Feykir


Feykir - 13.03.2014, Blaðsíða 5

Feykir - 13.03.2014, Blaðsíða 5
10/2014 Feykir 5 Skagfirska mótaröðin Þórarinn var í 1. sæti ( ÍÞRÓTTAGARPUR ) berglind@feykir.is Arnar Freyr Arnarsson > handbolti Mögnuð tilfinning að vinna Íslands- meistaratitilinn Arnar Freyr Arnarsson er ungur og efnilegur handboltakappi á 18. aldursári. Hann er búsettur í Reykjavík og er sonur Arnars Þórs Sævarssonar bæjarstjóra á Blönduósi. Hann leikur með Fram og var á dögunum valinn í landsliðshópinn hjá U-20 ára landsliði karla fyrir forkeppni HM sem fram fer í Skopje í Makedóníu dagana 4. – 6. apríl. Hvar ólstu upp? Ég hef alist upp í Reykjavík hjá móður minni og verið í skóla þar. Á sumrin hef ég dvalið í sveit hjá föðurfjölskyldu minni á Mýrum í Skriðdal og hefur það verið mín besta lífsreynsla og kennsla. Síðustu sex sumur hef ég verið á Blönduósi hjá föður mínum og í vinnu þar. Hverra manna ertu? Alltaf gaman að fá þessa spurningu því ég er mjög montinn að minni fjölskyldu. Mamma mín, Andrea Ingimundardóttir, er uppalinn í Reykjavík en á rætur til Vestfjarða (Patreksfjörð). Pabbi minn, Arnar Þór Sævarsson, er uppalinn á Mýrum í Skriðdal og var þar mest sitt líf þótt hann hafi búið í Reykjavík og verið í skóla þar. Hann ættaður frá Skeggjastöðum í Miðfirði Vestur-Húnavatnssýslu. Íþróttagrein: Handbolti. Íþróttafélag/félög: Knattspyrnu- félagið Fram. Helstu íþróttaafrek: Íslands- meistaratitill í 4. fl. kk. Reykjavíkur meistarar í 4. fl. kk. og 3. fl. eldra og nú nýlega 2. sæti í bikarkeppni í 3. fl. Skemmtilegasta augnablikið: Þegar við unnum Íslandsmeistara- titilinn, það var alveg mögnuð tilfinning. Neyðarlegasta atvikið: Haha, mér dettur ekkert í hug. En þegar ég hugsa þá er það örugglega þegar ég greip óvart í hið allra heilagasta hjá einum mótherja. Einhver sérviska eða hjátrú? Ég hef enga sérstaka. Uppáhalds íþróttamaður? Ætli ég verð ekki að segja Bastian Schweinsteiger hjá Bayern Munchen, en uppáhalds hand- boltamaður þá held ég að það sé Karabatic. Þeir gefast aldrei upp og leggja sig alltaf 100% fram. Ef þú mættir velja þér andstæð- ing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? Það myndi vera Bjarni Rögnvaldsson því hann segir alltaf að hann hafi hætt í handbolta því hann var búinn að mastera íþróttina, það væri gaman að sjá hvað hann getur svo hann hætti þessum stælum. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? Ég myndi örugglega tapa... Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? Ég lenti einu sinni í öðru sæti í kúluvarpi þegar ég var að æfa frjálsar á sínum tíma en ég hafði þá aldrei prófað kúluvarp áður. Lífsmottó: „Life's not about how hard of a hit you can give... it's about how many you can take, and still keep moving forward.