Feykir - 13.03.2014, Blaðsíða 1
á
BLS. 6-7
BLS. 11
Heiðdís Lilja svarar
Rabb-a-babbi
Er mjög góð
í að poppa
BLS. 4
Níræður Jói á Stapa er í
opnuviðtali Feykis
„Þetta hefur
alltaf verið önnur
hliðin á mér“
Sigríður og Skúli kokka
Ofnsteikt
lambakjöt og
grísk jógúrt
10
TBL
13. mars 2014
34. árgangur : Stofnað 1981
S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6
FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN!
Áfram Tindastóll
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BÍLAVERKSTÆÐI
Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,
vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
Deildarmeistarar Tindastóls í
körfuknattleik karla spila síðasta
leik tímabilsins við Hött í Síkinu á
Sauðárkróki annað kvöld. Til stendur
að skapa rokna stemningu í
íþróttahúsinu og eru allir hvattir til
að mæta, styðja strákana og sjá þá
taka á móti deildarbikarnum.
Bárður Eyþórsson þjálfari Tindastóls
segir tilhlökkun vera fyrir því að klára
tímabilið og jafnframt gaman að mæta
til leiks með gulltryggt sæti í úrvals-
deildinni á næsta tímabili. „Ég vona bara
strákarnir komi ekki of afslappaðir til
leiks, líkt og síðasta föstudag, heldur
gefi allt í leikinn og klári tímabilið
almennilega,“ sagði Bárður í samtali við
Feyki, en liðið tapaði fyrir Þór á Akureyri
sl. föstudag 93-88. Bárður segist vera
Síðasta umferðin í 1. deild karla í körfubolta verður spiluð á föstudaginn
Deildarmeistararnir taka
á móti Hetti í Síkinu
Liðsmenn Tindastóls kampakátir á æfingu í vikunni en liðið hefur sem kunnugt er þegar tryggt sér sigurinn í 1. deild karla.
KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200
G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N
DELL Inspiron 5521
Intel Core i3 · 4GB vinnsluminni · 500GB harður diskur ·
15.6“ HD WLED · Windows 8
nýjar v
örur
komið
og sko
ðið
mjög sáttur við liðið í vetur og að það
hafi verið ágætis stígandi í því yfir
tímabilið. „Ungu strákarnir í liðinu hafa
fengið mörg tækifæri að spila, þeir hafa
bætt sig mikið og eru vel undirbúnir
fyrir úrvalsdeildina á næsta leiktímabili,“
segir Bárður og bætir við að eldri
strákarnir hafa verið þeim ungu góðar
og jákvæðar fyrirmyndir. Þegar Bárður
horfir til baka yfir tímabilið segir hann
ekkert eitt standa uppúr heldur hefur
veturinn verið skemmtilegur í heild
sinni. „Það er góður og léttur andi yfir
hópnum,“ bætir hann við.
Síðasti leikurinn
undir stjórn Bárðar
Þetta mun jafnframt vera síðasti leikur
Bárðar sem þjálfara Tindastóls en hann
lætur nú af störfum hjá félaginu.
Aðspurður um hvað sé framundan hjá
honum segist hann hætta í þjálfun en að
hann sé ekki á leiðinni af Króknum. „Við
Ásta ætlum að vera hér áfram, okkur
líður vel hérna. Ég kem vonandi til með
að styðja áfram við bakið á liðinu með
öðrum hætti,“ segir Bárður í lokin.
Varaformaður KKÍ Guðbjörg Norð-
fjörð mætir á svæðið til að afhenda
bikarinn að leik loknum, ásamt Skag-
firðingnum Rúnari Birgi Gíslasyni.
Formaður körfuknattleikssambandsins,
Hannes S. Jónsson, segir í samtali við
Feyki að hann hefði gjarnan vilja vera
með annað kvöld en kemst því miður
ekki þar sem hann verður staddur
erlendis. /BÞ