Feykir - 13.03.2014, Blaðsíða 11
10/2014 Feykir 11
Sigríður og Skúli kokka
Ofnsteikt lambakjöt og grísk jógúrt
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar ætti að teygja vel á
áður en hann heldur áfram með Feyki.
Tilvitnun vikunnar
Ég hef átt yndislegt kvöld, en þetta var ekki það.
– Groucho Marx
Sudoku
Vissir þú að...
ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT
• Michael Jordan þénar árlega meiri peninga frá Nike heldur allir
verkamenn í verksmiðju Nike í Malasíu samanlagt.
• Perlur bráðna í ediki.
• Augu strúta eru stærri en heilinn í þeim.
• Meðalmanneskja sofnar á 7 mínútum.
• Meðalhraði fallhlífastökkvara er 200 km/h.
Matgæðingar Feykis þessa
vikuna eru þau Sigríður
Hjaltadóttir og Skúli Þór
Sigurbjartsson frá Sólbakka í
Víðidal. Þau ætla að bjóða
upp á dýrindis snittur með
hangikjöti í forrétt, ofnsteikt
lambakjöt í aðalrétt og gríska
jógúrt með ávöxtum og
karamellusósu í eftirrétt.
Sigríður og Skúli skora á
Kristínu Arnardóttur og Krist-
ófer Jóhannessyni á Finnmörk
til að koma með girnilegar
uppskriftir í Feyki.
FORRÉTTUR
Snittur með
heimareyktu hangikjöti
Reykt hangikjöt í rúllu, fryst, helst
heimareykt (einnig má nota
reyktan lax eða silung)
1 krukka kapers
2 dl góð kaldpressuð olía
salt
pipar
safi úr ¼ - ½ sítrónu
kapers, gróf saxaður
Aðferð: Hangikjötið er skorið mjög
þunnt, meðan það er frosið, helst í
brauðskurðarvel. Borið fram með
góðu snittubrauði.
Feykir spyr...
[SPURT Í KS
VARMAHLÍÐ ]
Átt þú
einhver
gæludýr?
MATGÆÐINGAR VIKUNNAR
UMSJÓN berglind@feykir.is
AÐALRÉTTUR
Ofnsteikt lambakjöt
með sósu og salati
Lambakjöt, annaðhvort lamba-
læri eða lambahryggur
olía
4 tsk Húnagull
eða annað gott krydd
2 tsk rósmarín
eða 3 msk ferskt rósmarín
4 tsk timian
eða 4 msk ferskt timian
ferskur dökkur pipar
íslensk salt frá Reykjanesi eða
Reykhólum eða annað gott salt
Aðferð: Takið mjaðmabeinið úr
lærinu ef þið notið læri, en ef
hryggur er gott að fituhreinsa hann.
Berið olíu á kjötið og kryddið með
ofangreindu kryddi. Setjið kjötið í
pott og í pottinn fer allt grænmeti úr
ísskápnum sem komið er á tíma, t.d.
endinn á púrrulauk, tómatar,
gulrætur, laukur, broccoli, sítrónur,
ef ekki er til gamalt er í lagi að nota
nýtt og ferskt grænmeti.
Kjötið er sett í ofn á 150°C í 1-1
½ eftir því hvað þið viljið hafa kjötið
vel steikt. Þegar kjötið er tilbúið er
það tekið út og vafið álpappír eða
viskustykki og leyft að standa
meðan verið er að gera sósuna.
Sósa:
Soðgrunnur úr pottinum
2 dl vatn
½ tsk lambakraftur
eða ½ tengingur
½ tsk villibráðaraftur
eða ½ tengingur
1 dl rauðvín má sleppa
2-2 ½ dl rjómi ef vill
Aðferð:
Látið soðið sjóða niður í svona 3
mínútur, bæta rjóma útí ef vill.
Smakkað til með salti og pipar,
GUNNAR EINARSSON,
FLATATUNGU
-Ég á fjóra hunda, border collie.
EINAR KÁRASON,
VARMAHLÍÐ
-Ég á einn naggrís, einn kött
og tvo gullfiska
ELÍNBORG ERLA ÁSGEIRS-
DÓTTIR, HÓLI
-Ég er með hunda, ketti,
kanínur og naggrísi
RIKKE BUSK, REYKJUM 2
-Ég á hund og þrjú börn.
FEYKIFÍN AFÞREYING kristin@feykir.is
Hahaha...
BRANDARI VIKUNNAR
Hvernig veiðir maður íkorna?
Fer upp í tré og hermir eftir hnetu.
jafnvel rifsberjasultu. Þykkja má
sósuna ef vill með sósujafnara.
Salat:
Blandað salat frá Lambhaga
2 tómatar
½ rauðlaukur
1 rauð paprika
1 tsk graskersfræ
salatdressing
1 dl kaldpressuð ólífuolía
1 tsk sinnep
safi úr ½ sítrónu
½ tsk worchestershiresós
Aðferð: Hrist vel saman og borið
fram með salatinu og/eða fetaostur.
EFTIRRÉTTUR
Grísk jógúrt með
ávöxtum og
karamellusósu
4 dósir grísk jógúrt eða heima-
löguð jógúrt (þarf að vera ósæt)
2 dl bláber
1 banani
1 askja jarðaber
Aðferð: Blanda má ávöxtunum
saman í skál eða bera fram í þremur
skálum. Gott að bera fram með
góðu hunangi og/eða sírópi. Eða
karamellusósu.
Karamellusósa:
2 dl hrásykur
2 tsk vanillusykur
100 gr smjör
2 ½ dl rjómi
Aðferð: Sett saman í pott og soðið
saman þar til sykur hefur bráðnað
vel.
Verði ykkur að góðu!
Krossgáta