“ - Sylvester Stallone, Rocky Balboa Helsta fyrirmynd í lífinu: Mamma og pabbi, þau hafa gefið og kennt mér svo margt í gegnum tíðina. Hvað er verið að gera þessa dagana? Það er bara það hefðbundna; Handbolti, skóli og vinir, en núna er ég að fara fá mér ís. Hvað er framundan? Það er bara að halda áfram á góðri braut, sem maður er á, og vinna allt sem í boði er. Frjálsíþróttadeild Tindastóls Sigurjón áfram formaður Aðalfundur Frjálsíþrótta- deildar Tindastóls fór fram í lok febrúar. Á fundinum kom fram að íþróttastarfið hefði gengið vel á síðasta ári og var rekstur deildarinnar jákvæður, þrátt fyrir aukinn kostnað. Þrír voru endur- kjörnir í stjórn deildarinnar. Sigurjón Leifsson var endurkjörinn formaður, eins og Guðrún Ottósdóttir gjald- keri og Hafdís Ólafsdóttir meðstjórnandi. Eiður Baldursson gekk úr stjórn og voru honum þökkuð góð störf fyrir deildina. Margrét Arnardóttir kemur inn sem tengiliður stjórnar við foreldra yngri barna. /KSE Íslandsmót á gönguskíðum Sævar Íslands- meistari Síðastliðinn laugardag fór fram Íslandsmót á gönguskíðum í Ólafsfirði í lengri vegalengdum hjá 16 ára og eldri. Sævar Birgisson frá Sauðárkróki, sem keppir fyrir Skíðafélag Ólafsfjarðar, varð þá Íslandsmeistari í karlaflokki. Hólmfríður Vala Svavars- dóttir SFí sigraði í kvennaflokki, Sindri Freyr Kristinsson SKA sigraði í flokki pilta 18-20 ára, Elena Dís Víðisdóttir SFÍ sigraði í stúlknaflokki 16-17 ára og Albert Jónsson SFÍ sigraði í flokki drengja 16-17 ára. Einnig fór fram Bikarmót SKÍ í flokkum 12-15 ára. Gengið var með hefðbund- inni aðferð og aðstæður voru fínar í Ólafsfirði. /KSE ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/sport Karlareið á Svínavatni Hin árlega karlareið eftir Svínavatni var farin sl. laugardag og tóku nær 50 karlar tóku þátt í reiðinni að þessu sinni, fleiri en nokkru sinni fyrr, skv. heimasíðu Hestamanna- félagsins Neista. „Frábært veður var og skemmtu menn sér hið besta,“ segir á heimasíðunni. Svínavatn er tæpir 12 km á lengd og var haldið frá Dalsmynni og riðið í nyrstu vík vatnsins og land tekið vestan við Orrastaði. /BÞ Metþátttaka Skagfirska mótaröðin fór fram í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í síðustu viku og var keppt í fimmgangi. Þórarinn Eymundsson sigraði í 1. flokki fullorðinna á Hausti frá Kagaðarhóli og Símon Helgi Símonarson bar sigur úr býtum í 2. flokki á Sleipni frá Barði. Laufey Rún Sveinsdóttir sigraði í ungmennaflokki á Adam frá Efri-Skálateigi. Ásdís Ósk Elvarsdóttir var í 1. sæti í unglingaflokki á Gjöf frá Sjávarborg. Í barnaflokki var Stefanía Sigfúsdóttir í 1. sæti á Ljóma frá Tungu. Nánari úrslit má finna á Feyki.is undir Hestar. /BÞ Sigurvegarar í 1. flokki fullorðinna í Skagfirsku mótaröðinni, þegar keppt var í fimmgangi. Ljósmynd/Reiðhöllin Svaðastaðir. Frá Karlareiðinni. Mynd: Neisti.net Stjórn frjálsíþróttadeildar Tindastóls, ásamt formanni félagsins. F.v.: Gunnar, Sigurjón, Guðrún og Hafdís. Mynd: Tindastóll.is. Smábæjaleikar 2014 Í fullum undirbúningi Undirbúningur fyrir Smábæjaleika Arion banka 2014 á Blönduósi er kominn á fullt skrið. Mótið verður dagana 21. – 22. júní og verður keppt í 4. 5. og 6. flokki karla og kvenna og 7. og 8. flokki blandað lið. Að vanda er mótið hugsað fyrir minni bæjarfélög þó einhverjar undantekningar hafi verið gerðar á því. Dagskráin hefst á föstudeginum 20. júní en keppnin svo daginn eftir. Þátttökugjald er það sama og í fyrra eða 8.500 fyrir keppendur en innifalið í verðinu er gisting í eina eða tvær nætur, allar máltíðir, sundferð og öll önnur afþreying á vegum mótsins. Skráningarblað leikanna er komið inn á vef Hvatar. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.