Feykir


Feykir - 30.01.2014, Page 9

Feykir - 30.01.2014, Page 9
04/2014 Feykir 9 ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Inga Heiða Halldórsdóttir / skífuþeytari Væri til í að vera Beyoncé í einn dag Inga Heiða Halldórsdóttir (1975) er alin upp á Miklabæ í Óslandshlíðinni. Helstu tónlistarafrek sín segir hún hafa verið að þeyta skífum á skólaböllum á Hofsósi en hún spilar ekki á hljóðfæri. „Eldri systkini mín fóru í blokkflautunám með þeim afleiðingum að það var ekkert tónlistarnám í boði fyrir örverpið,“ segir Inga Heiða sem nú er búsett í Reykjavík. Uppáhalds tónlistartímabil? 80´s því þá var ég að byrja að pæla í tónlist. Þessu tímabili fylgdi svo mikil gleði í tísku og tónlist, flottir danssmellir og kraftmiklar ballöður sungnar af karlmönnum með permanet. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Elska að uppgötva nýja tónlist og fylgjast með hvað er að gerast í bransanum. Finnst gaman hversu margir sjónvarpsþættir og kvikmyndir leggja mikla vinnu í að hafa viðeigandi tónlist. Ég er alæta á tónlist og pínu geðklofa hvað það varðar. Verð meyr við að hlusta á Draumalandið en skipti svo beint yfir í Immigrant Song til að hressa mig við. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Rás 1 í botni alla daga en svo sáu eldri systkinin um tónlistarlegt uppeldi mitt. Þau kynntu mig fyrir U2 og Bruce Springsteen sem ég hlusta enn mikið á. Þau urðu fyrir verulegum vonbrigðum þegar Five Star var uppáhaldshljómsveitin mín. Já og hvar eru þau í dag? (Sko, Five Star .. ég veit sem betur fer hvar systkini mín eru í dag.) Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Fyrsta plata Whitney Houston. Hvaða græjur varstu þá með? Plötuspilara, man ekki hvaða tegund. toppurinn Vinsælustu lögin á Playlistanum: Open RHYE Buzzcut Season LORDE Drive All Night GLEN HANSARD OG EDDIE VEDDER Fare Thee Well MARCUS MUMFORD OG OSCAR ISAAC Sweet World NÝDÖNSK & JOHN GRANT Stay Alive JOSÉ GONZÁLEZ Hvað syngur þú helst í sturtunni? Á fullt í fangi með að einbeita mér að hárþvotti og því lítið svigrúm fyrir söng enda er fátt meira pirrandi en sjampó í munni. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Það þarf meira en eitt lag til að eyðileggja minn dag. Ég er samt orðin ansi leið á glöðum hundum og mömmum sem þurfa að djamma. Uppáhalds Júróvisjónlagið (erlent eða innlent eða bæði)? Nína en það er líklega eina lagið sem ég kann allan textann. Árið 1964 vann Ítalía en þá söng hin 16 ára Gigliola lagið Non ho ĺ etá, betur þekkt sem Heyr mína bæn í flutningi Ellýar Vilhjálms. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Black Keys eru hressandi. Svo þegar allir eru við það að drepast þá hendi ég Rabbabara Rúnu í græjurnar og þá lifnar partýið aftur við. Staðfest. Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Bob Marley, Ásgeir Trausti, Jónas Sigurðsson, Mumford & Sons, Adele, Emiliana Torrini .. listinn er endalaus! Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Mér finnst gaman að fara á tónlistarhátíðir og heyra í mörgum og mismunandi tónlistarmönnum. Er alltaf á leiðinni á Hróarskeldu en langar líka mikið á Lollapalooza hátíðina í Chicago. Ég myndi bjóða Hildi vinkonu minni sem bjó í Chicago og sagði mér frá þessari hátíð. Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Ég yrði ekkert rosalega pirruð að vakna upp sem Beyoncé a.m.k. í einn dag. