Feykir


Feykir - 20.02.2014, Side 5

Feykir - 20.02.2014, Side 5
07/2014 Feykir 5 Skagfirðingar í Bikarkeppni FRÍ Stóðu sig vel í liði Norðurlands Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík um sl. helgi. „Keppnin núna var æsispennandi. [...] Það er ljóst að frjálsíþróttir standa vel á Norðurlandi og samvinnan þar er að skila árangri,“ segir á vef Tindastóls. Fimm aðilar sendu lið til keppni, bæði í flokkum karla og kvenna, en það voru Norðlendingar, Breiðablik, FH, HSK og ÍR sem sendi þrjú lið í báða flokka, auk þess sem Ármann sendi lið til keppni í karlaflokki. Fram kemur að ÍR-ingar hafi átt titla að verja í kvennaflokki og samanlagðri stigakeppni, en Norðlendingar sigruðu í karlakeppninni í fyrra. Úrslit urðu sem hér segir: Kvennaflokkur: 1. ÍR 70 stig, 2. Norðurland 70 stig, 3. FH 64 stig. Karlaflokkur: 1. ÍR 75 stig, 2. Norðurland 71 stig, 3. FH 68 stig. Samanlagt: 1. ÍR 145 stig, 2. Norðurland 141, 3. FH 132 stig, 4. Breiðablik 82 stig, 5. ÍR-b 81 stig, 6. ÍR-c 52,5 stig, 7. Ármann 52,5 stig, 8. HSK 52 stig. Árangur Skagfirðinganna sem kepptu í liði Norðurlands: Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 60m hlaupi á 6,95sek, bætti tíma sinn frá Reykjavíkurleikunum sem var besti tími Íslendings frá 2009. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir var 2. sæti í hástökki með 1,66m, jöfnun á skagfirska héraðsmetinu sem hún jafnaði líka fyrir hálfum mánuði. Guðjón Ingimundarson hafnaði í 2. sæti í 60m grindahlaupi á 8,95sek sem er nálægt hans besta tíma. Jóhann Björn og Daníel Þórarinsson voru svo í sveit Norðlendinga sem sigraði í 4x400m boðhlaupi. Tími sveitarinnar var 3:19,69mín, sem er næstbesti tími íslenskrar sveitar og aðeins 0,58sek frá Íslandsmeti ÍR frá 2012. /BÞ Hverjir skipa liðið? Það eru bændur og búalið héðan af svæðinu, flestir úr Víðidal. Hefur liðið eða einstakir liðsmenn tekið þátt áður? Flestir í liðinu eru reynsluboltar og hafa áður tekið þátt í Húnvetnsku liðakeppninni. Það eru ekki miklar breytingar á liðsskipan. Aðal breytingin er sú að Gunnar á Fitjum hefur lokið embætti sínu sem liðsstjóri Liðs 3 eftir að hafa staðið sig með miklum sóma, unnið fjölda sigra og alltaf staðið við bakið á sínum mönnum þegar tár hafa sést á hvarmi. Hvernig líst ykkur á Húnvetnsku liðakeppnina hingað til? Húnvetnska liðakeppnin hefur alltaf verið mjög skemmtilegt og fjölbreytt mót og virðist ekki vera nein breyting á því í ár, það sem gerir þetta síðan enn skemmtilegra eru breyttar reglur við stigaútreikninga sem gerir keppnina jafnari, þannig spennan verður líklega alveg fram að lokadegi. Eruð þið sátt við árangurinn hingað til? Árangurinn í síðasta móti var mjög góður og ekki annað en hægt að segja að Lið 3 hafi staðið sig með sóma, nú er svo bara að rífa sig upp og draga fram smalajálkana til að týna inn stiginn í næstu grein. Hvaða leynivopnum teflið þið fram í vetur? Við erum með nokkur leynivopn, en þau væru það ekki ef ég myndi nú segja frá því, það verður bara að koma í ljós. Ég get sagt ykkur að smalinn verður spennandi í ár. Við fáum sterka einstaklinga sem komu í göngur á vélknúnum ökutækjum sl haust og kunna að fara hratt, má þar nefna Pétur í Þórukoti, Vigni á Kolugili og Sigtrygg á Litlu-Ásgeirsá. Hvað greinir ykkur frá öðrum liðum í keppninni? Eitt af einkennum Liðs 3 er glæsilegur liðsbúningur sem hefur verið frá upphafi hin íslenska lopapeysa. Einhver sérviska eða hjátrú hjá liðinu fyrir keppni? Það hefur ekki verið mikið um hjátrú eða sérvisku hjá liðinu fram að þessu, hver veit nema það breytist með nýjum liðsstjóra. Eitthvað sem liðið vill koma á framfæri? „Gæði umfram magn.