Feykir - 13.03.2014, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
10
TBL
13. mars 2014 34. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Forvitnast í fataskápa:
Laufey Kristín Skúladóttir
Flottur jakki ómissandi í fataskápinn!
Tískuspekúlant seinasta
innlits, hún Gunnhildur
Gísladóttir ljósmyndaséní sá
fulla ástæðu til þess að beina
augum lesenda Feykis að henni
Laufeyju Kristínu Skúladóttur.
Laufey er sveitastúlka fædd og
uppalin í Hrútafirðinum. Hún
mætti fyrst á Krókinn 16 ára
gömul og kom sér vel fyrir á
heimavist FNV. Eftir að hafa nælt
sér í Skagfirðing þvældist hún um
heiminn en fyrir rúmu ári var svo
stefnan tekin aftur á Sauðárkrók
og býr hún hér með eiginmanni
og börnum.
En hver er uppáhaldsflík Lauf-
eyjar og er einhver saga á bak við
hana?
-Það sem er algerlega ekki hægt að
vera án og er nauðsynlegt í hvern
fataskáp eru flottir jakkar.
Uppáhaldsjakkinn minn, og sá
sem ég er í á myndinni er frá Day
og ég fékk hann í jólagjöf frá
eiginmanninum 2012. Hann er
keyptur í Kaupmannahöfn, en við
bjuggum þar á þeim tíma, í búð
sem var á horninu hjá okkur og ég
man ekki lengur hvað hét. Ég rak
augun í hann í miðjum flutningum
í nóvember, tók hann frá og sendi
svo manninn að ná í hann til að
setja í jólapakkann. Ég er búin að
UMSJÓN MEÐ
FRÖKEN FABJÚLÖSS
Hrafnhildur Viðarsdóttir
[ frokenfab@feykir.is ]
nota hann svakalega mikið, við
margvísleg tækifæri og það er
bæði hægt að klæða hann upp og
niður. Sá jakki sem ég nota mest
akkúrat í dag er frá Jóna María
design sem ég fékk í líka jólagjöf
frá eiginmanninum. Hann bættist
í fataskápinn núna um síðustu jól.
En hver er það svo sem þú vilt að
taki við tískukeflinu frá þér?
-Ég ætla að útnefna hana Grétu
Sjöfn Guðmundsdóttir, samstarfs-
konu mína á Hæðinni við
Faxatorg. Hún er alltaf einstaklega
vel til fara og smart.
TILBOÐ Í MARS
fermingarboðskort
1. Fermingarboðskort a6
10.5 cm. x 14.8 cm. - kr. 197stk.
30 stk. kr. 5.910 með umslögum
2. Fermingarboðskort
10 cm. x 21 cm. - kr. 238 stk.
30 stk. kr. 7.140 með umslögum
3. Umslagabrot fermingarboðskort
Fermingarkortin eru brotin saman og
mynda umslag Verð kr. 300 stk.
Tilboð þetta miðast við prentun öðru megin
og í lit með einni mynd.
Sendu okkur mynd eða komdu með hana á USB lykli
2 myndir eða fleiri innskannaða kosta kr. 2000
Uppsetning á korti innifalið í verði
FERMING
Í tilefni fermingar
minnar í Sauðárk
rókskirkju
þann 30. apríl kl
. 11:00, er þér/yk
kur boðið til veisl
u
í félagsheimilinu
Ljósheimum kl. 1
4:00
Kveðja
Hólmar Örn Valdima
rsson
Vinsamlega tilkyn
nið forföll
í síma 866 3770 e
ða 453 6497 aa
1.
NÝPRENT Borgarflöt 1, Skr. - S: 455 7171 nyprent@nyprent
2.
Ferming 2010
Þann 28. mars n.k. fermist ég í Sauðárkrókskirkju kl. 11:00.
Af því tilefni langar mig að bjóða þér/ykkur að gleðjast
með mér og fjölskyldu minni og þigg ja veitingar
í Ljósheimum kl. 14 sama dag.
Kær kveðja
Viðar Ágústsson
Ef þið sjáið ykkur ekki fært að mæta, vinsamlegast látið vita í síma 453 6076 fyrir 12. mars
eða með tölvupósti sml@simnet.is
3.
Ertu í
ferða-þjónustu?
Hönnum og prentum
bæklinga
nafnspjöld,
reikninga,
umslög ofl.
Settu þig í samband við okkur!
Æfing á bökkum Blöndu
Brunavarnir A-Hún.
voru með æfingu í
síðustu viku en þá
var kveikt í húsinu
að Blöndubyggð
13 á Blönduósi en
það var einbýlishús
með áföstu litlu
hesthúsi. Slökkviliðið hófst handa við að kveikja í
húsinu um kl. 18:00 en aðgerðum við húsið var
lokið rétt fyrir miðnætti.
Samkvæmt frétt á Húnahorninu hefur staðið til að
rífa húsið um nokkurn tíma en Blönduósbær keypti
húsið árið 2011 í þeim tilgangi að það yrði síðan rifið.
Það sem ekki brann verður fjarlægt á næstunni.
Meðfylgjandi mynd er frá Róberti Daníel Jónssyni. /BÞ
Brunavarnir A-Hún