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Get ekki valið eina en ég fæ aldrei leið á Back to Black með Amy Winehouse. Eru lág laun í Skagafirði ein orsök fólksfækkunar? GRÉTA SJÖFN GUÐMUNDSDÓTTIR SKRIFARAÐSENT Við umræðu um atvinnuástand og laun hefur Norðurland vestra margoft verið skilgreint með réttu sem láglaunasvæði og kemur það fram í samantektum og skýrslum sem opinberir aðilar hafa tekið saman. Tekjuþróun á Norðurlandi vestra hefur verið undir landsmeðaltali undanfarin ár og er ekkert sem bendir til annars en að svo verði áfram. Getur verið að lág laun séu orsakaþáttur í fólksfækkun í Skagafirði ? Á sú spurning ekki átt rétt á sér nú þegar verið er að rýna í kjarasamninga og semja um kaup og kjör og tölur Hagstofu Íslands sýna fólks- fækkun í Skagafirði. Þessar vangaveltur urðu til þess að ég lagði fram eftir- farandi tillögu ásamt fulltrúa Frjálslyndra og óháðra á sveitarstjórnarfundi Sveitar- félagsins Skagafjarðar sem haldinn var 22. janúar. „Sveitarstjórn Sveitarfélags- ins Skagafjarðar samþykkir að gera könnun á launakjörum Skagfirðinga samanborið við launakjör í sambærilegum sveitarfélögum og höfuðborg- arsvæðinu.“ Í stuttu máli sagt þá var tillagan felld með sjö atkvæð- um gegn tveimur. Formaður byggðarráðs lagði fram breytingartillögu þess efnis að sveitarstjóra væri falið að kanna hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hvort hægt væri að gera slíka könnun. Sú tillaga fékk samþykki. Ég vænti þess að niðurstað- an verði sú að þessi könnun verði unnin og vil meina að hún sé vel framkvæmanleg enda er til sambærileg könnun frá 2004 sem unnin var af Atvinnuþróunarfélagi Norður- lands vestra fyrir atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélags- ins Skagafjarðar. Í þeirri könnun kom m.a. fram að meðallaun í Skagafirði væru mjög lág í samanburði við landsmeðaltal og þar vógu þyngst lág laun í sveitum héraðsins. Mikilvægt er að fá samanburð á launaþróun árið 2014 í samanburði við árið 2004. Hefur launaþróun breyst til batnaðar og hagsældar fyrir íbúa og samfélag s.l. 10 ár eða erum við að hjakka í sama farinu ? Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar í Skagafirði Nærri 60 námskeið í boði Námsvísir Farskólans- Miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra fyrir yfirstandandi vorönn er nú kominn út. Aldrei hefur verið meira úrval námskeiða, en á önninni eru nærri 60 námskeið í boði, að sögn Halldórs Gunnlaugssonar verkefnastjóra hjá Farskólanum. Halldór segir margar nýjung- ar í boði og að í námsvísinum sé tekin upp sú nýbreytni að leggja áherslu á lýsingar á nýjum nám- skeiðum en hefðbundnari nám- skeið, sem reglulega hafa verið í boði, séu einungis kynnt þar og vísað til heimasíðunnar með nánari upplýsingar um þau. Meðal nýjunga nefnir Halldór námskeið um lestur ársreikninga sveitarfélaga sem sé ætlað frambjóðendum í að- draganda sveitarstjórnarkosn- inga. Einnig sé boðið upp á námskeið í tölvuleikjaforritun í samstarfi við SKEMA. Verður það í boði víða um Norðurland vestra en þetta námskeið hefur notið vinsælda víða um land. Þá sé einnig ánægjulegt að geta boðið upp á Dale Carnegie námskeið á sama verði heima í héraði og á höfuðborgarsvæð- inu. Þessi námskeið eru þekkt víða um heim og miða m.a. að því að öðlast sjálfstraust og hugsun sigurvegarans, eflast við hverja raun og vinna markvisst að því að láta drauma sína rætast. Loks má nefna að hinn nýi námsvísir inniheldur ýmsar áhugaverðar greinar. Má þar sérstaklega nefna viðtal við Harald Ingólfsson, fyrrum nemanda við Farskólann, sem á síðasta ári hlaut viðurkenningu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífs- ins sem fyrirmynd í námi fullorðinna. Segir hann frá erfiðri skólagöngu og hvernig hann komst að því 30 árum síðar að hann gæti vel lært. /KSE Nýr námsvísir frá Farskólanum

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.