Fréttablaðið - 04.04.2018, Side 28
Markaðurinn
Miðvikudagur 4. apríl 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál |
instagram
fréttablaðsins
@frettabladid
Stjórnar-
maðurinn
@stjornarmadur
frettabladid.is
28.03.2018
Hagnaður Arctica Finance á árinu 2017 nam
tæplega 212 milljónum borið saman við
nærri 500 milljóna hagnað árið áður. Sam-
kvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins
voru þóknanatekjur um 844 milljónir í fyrra
og drógust saman um liðlega 380 milljónir.
Rekstrarkostnaður var ríflega 600 milljónir og
jókst um nærri tíu prósent. Eigið fé var 845
milljónir í árslok 2017 og eiginfjárhlutfallið
49 prósent. Stærstu A-hluthafar Arctica eru
Bjarni Þórður Bjarnason aðstoðarframkvæmdastjóri
með 50,25 prósent og Stefán Þór Bjarnason fram-
kvæmdastjóri með 33,5 prósent.
Í október var greint frá því að Fjármálaeftir-
litið hefði gert Arctica Finance að greiða 72 millj-
óna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa brotið
gegn lögum um fjármálafyrirtæki og reglum um
kaupaukakerfi. Þá var félaginu gert að láta af frekari
arðgreiðslum til hluthafa í B-, C- og D-flokki.
Arctica höfðaði í kjölfarið dómsmál til að fá
ákvörðun FME hnekkt en málið var tekið fyrir í
Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta mánaðar. – hae
arctica hagnast um 212 milljónir
Bjarni Þórður
Bjarnason.
Síðumúla 37,
108 Reykjavík
Sími: 564-5040
hirzlan@hirzlan.is
www.hirzlan.isSKRIFSTOFUHÚSGÖGN – MEÐ ÞÉR Í 25 ÁR
ERT ÞÚ MEÐ BAKVERKI?
... og meira af sumum allan afmælismánuðinn!
Áður frá 101.700 kr.
Nú frá 71.190 kr.
30% afsláttur af öllum vörum
ERT ÞÚ MEÐ
VERKEFNI?
Leitaðu tilboða því
við viljum allt fyrir þig
gera á afmælisárinu
A7 RAFMAGNSBORÐ
með 2 mótorum og
minnisstýringu. Fjöldi
stærða og lita í boði.
Áður 169.900 kr.
Nú 118.930 kr.
ERGOMEDIC 100-2
með 360° Dondola Áður 71.900 kr.
Nú 49.900 kr.
HEADPOINT
TENTO MÖPPUSKÁPAR
Mikið til á lagar í eik, hvítu, beiki og svörtu.
-30%
25 ára afmælistilboð Hirzlunnar
Samkeppnis-
eftirlitið
á ekki að stýra því
hvernig íslenskt við-
skiptalíf er uppbyggt.
Halldór Benjamín Þorbergs-
son, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins
Samkeppniseftirlitið gerir athyglis
verðar athugasemdir við fyrir
komulag leigubílarekstrar á Íslandi
í umsögn um þingsályktunartillögu
um frelsi á leigubifreiðamarkaði. Í
athugasemdum eftirlitsins kemur
meðal annars fram að fjöldi leigu
bifreiðaleyfa á höfuðborgarsvæðinu
og á Suðurnesjum hafi verið hinn
sami undanfarin ellefu ár, þrátt fyrir
mikla fólksfjölgun og sprengingu í
komu ferðamanna til landsins. Sam
keppniseftirlitið gerir sömuleiðis
athugasemdir við þá kröfu að leigu
bílaakstur sé aðalatvinna ökumanns,
hver leyfishafi megi einungis fá eitt
leyfi og þá skyldu að leigubílstjórar
tilheyri leigubílastöð. Þá er bent á að
Eftirlitsstofnun EFTA hafi nú þegar
gert athugasemd við sambærilega
umgjörð leigubílaaksturs í Noregi.
Ef draga ætti niðurstöður Sam
keppniseftirlitsins saman má segja
að eftirlitið telji núverandi kerfi
handónýtt og úr sér gengið. Auðvitað
er það rétt hjá Samkeppniseftirlitinu.
Aðgangshindranir á markaðnum eru
allt of miklar og óyfirstíganlegar fyrir
þá sem myndu vilja draga leigubíla
rekstur inn í nútímann. Sú staðreynd
að Eftirlitsstofnun EFTA hafi nú þegar
fellt sambærilegt kerfi í Noregi bendir
sömuleiðis til þess að einungis sé
tímaspursmál hvenær leigubílarekst
ur verður gefinn frjáls á Íslandi.
Það er góðs viti að Samkeppniseftir
litið sé með á nótunum í þessu máli
sem vissulega varðar mikla neytenda
hagsmuni. Stundum hefur nefnilega
vantað upp á að opinberir aðilar gefi
tækninýjungum og rekstrarþróun
nægilegan gaum. Nægir þar að nefna
þá staðreynd að á sjónvarpsmarkaði
hefur eftirlitið ekki talið alþjóðlega
aðila á borð við Netflix eða iTunes
starfa á sama markaði og innlendar
sjónvarpsstöðvar þrátt fyrir að upp
lifun þeirra sem á markaðnum starfa
sé allt önnur. Samkeppniseftirlitið
hefur heldur ekki talið YouTube eða
Facebook sem hluta af innlendum
auglýsingamarkaði, og virðist heldur
ekki líta svo á að innlendir smásalar
glími við samkeppni frá erlendum
stórverslunum á netinu. Samkeppnis
eftirlitið hefur með öðrum orðum
verið nokkuð á eftir samtíðinni í
þessum málum.
Nú kveður hins vegar við nokkuð
nýjan tón, en verði skoðun Sam
keppniseftirlitsins ofan á gæti það
orðið til þess að opna leiðina til
Íslands fyrir erlenda aðila á borð
við Uber eða Lyft. Núverandi kerfi
hamlar nýsköpun og verðlaunar
þá ekki sem veita framúrskarandi
þjónustu, enda sama verð greitt óháð
gæðum bifreiðar eða viðmóti bíl
stjóra. Auðvitað ættu bæði neytendur
og bílstjórar að fagna auknu frelsi í
greininni.
neytendum í hag
0
4
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:5
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
5
9
-5
1
6
8
1
F
5
9
-5
0
2
C
1
F
5
9
-4
E
F
0
1
F
5
9
-4
D
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
3
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K