Fréttablaðið - 04.04.2018, Síða 28

Fréttablaðið - 04.04.2018, Síða 28
Markaðurinn Miðvikudagur 4. apríl 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | instagram fréttablaðsins @frettabladid Stjórnar- maðurinn @stjornarmadur frettabladid.is 28.03.2018 Hagnaður Arctica Finance á árinu 2017 nam tæplega 212 milljónum borið saman við nærri 500 milljóna hagnað árið áður. Sam- kvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins voru þóknanatekjur um 844 milljónir í fyrra og drógust saman um liðlega 380 milljónir. Rekstrarkostnaður var ríflega 600 milljónir og jókst um nærri tíu prósent. Eigið fé var 845 milljónir í árslok 2017 og eiginfjárhlutfallið 49 prósent. Stærstu A-hluthafar Arctica eru Bjarni Þórður Bjarnason aðstoðarframkvæmdastjóri með 50,25 prósent og Stefán Þór Bjarnason fram- kvæmdastjóri með 33,5 prósent. Í október var greint frá því að Fjármálaeftir- litið hefði gert Arctica Finance að greiða 72 millj- óna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki og reglum um kaupaukakerfi. Þá var félaginu gert að láta af frekari arðgreiðslum til hluthafa í B-, C- og D-flokki. Arctica höfðaði í kjölfarið dómsmál til að fá ákvörðun FME hnekkt en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta mánaðar. – hae arctica hagnast um 212 milljónir Bjarni Þórður Bjarnason. Síðumúla 37, 108 Reykjavík Sími: 564-5040 hirzlan@hirzlan.is www.hirzlan.isSKRIFSTOFUHÚSGÖGN – MEÐ ÞÉR Í 25 ÁR ERT ÞÚ MEÐ BAKVERKI? ... og meira af sumum allan afmælismánuðinn! Áður frá 101.700 kr. Nú frá 71.190 kr. 30% afsláttur af öllum vörum ERT ÞÚ MEÐ VERKEFNI? Leitaðu tilboða því við viljum allt fyrir þig gera á afmælisárinu A7 RAFMAGNSBORÐ með 2 mótorum og minnisstýringu. Fjöldi stærða og lita í boði. Áður 169.900 kr. Nú 118.930 kr. ERGOMEDIC 100-2 með 360° Dondola Áður 71.900 kr. Nú 49.900 kr. HEADPOINT TENTO MÖPPUSKÁPAR Mikið til á lagar í eik, hvítu, beiki og svörtu. -30% 25 ára afmælistilboð Hirzlunnar Samkeppnis- eftirlitið á ekki að stýra því hvernig íslenskt við- skiptalíf er uppbyggt. Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Samkeppniseftirlitið gerir athyglis­ verðar athugasemdir við fyrir­ komulag leigubílarekstrar á Íslandi í umsögn um þingsályktunartillögu um frelsi á leigubifreiðamarkaði. Í athugasemdum eftirlitsins kemur meðal annars fram að fjöldi leigu­ bifreiðaleyfa á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum hafi verið hinn sami undanfarin ellefu ár, þrátt fyrir mikla fólksfjölgun og sprengingu í komu ferðamanna til landsins. Sam­ keppniseftirlitið gerir sömuleiðis athugasemdir við þá kröfu að leigu­ bílaakstur sé aðalatvinna ökumanns, hver leyfishafi megi einungis fá eitt leyfi og þá skyldu að leigubílstjórar tilheyri leigubílastöð. Þá er bent á að Eftirlitsstofnun EFTA hafi nú þegar gert athugasemd við sambærilega umgjörð leigubílaaksturs í Noregi. Ef draga ætti niðurstöður Sam­ keppniseftirlitsins saman má segja að eftirlitið telji núverandi kerfi handónýtt og úr sér gengið. Auðvitað er það rétt hjá Samkeppniseftirlitinu. Aðgangshindranir á markaðnum eru allt of miklar og óyfirstíganlegar fyrir þá sem myndu vilja draga leigubíla­ rekstur inn í nútímann. Sú staðreynd að Eftirlitsstofnun EFTA hafi nú þegar fellt sambærilegt kerfi í Noregi bendir sömuleiðis til þess að einungis sé tímaspursmál hvenær leigubílarekst­ ur verður gefinn frjáls á Íslandi. Það er góðs viti að Samkeppniseftir­ litið sé með á nótunum í þessu máli sem vissulega varðar mikla neytenda­ hagsmuni. Stundum hefur nefnilega vantað upp á að opinberir aðilar gefi tækninýjungum og rekstrarþróun nægilegan gaum. Nægir þar að nefna þá staðreynd að á sjónvarpsmarkaði hefur eftirlitið ekki talið alþjóðlega aðila á borð við Netflix eða iTunes starfa á sama markaði og innlendar sjónvarpsstöðvar þrátt fyrir að upp­ lifun þeirra sem á markaðnum starfa sé allt önnur. Samkeppniseftirlitið hefur heldur ekki talið YouTube eða Facebook sem hluta af innlendum auglýsingamarkaði, og virðist heldur ekki líta svo á að innlendir smásalar glími við samkeppni frá erlendum stórverslunum á netinu. Samkeppnis­ eftirlitið hefur með öðrum orðum verið nokkuð á eftir samtíðinni í þessum málum. Nú kveður hins vegar við nokkuð nýjan tón, en verði skoðun Sam­ keppniseftirlitsins ofan á gæti það orðið til þess að opna leiðina til Íslands fyrir erlenda aðila á borð við Uber eða Lyft. Núverandi kerfi hamlar nýsköpun og verðlaunar þá ekki sem veita framúrskarandi þjónustu, enda sama verð greitt óháð gæðum bifreiðar eða viðmóti bíl­ stjóra. Auðvitað ættu bæði neytendur og bílstjórar að fagna auknu frelsi í greininni. neytendum í hag 0 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 9 -5 1 6 8 1 F 5 9 -5 0 2 C 1 F 5 9 -4 E F 0 1 F 5 9 -4 D B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.