökuafgangana saman og bæta við eggjum, setja í form og baka á vægum hita. Með þessu er alveg hægt að baka kökur fyrir fjölskylduna án þess að það sé eitthvert sérstakt tilefni þegar verið er að nýta kökuafganga úr kexskúff- unni eða frystinum.“ Samtal Eveline og Sveins á sér stað klukkan þrjú á sunnudaginn en meðal annarra við- burða í Norræna húsinu um helgina má nefna sýningu á vegum hönn- unarnema við Listaháskóla Íslands þar sem þemað er matarupplifun, matarhönnun, vannýtt hráefni og nýsköpun, Kvenfélagasamband Íslands opnar saumaverkstæði í Norræna húsinu þar sem verður kennt að sauma eigin innkaupapoka úr efni sem til fellur, Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir námskeiði í moltugerð, sýndar verða heimildar- myndir og boðið verður upp á fyrir- lestra frá umhverfisverðlaunahöfum Norðurlandaráðs um hvernig á að draga úr matarsóun. Boðið verður upp á smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, hönnunarsýningu og heimildarmyndir. Helstu samstarfsaðilar eru: Garðyrkjufélag Íslands, Landvernd, Listaháskóli Íslands, Matís, Sorpa, Umhverfisstofnun og Vakandi. Norðurlönd í fókus taka þátt í að skipuleggja og kosta umhverfis- hátíðina. Dagskráin hefst klukkan eitt og stendur til fimm báða dagana. Þátttaka er ókeypis og allir eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Bak við Svein má sjá listaverk úr flöskum og dósum en endurvinnsla og vistvænt heimili eru í forgrunni á umhverfishátíð í Norræna húsinu um helgina. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ 4 réttir + súpa dagsins aðeins 1.690 kr.* NAUTAKJÖT Í OSTRUSÓSU KJÚKLINGUR Í KARRÝSÓSU NÚÐLUR MEÐ GRÆNMET DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU *tekið með heim – 1.990 kr. ef borðað er á staðnum. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . A p R Í L 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 0 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 9 -6 5 2 8 1 F 5 9 -6 3 E C 1 F 5 9 -6 2 B 0 1 F 5 9 -6 1 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.