Feykir


Feykir - 13.03.2014, Blaðsíða 10

Feykir - 13.03.2014, Blaðsíða 10
10 Feykir 10/2014 Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í síðustu viku en mikil tilhlökkun er fyrir deginum og segja má að um sé að ræða árshátíð barnanna. Margir útbúa búninga af mikilli kostgæfni og halda stífar æfingar á söngatriðum áður en lagt er af stað og rölt á milli verslana og stofnana til að fá gotterí. Þessir krakkar lögðu leið sína á Bókasafnið á Hvammstanga og fengu svokallaðan Bangsafisk að launum fyrir söng sinn. Að sögn Guðmundar Jónssonar starfsmanns bókasafnsins er Bangsa-fiskur harðfiskur sem Björn Þórir Sigurðsson, betur þekktur sem Bangsi, hafði veitt, verkað og gefið. Þá fór einn hópurinn heim til Bangsa og söng fyrir hann. Ljósmyndir eru frá Guðmundi Jónssyni. /BÞ Öskudagurinn á Hvammstanga Fengu Bangsafisk fyrir sönginn Molduxar á ferð og flugi Stálu engum sigri Öldungamót Þórs í körfubolta fór fram sl. laugardag á Akureyri í öndvegis veðri. Keppt var í tveimur aldursflokkum +30 og +40 og voru fjögur lið skráð í hvorn flokk. Skagfirðingar sendu lið í sinn hvorn flokkinn og voru sveitungum sínum og héraði til mikils sóma. Í yngri flokknum átti Þrymur góðu gengi að fagna enda áttu þeir titil að verja frá fyrra ári. Fór svo að Þrymarar léku til úrslita gegn Snobburum sem reyndust erfiðir á heima- velli, og endaði sigurinn hjá heimamönnum. Í eldri flokknum reyndust Molduxar myndarlegastir og greinilegt að þeir höfðu stúkuna með sér þar sem bráðfallegar Gilsbungur hvöttu sína menn til dáða. Ekki fer neinum sögum um sigur hjá þeim enda aldrei ætlunin að vinna tvö ár í röð en Molduxar unnu mótið fyrir ári síðan. Það sem mest kom á óvart var að Árni Egils neitaði að dæma leik með þeim orðum að hann kynni ekki að dæma. Viðstadda rak í rogastans þar sem Árni hefur í áratugi reynt að kenna körfuboltadómurum sem koma á Krókinn hvernig á að dæma. Hann stóð sig hins vegar afbragðsvel á ritaraborð- inu. Að móti loknu fengu menn magafylli af flatbökum og límonaði og vilja Molduxar færa Eiríki og félögum í Skotfélaginu þakkir fyrir skemmtilegt mót. /PF Molduxar: Ágúst Guðmundsson, Margeir Friðriksson, Geir Eyjólfsson, Sævar Hjartarson, Vignir Kjartansson, Páll Friðriksson, Sveinn Brynjar Pálmason og Árni Egilsson. Aftari röð: Helgi Freyr Margeirsson sérlegur ráðgjafi, Óskar Ingi Magnússon, Hákon Már Bjarnason, Ágúst Ingi Ágústsson, Snorri Geir Snorrason. Fremri röð: Stefán Friðrik Friðriksson, Sigmundur Birgir Skúlason, Björn Ingi Óskarsson og Haukur Skúlason. Þeir feðgar Ágúst Ingi Þrymari og Ágúst Guðmundsson Molduxi báru af hvað yfirferð og léttleika varðar bæði utanvallar sem innan. Hér má sjá að meðalhæð Molduxanna var ansi döpur á móti liði Ármanns úr Reykjavík. Margeir og Sveinn Brynjar eru þó mun myndarlegri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.