Feykir


Feykir - 13.03.2014, Blaðsíða 6

Feykir - 13.03.2014, Blaðsíða 6
6 Feykir 10/2014 fannst ég nú vera fullgamall til að fara í þetta en dreif mig nú samt og sé nú ekki eftir því.“ Jói segist á Hvanneyri hafa kynnst bókum og lært dönsku og sitthvað fleira sem átti eftir að koma að gagni síðar á lífs- leiðinni.Jóhann P. Guðmundsson er fæddur í Grundargerði í Blönduhlíð í Skagafirði þann 22. janúar 1924. Foreldrar hans bjuggu á ýmsum jörðum í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Jói er elstur átta systkina. Systurnar fjórar eru allar látnar. Bræðurnir voru fjórir, einn þeirra lést á fyrsta ári, en auk Jóa eru tveir bræður á lífi; Jón, fyrrverandi bóndi og oddviti á Óslandi í fyrrum Hofshreppi og séra Sigurður Helgi Guð- mundsson, lengst af prestur í Víðistaðasókn. Jóhann er ókvæntur en á einn son, Jóhann „Þetta hefur alltaf verið önnur hliðin á mér“ Skagfirðinginn Jóa í Stapa þarf vart að kynna fyrir lesendum. Þessi hógværi og vinamargi maður, sem í janúar sl. átti níræðisafmæli, er einn af kunnustu hagyrðingum landsins. Jói í Stapa er auk þess mikill hagleiksmaður og hefur víða lagt hönd á plóg við byggingarvinnu. Þá hefur náttúrubarnið Jói í Stapa kennt teikningu í Steinsstaðaskóla, þýtt ljóð og farið ófáar hestaferðir, hvort heldur er reiðskjótinn hefur verið skáldafákurinn eða aðrir fákar í hans eigu. Blaðamaður heimsótti Jóa og spjallaði við hann um kveðskapinn og fleira sem á daga hans hefur drifið. Jörðina Stapa í Tungusveit í Lýtingsstaðahreppi eignaðist Jói tvítugur. „Ég keypti Stapa þó ég ætti náttúrulega ekkert í það, þá gerði ég það samt, vegna foreldra minna, og hafði það af að borga hann.“ Jóhann segist hafa búið með blandaðan bú- skap í Stapa en einnig unnið mikið utan búsins, en fyrst um sinn bjuggu foreldrar hans hjá honum þar. Um tíma brá hann búi og flutti á Sauðárkrók og árið 1986 tóku sonur hans og tengdadóttir við búi en jörðin fór í eyði árið 2002. Hugsað heim Jói var ævinlega við smíðar meðfram búskapnum, en hann er sjálfmenntaður í þeirri iðn. „Ég var hér mörg sumur með vinnuflokk í sveitinni, að byggja hingað og þangað, vestur í Húnavatnssýslu líka, á Suðurlandinu og víðar um landið. Þetta voru íbúðarhús en mest útihús, þau eru orðin mörg handtökin í það heila. En það var mikið bjart yfir þessu. Ég var með skólastráka með mér, sem veitti ekki af pening meðan þeir voru að komast í gegnum skóla. Við unnum langa daga og mikið en alltaf var glatt á hjalla yfir öllu saman. Það var eins og það yrði enginn það þreyttur að hann gæti ekki haft gaman af lífinu. Það er mikils virði,“ segir Jóhann og það leynir sér ekki að minn- ingar frá þessum árum eru ljúfar. Gegnum störf sín kynnt- ist Jói fjölda fólks og dvaldi hann oftar en ekki heima á sveitabæjum. Jói segist ennþá grípa í smíðarnar, „þó ekki væri nema mér til gamans,“ eins og hann kemst að orði. Jói brá búi og fór suður í átján ár, áður en hann fluttist norður aftur, áttræður að aldri. „Þá var ég fyrst í Reykjavík í tvö ár og leiddist þar alltaf. Ég fór svo austur í sveitir og vann þar við húsbyggingar og kynntist fólki víða um landið,“ segir Jói sem er að sögn kunnugra mjög félagslyndur og vinamargur. Hann jánkar því að Skaga- fjörðurinn hafa alltaf togað í hann, rétt eins og fram kemur í einni af vísum hans, sem hann kallar Hugsað heim: Finn ég streyma um mig yl, angrið gleymist betur meðan heimahaga til hugurinn sveimað getur. Yndi þróast, unaðsmál út um móa er vakið. Rætt við Jóa í Stapa níræðan VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Pétur, sem nú er búsettur í Noregi og fjögur barnabörn. Varðandi skólagönguna segir Jói hana hafa verið í lágmarki. „Ég var átta vikur fyrir fullnaðarpróf hér í Varmahlíð. Ég átti heima fram í Vesturdal þá og það var nú tvennt sem gerði; bæði var fátækt og svo var talað um að mætti helst ekki missa mig frá smalamennskum og öðru slíku þó að vetur væri.“ Jói segist hafa rifið sig upp síðar og farið í Bændaskólann á Hvanneyri 25 ára gamall. „Ég hafði mikið gott af því og víkkaði sjón- deildarhringinn með því. Ég tók þetta á tveimur vetrum og var elstur í minni deild, mér Blýantsteikning Jóa af Stapa sem prýðir forsíðu seinni ljóðabókar hans, Ný axarsköft. Jói í skógarlundinum við Bólstaðarhlíð í Húnavatnshreppi. Mynd: Ingi Heiðmar Jónsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.