Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.09.2017, Qupperneq 22
FYRIR 4
700 g lax
3 msk. ólífuolía
sjávarsalt og svartur pipar
KÁLIÐ
1 búnt grænkál
3 hvítlauksrif, smátt skorin
½ tsk. chili-flögur
2 msk. ólífuolía
sjávarsalt og svartur pipar
2-3 bollar af bláberjum
Skolið og þerrið laxinn og skerið í mátulega stór
stykki. Saltið og piprið eftir smekk. Hitið olíu á
pönnu, gott er að hún sé með frekar þykkum botni
og passið að olían sé orðin vel heit áður en laxa-
stykkin eru sett á pönnuna. Steikið roðhliðina fyrst
í 5 mínútur og svo hina hliðina í um 3-4 mínútur.
Útbúið kálið á meðan.
Skerið stiklana af grænkálinu og skerið kálið
sjálft svo smátt. Hitið kálið og hvítlaukinn við miðl-
ungshita í olíu á pönnu og bætið chili-flögunum
saman við, þar til blandan er mjúk, á ekki að taka
nema nokkrar mínútur. Smakkið til með salti og
pipar.
Takið kálið til hliðar og blandið bláberjunum var-
lega saman við. Leggið kál- og bláberjablönduna á
hvern disk fyrir sig, laxastykki ofan á og skreytið
svo efst með nokkrum bláberjum til viðbótar.
Með snöggsteiktu grænkáli
og bláberjum
Það góða við að nýta bláberin í
hafraklatta er að það er ótrúlega
þægilegt að frysta þá og geyma
lengi – og hægt að næla sér í einn og
einn klatta yfir veturinn eða hrúga
þeim fram í kaffiboðin.
½ bolli heilhveiti
½ bolli haframjöl
½ tsk. kanill
½ ts. lyftiduft
½ tsk. salt
2 msk. bráðin kókosolía
1 vel þroskaður miðlungsstór banani
¼ bolli púðursykur
1 tsk. vanilludropar
1 bolli fersk bláber
¼ bolli valhnetur, fínt saxaðar
¼ bolli dökkt súkkulaði, gróft saxað
(má sleppa)
Hitið ofninn í 175ºC. Blandið heil-
hveiti, höfrum, kanil, lyftidufti og
salti saman í stóra skál. Hrærið
saman í annarri skál púðursykri,
stöppuðum banananum, bræddri
kókosolíunni og vanilludropunum.
Blandið þessari blöndu varlega sam-
an við þurrefnisblönduna og hrærið
svo valhneturnar, bláberin og suðu-
súkkulaðið varlega saman við.
Setjið bökunarpappír á plötu og
notið stóra matskeið til að taka deig
úr skálinni, hafið hverja skeið vel
kúpta og hnoðið hvern skammt í
höndunum svo úr verði kúla. Setjið
kúlurnar á bökunarpappírinn og
þrýstið aðeins á þær með fingrun-
um svo þær fletjist örlítið út. Bakið í
8-10 mínútur eða þar til þær eru
gylltar.
Klattar með
mjólkur-
glasinu
MATUR Skemmtileg leið til að láta börnin borða hollt er að skera melónu-sneið eins og pitsusneið og raða ofan á bláberjum, grænmeti og alls
kyns hollustu. Smá fetaostur passar líka sérlega vel með.
Raðið á melónusneiðar
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.9. 2017
Smá sæta er fullkomin með laxi en í
seinni tíð er einhvers konar mango
chutney-sósa vinsælust. Bláberin,
bæði soðin og fersk, eru hins vegar
fullkomin með fiski og hér eru tvær
ofureinfaldar uppskriftir að þeirri
samsetningu
LAX MEÐ BLÁBERJA-
OG RÓSMARÍNSÓSU
FYRIR 4
800 g lax
Sjávarsalt og pipar eftir smekk
1 msk. ólífuolía
1 msk. smjör
SÓSAN
½ sítróna
2 bollar fersk bláber
1 msk. smátt saxað ferskt rósmarín
salt og pipar eftir smekk
Stillið ofninn á undir og yfirhita
og hitið í 200°C. Skolið laxinn, þerr-
ið og skiptið niður í nokkrar mátu-
lega stórar sneiðar, það er ekki
nauðsynlegt að roðfletta frekar en
þið viljið en byrjið þá á að steikja
roðmegin og steikið roðhliðina um 2
mínútur lengur en þá roðlausu. Hit-
ið ólífuolíuna og smjörið saman á
pönnunni og steikið í 1-2 mínútur
við fremur háan hita á hvorri hlið
og leggið svo í smurt eldfast mót.
Hitið í ofni í 10-15 mínútur, fer eftir
þykkt stykkjanna og gerið sósuna á
meðan.
Kreistið sítrónusafann á pönnu
og blandið bláberjunum saman við.
Kremjið berin með gaffli eða kart-
öflustappara og hrærið varlega
saman við kryddið. Hitið við vægan
hita í 3-4 mínútur, blandið þá rósm-
aríni saman við og smakkið til með
smá salti og pipar. Látið sósuna
malla í örfáar mínútur, þar til hún
er mátulega þykk.
Ekki bara pæ
og sulta
Þótt vissulega sé sígilt að nýta uppskeruna úr
berjamó til að sulta úr berjunum, baka pæ og
geyma í frysti fyrir heilsudrykki vetrarins er hægt
að nýta uppskeruna í ótal fleiri vænar uppskriftir.
Bláber passa sérlega vel með laxi og eru hentug í
kex og klatta í hollari kantinum.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is