“ /KSE Lið 3 gefur leynivopnin ekki upp Í síðustu viku fór Feykir af stað með kynningar á nýjum knöpum í KS deildinni, líkt og undanfarna vetur. Að þessu sinni ætlum við einnig að kynna liðin í Húnvetnsku liðakeppninni, sem hófst þann 8. febrúar. Næsti keppnisdagur er á laugardaginn og fer mótið fram í Reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga. Það er James Bóas Faulkner sem ríður á vaðið og kynnir lið sitt, Lið 3. Liðskynningar : Húnvetnska liðakeppnin Körfuknattleiksdeild Tindastóls Bárður hættir sem þjálfari Bárður Eyþórsson hefur tekið þá ákvörðun að framlengja ekki samning sinn við körfuknattleiksdeild Tinda- stóls, sem renna mun út að loknu tímabilinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Stjórn körfuknatt- leiksdeildar (kkd) Tindastóls. „Harmar stjórn kkd. þessa ákvörðun Bárðar, enda var aldrei í huga stjórnar annað en að framlengja við Bárð. En stjórn kkd. vill að það komi fram að engin óánægja er á milli þjálfarans og stjórnar, er þetta alfarið ákvörðum Bárðar,“ segir í tilkynningunni. Bárður mun klára þetta tímabil með meistaraflokki, unglingaflokki, drengjaflokki og 11. flokki eins og samningur segir til um. „Stjórn kkd. er mjög ánægð með störf Bárðar og þykir leitt að sú samvinna sé að verða á enda komin. Það eru fjórir leikir eftir í fyrstu deildinni og klára verður þá með sæmd og koma liðinu upp á meðal þeirra bestu aftur, þar sem við eigum klárlega heima,“ segir loks í tilkynningunni. /BÞ Húnvetnska liðakeppnin Smali næsta mót Næsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar verður nk. laugardag, 22. febrúar. Að þessu sinni verður keppni í Smala og hefst hún kl. 14:00. Samkvæmt heimasíðu hestamannafélagsins Þyts verður ekki keppt í skeiði fyrr en á lokamótinu þetta árið þar sem brautin er ekki tilbúin. Keppt verður í unglingaflokki (fædd 1997 og seinna), 3. flokki, 2. flokki og 1. flokki og fara 9 hestar brautina aftur ef 16 eða fleiri keppendur eru í flokki, annars fara 5 í úrslit. /BÞ Vetrarólympíuleikar Sævar Birgisson endaði í 74. sæti af 92 keppendum í 15km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð á Vetrarólympíuleikunum í Sochi föstudaginn 14. febrúar sl. Sævar ræsti 85. og fór kílómetra fimmtán á 45:44,2 mínútum og varð rúmum sjö mínútum á eftir Ólympíumeistaranum Dario Cologna frá Sviss. Á Vísi.is segir að Sævar hafi tekið á mikinn sprett við endamarkið og náði að vera fyrir ofan Ástralann Callum Watson. Sævar skildi tólf til viðbótar fyrir aftan sig fyrir utan þá fimm sem kláruðu ekki gönguna í gær. Þetta var önnur ganga Sævars á leikunum en hann varð í 72. sæti sprettgöngu. /BÞ Sævar í 74. sæti ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/sport Tjarnartölt á Gauksmýri Tjarnartölt fór fram á Gauksmýri sl. laugardag, í blíðskaparveðri og var þátttaka góð. Hin unga Rakel Gígja fékk sérstök knapaverðlaun frá Gauksmýri fyrir hversu vel hún leysti úr erfiðum aðstæðum þegar merin hennar fór á harða stökki út úr braut. Úrslit keppninnar má sjá á Feyki.is. /KSE Komst í erf- iðar aðstæður Körfuknattleikur : Tindastóll - Hamar 106-73 Aftur á sigurbraut Hamar Hveragerði heimsótti Tindastólsmenn í Síkið í sl. föstudagskvöld í 1. deild karla í körfubolta. Gestirnir héldu út fram í miðjan annan leikhluta en þá settu Stólarnir í rallígírinn og reykspóluðu yfir Hvergerð- inga. Þegar upp var staðið munaði 33 stigum en lokatölur urðu 106-73. Stólarnir spiluðu glimrandi vel í öðrum og þriðja leikhluta og var nánast sama hver var inná, flest gekk upp á þessum kafla. Friðrik Stefáns gladdi augað og endaði með 17 stig líkt og Proctor og Flake en stigahæstur var Helgi Rafn með 18 stig og klikkaða pressuvörn. Þá átti Ingvi Rafn góðan leik en hann setti niður 13 stig og hirti fjögur sóknarfráköst. Þá gladdi það stuðningsmenn Stólanna að sjá Króksarann Ingva Guðmundsson Jenssonar mæta til leiks í liði gestanna og sýna góða takta. /ÓAB James Bóas Faulkner á glæsilegum gæðingi.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.